Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BRESKI blaðamaðurinn Peter Hounam, sem í samvinnu við Mord- echai Vanunu kom upp um kjarn- orkuáætlun Ísraela árið 1986, var rekinn úr landi í Ísrael í gær. Lögreglumenn fylgdu Hounam á Ben Gurion-flugvöll, skammt frá Tel Aviv, og þaðan fór hann í flugvél til Lundúna. Hounam var handtekinn á mið- vikudag en sleppt úr haldi á fimmtu- dagskvöld. Hann var grunaður um að hafa haft samband við Mordechai Vanunu, sem er óheimilt að ræða við útlendinga. Vanunu var látinn laus úr fangelsi í aprílmánuði eftir að hafa setið í varðhaldi frá árinu 1986. Þau skilyrði voru sett að hann ræddi ekki við útlendinga en Hounam greindi fyrstur fréttamanna frá uppljóstrun- um Vanunus árið 1986. Rekinn frá Ísrael Tel Aviv. AFP. ALÞJÓÐLEGT björgunarlið vinnur nú hörðum höndum að því að leita fólks í aurnum eftir tíu daga úrhell- isrigningar á eyjunni Hispaníólu og hafa nú um eitt þúsund lík fundist og hundraða er saknað. Tala látinna fer sífellt hækkandi. Staðfest manntjón er mun meira á Haítí, þar eru 1700 talin látin og yfir 300 í Dóminíska lýð- veldinu. Sameinuðu þjóðirnar og aðrar hjálparstofnanir reyna nú eftir fremsta megni að koma vatni, mat og sjúkrabirgðum til þeirra bæja sem urðu fyrir mestu tjóni í flóðunum. Talsmaður SÞ sagði í viðtali við Sky News sjónvarpsstöðina að það myndi taka margar vikur að stað- festa tölu látinna. Flóðin hafa lamað vegakerfi eyj- unnar að miklu leyti og því er aðeins hægt að nálgast ákveðin svæði með þyrlum en vonskuveður hefur haml- að þeim för. Enn rignir á svæðinu. Fjöldagrafir hafa verið teknar í bænum Jimani í Dóminíska lýðveldinu þar sem heilu fjölskyldurnar fórust og því engir ættingjar á lífi til að vitja hinna látnu. Flóðin á Hispaníólu eru einhverjar mestu náttúruhamfarir sem orðið hafa í Karíbahafi. Líklegt talið að 2.000 hafi farist Alþjóðlegt björgunarlið leitar fólks við skelfilegar aðstæður á Hispaníólu Port-Au-Prince, Santo Domingo. AFP. RÍKASTI maður Rússlands, Mikhaíl Khodorkovskíj, leiddur í handjárnum út úr réttarsal í Moskvu í gær, en hann á yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm fyrir meint skattsvik. Réttarhöldin í málinu eru talin munu standa í nokkra mánuði, en í gær var þeim frestað til 8. júní. Khodorkovskíj er 41 árs milljarðamæringur, stofnandi stærsta olíufélags Rúss- lands, Yukos. Hann er ákærður fyrir að hafa svikist um greiðslur á milljörðum króna í opinbera sjóði, en sjálfur segir hann, að ákærurnar séu liður í herferð ríkisstjórnar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta gegn sér. Reuters Khodorkovskíj fyrir rétti FYRRUM einræðisherra Chile, Augusto Pinochet, var í gær sviptur friðhelgi af áfrýjunarrétti í Santiago, höfuðborg Chile, sem gerir að verk- um að nú er hægt að sækja hann til saka fyrir chileskum dómstólum. Pinochet var einráður í Chile frá 1973 til 1990 er hann lagði niður völd með skilyrðum, sem hann setti sjálf- ur og tryggðu honum friðhelgi. Undrun og gleði greip um sig meðal viðstaddra í áfrýjunarréttin- um þegar úrskurðurinn var kveðinn upp, skv. frétt á vef breska ríkisút- varpsins BBC. Pinochet kom á fót öryggislög- reglunni illræmdu, DINA, sem falið var að leita uppi og uppræta and- stæðinga herforingjastjórnarinnar í Chile. Það var síðan að frumkvæði yfirmanns DINA, Manuel Contrer- as, sem „Condor-áætluninni“ var hrint af stokkunum en hún kvað á um samstarf herforingjastjórna í Rómönsku-Ameríku í því skyni að sigrast á andstæðingum sínum með kúgunum, mannránum, pyntingum og morðum. Pinochet var handtekinn í Bret- landi árið 1998 að beiðni spænskra yfirvalda, var fluttur til Spánar en síðan sleppt tveimur árum síðar þar sem hann þótti of heilsutæpur fyrir réttarhöld. Einu ári síðar var hann svo settur í stofufangelsi í Chile en hæstiréttur landsins taldi hann van- hæfan sökum elliglapa til þess að svara fyrir ásakanir um morð og mannrán. Líklegt þykir að lögfræðingar Pin- ochet reyni að fá mál hans fellt niður fyrir hæstarétti Chile með þeim rök- um að hann þjáist af vitglöpum, en langt sjónvarpsviðtal við Pinochet sem birtist á bandarískri sjónvarps- stöð gæti orðið til þess að hæstarétt- ardómarar dæmdu hann hæfan til réttarhalda. Einræðisherrann fyrr- verandi er orðinn 88 ára gamall og hefur fengið þrjú væg hjartaáföll auk þess að þjást af sykursýki og gigt. Reuters Chilebúi fagnar friðhelgisviptingu Pinochet fyrir utan réttinn í Santiago. Pinochet tapar friðhelginni FIMMTUGUR Ástrali, sem snerist til íslamstrúar, var í gær fundinn sek- ur um að hafa lagt á ráðin um sprengjuárás á sendiráð Ísraels í Canberra. Er hann fyrsti Ástralinn sem dæmdur er samkvæmt hertum lögum gegn hryðjuverkastarfsemi. Jack Roche, sem fæddist í Bret- landi, hélt fram sakleysi sínu þegar réttarhöldin í máli hans hófust 17. maí. Hann játaði hins vegar sekt sína áður en réttarhöldunum lauk í gær. Roche á yfir höfði sér 25 ára fang- elsi samkvæmt lögum sem voru hert eftir hryðjuverkin á indónesísku eyj- unni Balí í október 2002. 202 biðu þá bana, þeirra á meðal 88 Ástralar. Segir bin Laden mjög viðkunnanlegan Roche kvaðst hafa fengið þjálfun í hryðjuverkum, fylgst með hugsan- legum skotmörkum í Ástralíu og reynt án árangurs að fá fylgismenn íslamskra öfgahreyfinga til að fremja hryðjuverk í landinu. Hann játaði aðild að íslömsku hreyfingunni Jemaah Islamiyah í Suðaustur-Asíu. Hann sagði að ind- ónesíski klerkurinn Abu Bakar Bash- ir, sem hann taldi leiðtoga hreyfing- arinnar, hefði skipað honum að hætta við árásina á sendiráð Ísraels. Roche kvaðst hafa snúist til ísl- amstrúar á síðasta áratug og farið í þjálfunarbúðir í Afganistan árið 2000. Þar hitti hann Osama bin Laden, leið- toga al-Qaeda. „Hann var mjög viðkunnanlegur maður, en ég hitti hann aðeins í stutta stund, rétt fyrir utan Kandahar,“ sagði Roche fyrir réttinum. „Ég á við að þetta fólk var mjög viðkunnan- legt … það virðist undarlegt að segja þetta.“ Játaði að hafa skipu- lagt hryðjuverk Fyrsti Ástralinn sem dæmdur er samkvæmt hertum lögum um hryðjuverk á yfir höfði sér 25 ára fangelsi Perth. AFP. UMBERTO Agnelli, stjórnarfor- maður ítalska stórfyrirtækisins Fiat, lést aðfaranótt föstudags. Hann var 69 ára. Krabbamein dró hann til dauða. Agnelli tók við stjórn Fiat í febrúar í fyrra af Paolo Frescore en fyrirtækið hefur átt við mikla fjárhagserfiðleika að etja. Agnelli stýrði áður eignarhalds- félögum fjölskyldu sinnar, IFI og IFIL, sem eru stærstu hluthafar í Fiat. Hann hafði einnig áður gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Fiat-samsteypunnar og var m.a. um tíma forstjóri bílafram- leiðslu Fiat. Yngri bóðir „Giannis“ Talið er að við fráfall Agnellis kunni tök Agnelli-fjölskyldunnar á fyrirtækinu að linast. Fjölskyld- an stofnaði Fiat fyrir rúmri öld. Eldri bóðir Agnellis, Giov- anni eða „Gianni“, var lengstum andlit Fiat-fyrirtækis- ins, sem hann stýrði áratug- um saman. „Gianni“ Agn- elli var 13 árum eldri en Umberto og lést árið 2003. Gengi hlutabréfa Fiat hækkaði um 2,86% á markaði í Mílanó í morgun þegar fréttir bárust af andláti Agnellis. Fyrir hálfum mánuði tilkynnti Fiat að tap á rekstrinum fyrstu þrjá mánuði ársins hefði numið 158 milljónum evra en á sama tímabili í fyrra var tapið 342 millj- ónir evra, um 30 milljarðar króna. Agnelli látinn Mílanó. AFP. Umberto Agnelli ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.