Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 30.12.1973, Blaðsíða 5
Séra Sigurður Einarsson: Egill Skallagrinisson Einar Benediktsson hefur kveðið nokkur sinna veigamestu og stór- brotnustu kvæða um islenzka menn, er hátt ber i sögu þjóðarinnar eða menn- ingu, eða voru svo stórbrotnir i gerð og geði, að persónuleiki þeirra hefur heillað hann. Hitt er og jafnljóst, að við samningu þessara kvæða hefur Einar jafnan annað og meira i huga, en það eitt að semja mannlýsingu, hversu snjöll og rismikil, sem hún kynni að verða. Hann skynjar þessa hugum- kæru einstaklinga sem þráð i voldug- um lifsvef, sér þá i örlagasamhengi, gerir ævi þeirra boðskap, lifsverk þeirra tákn. t mörgum þessara kvæða leitast hann og við að brjóta til mergj- ar dýpstu viðfangsefni anda sins, þrá- látustu spurningar hjartans og finna gild svör. f glimu sinni við þessa stór- brotnu persónuleika er Einar Bene- diktsson sjálfrátt og ósjálfrátt að leita að sjálfum sér, leita skýringa á sjálf- um sér um leið og hann skýrir þá, hasla sjáifum sér völl um leið og hann skipar þeim til rúms. Það er ómaksins vert að athuga hvenær á ævinni Einar fæst við þessi viðfangsefni, hverjir það eru sem athygli hans nemur staðar við og hvað þvi veldur. Vitur maður hefur látið svo um mælt. að allur skáldskap- ur væri ævisaga skáldsins sjálfs og er efalaust rétt frá vissu sjónarmiði. Það er ætlan min, að i þessum kvæðum Einars felist meira af persónuiýsingu hans og þroskasögu. eins og hann vildi sjálfur sagt hafa. en gaumur hefur verið gefinn. og ef til vill miklu meira en hann hefur stofnað til vitandi. Sjálft vai verkefnanna er ekki ómerkileg bending í þá átt. Heldur ekki það. hverjir urðu fyrir valinu hverju sinni. né hitt. á hvaða skeiði ævinnar við- fangsefni af þessu tagi urðu Einari Benediktssyni áleitnust. Ef fundin yrðu nokkurn veginn traust svör við þessum spurningum myndu þau til samans hafa ærna sögu að segja um Einar Benediktsson sjáifan. manninn og skáldið. — Aður en ráðizt er til athugunar á kvæði Einars um Egil Skallagrimsson þykir hlýða að hyggja nokkuð að þeim kvæðum. sem hér koma einkum til greina. Eigi er ætlunin að nefna hér til öll þau kvæði. sem Einar hefur ort um islenzka menn. og eru þau að vfirlögðu Sunnudagsblaö Tímans ráði skilin frá, sem varða foreldra hans, Benedikt Sveinsson og Katrinu Einarsdóttur, frændkonu hans Þor- björgu Sveinsdóttur, mihningakvæði og eftirmæli, sem ýmist er vitað um, eða ætla má, að hann haf ort beint fyr- ir tilmæli annarra manna, eða fyrir vináttu sakir. Þdu kvæðin, sem fróð- legt er að lita á i þessu sambandi, eru þau, sem hugur hans kaus sér að við- fangsefni. þegar hann skyggndist einn og óháður öllum annarlegum tillitum um viðáttu islenzkrar sögu, eins og þær blöstu honum við augum. Þá verð- ur það, að einstaka hrikalegur tindur, sem gnæfir einmana yfir flatneskjuna. gripur athygli hans fangna — menn, sem með einhverjum hætti gnæfa upp yfir mergð genginna kynslóða. Og kvæðið tekur að skapast i sál skálds- ins. Hverjir eru svo þeir menn. islenzkir, sem Einar Benediktsson kveður um? Þau kvæði. sem hér koma til greina, skulu nú talin i þeirri röð, sem þau birtust fyrst. Grettisbæli, um Gretti Ásmundarson, birtist fyrst i Sunnanfara 1891. Svartiskóli.um Sæmund Fróða, birtist fyrst i Þjóðólfi 21. mai 1909. Egill Skallagrimsson, birtist fyrst i Skirni 1913 Kórmakur, birtist fyrst i Skirni 1915 Snorraminni, um Snorra Sturluson, birtist fyrst i Þjóðstefnu 20. april 1916. Matthias Jochumsson, birtist fyrst i tsafold 9. febrúar 1921. Meistari Jfin.Um Jón biskup Vidalin. birtist fyrst i Timanum 20. desember 1924. Arfi Þorvalds, um mvndhöggvarann Bertel Thorvaldsen, birtist fyrst i Timanum 9. ágúst 1924. Kári Austmaðurjjm Kára Sölmundar- son. birtist fvrst i Iðunni 1926. Björn Gunnlaugsson, ort rétt fyrir jól 1928, birtist fyrst i Lesbók Morgunbl. 9. janúar 1929. Þetta eru alls 10 kvæði. Þau eru birt á árabilinu frá 1891 til 1929, eða tæpum 40 árum, en það má kalla, að sé nálega öll kveðskaparævi Einars Benedikts- sonar. Fyrsta ljóð hans birtist á prenti 1888. Það var Bréf til Þingvallafundar- ins IS88.Fyrir þann tima orti hann litið svo kunnugt sé, eða ekkert. Siðasta ijóðasafn hans, Hvammar, kom út 1930. Eftir það orti hann nálega ekki. Á milli þessa fyrsta ljóðs og siðasta ljóðasafns liggja 42 ár, milli kvæðanna um Gretti og Björn Gunnlaugsson 37 ár og reynsla heillar ævi, annað kveðið við upphaf skáldævi hitt á leiðarenda. En nú fer þvi viðs fjarri að þessi 10 kvæði dreifist jafnt yfir þetta timabil. t fyrstu ljóðabók Einars, sem kom út 1897, birtist aðeins eitt þeirra, Grettis- bæli. 1 Hafbliki, sem kom út 1906, er ekkert þeirra. t Hrönnum.sem komu út 1913, eru tvö þeirra, Svartiskóii og Egill Skallagrimsson. 1 Vogum, sem komu út 1921 eru þrjú, Kórmakur, Snorraminni og Matthias Jochumsson, i Hvömmum, sem komu út 1930, eru fjögur. Meistari Jón, Arfi Þorvalds, Kári Austmaður og Björn Gunnlaugs- son. En þetta segir ekki alla sögu. Ef talið er að kveðskaparævi Einars nái yfir rúm 40 ár, er ekki ómerkilegt að gefa þvi gaum, að helmingur þessara kvæða er ortur á siðasta áratug þess timabils og öll nema eitt á siðara helmingi kveðskaparævinnar. Yrkis- efni af þessu tagi hafa orðið áleitnari eftir þvi, sem leið á ævina, viðfangs- efnin. sem þau buðu heim knúið harð- ara á um úrlausnir. Og þegar þessar úrlausnir eru bornar saman, kemur i ljós, að niðurstöðurnar eru hvorki meira né minna en stórfengleg reikningsskil Einars sjálfs við sögu, land og þjóð, skilagrein skáldsins fyrir Sunnudagsblaðið birtir annan þátt úr ritverki séra Sigurðar Einarssonar um Einar Benediktsson og skáldskap hans. Þar er fjallað um kvæðið um Egil Skalla- grímsson, en meður þvi að ritgerðin er nokkuð löng fyrir lítið blað, birtist ekki nema fyrri hluti hennar i þessu blaði. Hér verður ekki fjölyrt um snilld séra Sigurðar, en ósvikið efni er þetta fyrir þá, sem unna islenzkum skáldskap. 741

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.