Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 2
Séra Gísli Brynjólfsson: Kirkjuþáttur Skyldi nokkur mega vera aö þvi aö renna augunum yfir þessa hug- vekju? Og þótt svo yröi, skyldi hún þá vekja nokkurn mann til gagn- legra ihugana eöa sálubótarlegra hugsana?Sá er þó sannarlega til- gangurinn meö sérhverri hug- vekju, sérhverri stólræöu, allt starf kennimannsins á aö vera i þessa átt. En þetta er ekki á allra færi.jafnvel ekki nema örfárra. Hér dugar ekki aö vilja vel. Hér þarf góöa hæfileika, kunnáttu og þekkingu, trúmennsku og kost- gæfni i starfi. baö er sagt um hinn kunna prófast Skagfirðinga, sr. Zóphónias i Viövik, að þegar hann var að predika, þá hafi hverjum og einum kirkjugesti fundizt, sem hann væri einmitt aö tala til hans persónulega og taka til meöferöar hans sérstöku vandamál og viöfangsefni. Já, þetta fannst Skagfiröingum um ræöumennsku sr. Zóphóniasar. Svona þyrftu hugvekjur okkar prestanna aö vera. Ekki sizt um áramótin. bað er nú vist svo, að einmitt þá er hugurinn hvaö mót- tækilegastur, enda oft þannig að oröi komizt. að þá sé eins og maöurinn gangi upp á sjónarhól. Af sjónarhólnum opnast honum sýn bæöi yfir farinn veg (gamla áriö) og götuna framundan inýja árið). Og þá á honum aö geta veriö hollt aö lesa eitthvaö uppbyggilegt og hugarstyrkjandi. En hvað, sem um allar ára- móta-hugvekjur má segja, og hversugóðar sem þær eru, mun- um vér samt geta oröiö sammála um það, aö engin þeirra jafnast á viö þaö,sem sálmaskáldin hafa gefið oss til notkunar i kirkju og heimahúsum á þessun) timamót- um. bað er engu likara en einmitt um áramótinhafi sálmaskáldunum tekizt hvaö bezt upp.jafnvel þótt boriö sé saman viö kveöskap þeirrá á stórhátiöum. En hér skal ekki farið út I neinn slikan samanburö. An hans ætti þaö lika aö vera auövelt aö njóta þessara yndislegu trúarljóða, feigðar þeirra, andrikis og innilegs trúartrausts. Sálmur sr. Valdimars: ,,Nú áriö er liöiö i aldanna skaut,” hann til- heyrir gamla árinu. Hvaö er það þá sem skáldinu á Stóra-Núpi er efst i huga. þegar enn eitt á enda ár hans lifs er runniö? Hvaö er það, sem einkennir þennan sálmhans ööru fremur?baö mun vart leika á tveim tungum, aö þaö felist i þess- ari hendingu: Miskunnsemd Guös '!!.á_eÍ8j gleyma. bað er hún, sem hefur birzt á svo margan hátt á liðnu ár i meöbyr og mótlæti, i gleöi þess og sorgum. Bliða sumarsins, næðingar haustsins, hriðar vetrarins, allt ber þetta vitni um miskunn himnaföðurins, hið mótdræga og erfiða ekki siður en velgengni og hagstæö kjör á þeim áfanga lifsins sem nú er að baki lagður. Hvort tveggja eru Guös góöu gjafir. Andbyrinn og erfiö- leikarnir eru mönnunum alveg jafn nauösynlegir og hinir góðu dagar. betta eru allt fögin i lifsins miklafjölbrautaskóla', og þvi aöeins þróskast maöur i þeim skóla, að hann glimi viö hin þungu viöfangs- efni og leggi sig fram um aö leysa þau. begar maöurinn snýst af manndómi viö þvi er á móti blæs, þroskast hann af lifsreynslunni, vex við hverja raun og getur sagt af heilum hug: ..Allt breytist i blessun um siðir." bannig kveöur sr. Valdimar gamla áriö og horfir hugglaöur fram til hins nýja. : Hvaö boöar nýárs... Og þar tekur Matthias við. Með honum leggjum vér upp i nýjan áfanga, þangað fylgir hann oss i sinum dýrðlega nýárssálmi! Hvað boöar nýárs blessuö sól? Ýmsir telja þennan sálm einn mesta gim- stein islenzkra truarljóöa. Og vissulega hafa þeir mikiö til sins máls. Hver getur lesiö hann, eba sungið, án þess að hrifast með af hinu einlæga trúartrausti, hinni hiklausu forstjonartrú. betta er sagt á svo skýru máli, sett fram i svo einföldum búningi, að hverju barni liggur þaö i augum uppi. Sá sannleikur aö hvar sem sólin skin, er sjálfur Guð að leita þin, hlýtur aö vekja hvern og einn til umhugsunar um þaö, aö hann er Gyðs barn, hans gæzku falinn, og ekkert þaö er til, hvorki á himni né jöröu, hvorki i nútið né framtið, sem getur gert oss viöskila við kærleika Guös eins og hann birtist i syni hans — Jesú Kristni drottni vorum. — betta er mikill og óvéfengjanleur fagnaðarboðskap- ur. Hann á erindi til vor allra, hvort sem vér göngum inn i nýja árið i vinahópi og velgengni eða er- um yfirgefin á kaldri braut ein- semdar og umkomuleysis. Yfir oss öllum vakir Guð i gæzku sinni og föðurlegum kærleika: 1 almáttugri hendi hans er hagur þessa kalda lands vor vagga, braut, vor byggö og gröf þótt búum við hin yztu höf. bað er mikill andans auður. sem vér tslendingár eigum i sálmum vorum og ýmsum fleiri skyldum ljóðum. bað er mikiö tjón, sem vér bfðum viö þaö, að meta ekki þennan fjársjóö að veröleikum, lesa þá i sálmabókinni, syngja þá viö guðsþjónusturar i kirkjunum. Flutt á 758 Tveir sálmar sinn hvorum megin við órainótin 738 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.