Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.06.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við erum komnir til að ganga frá starfslokasamningnum. Landnámsdagur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Á þjóðlegum nótum Á morgun verðurhaldinn hátíðlegur ífyrsta sinn svokall- aður Landnámsdagur í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Að sögn Ingunnar Guðmundsdóttur, sveitar- stjóra Skeiða- og Gnúp- verjahrepps, verður boðið upp á fjölbreytta skemmti- dagskrá fyrir alla fjölskyld- una í tilefni dagsins þar sem þjóðlegt yfirbragð verður í fyrirrúmi. Hún segir jafnframt hluta af Skeiða- og Gnúpverja- hreppi vel varðveitt leynd- armál sem heimamenn hyggjast opinbera almenn- ingi – Hvað er Landnámsdag- urinn? Landnámsdagurinn er hátíð sem við höldum til að vekja athygli á mannlífi, sögu og náttúru Skeiða- og Gnúpverja- hrepps. Hátíðarhöldin tengjast al- þjóðlegu verkefni, Destination Vik- ing Sagaland sem hreppurinn er aðili að. Dagurinn verður nokkuð frábrugðinn öðrum slíkum viðburða- dögum þar sem dagskráin verður á þjóðlegum nótum. Reikna má með að einhverjir af heimamönnum verði í víkingaklæðum á landnámsdaginn því meðal þess sem gert var í að- dragandanum var að kynna klæða- gerð víkinga. – Hvaða verkefni er Destination Viking Sagaland? Skeiða- og Gnúpverjahreppur er aðili að alþjóðlegu verkefni sem gengur undir þessu heiti og er styrkt af Evrópusambandinu. Aðilar að verkefninu eru 18 frá 8 löndum og sameina þeir krafta sína við að móta hugmyndir sem nýta má við menningartengda ferðaþjónustu. Meginviðfangsefnið er menning og saga víkinganna og áhersla lögð á að tengja söguna við landið og miðla henni. Svo skemmtilega vill til að árið 2000 komu nokkrir Norðmenn í heimsókn til Ólafsvalla á Skeiðum í þeim erindagjörðum að leita uppi landnám víkings sem talinn er hafa siglt frá þeirra heimaslóð, Borg í Lofot. Sú heimsókn hefur leitt af sér vináttusamning Skeiða- og Gnúpverjahrepps við sveitarfélag í Lofot sem verður undirritaður af oddvita okkar Aðalsteini Guðmunds- syni nú um Jónsmessuna en auk hans mun hópur sveitunga heim- sækja uppeldisstöðvar Ólafs tvenn- umbrúna en svo hét landnámsmað- urinn. Á Borg í Lofot eru miklar minjar frá söguöld og stórkostlegt sýningarsvæði því tengt, Víkinga- safnið að Borg er einmitt aðili að verkefninu Destination Viking Saga- land. – Hverjar eru aðaláherslurnar í hátíðardagskránni? Aðaláherslan er á útivist, menn- ingu og sögu. Nautgriparæktarfélag Gnúpverja er 100 ára um þessar mundir og verður af því tilefni opið hús í fjósinu í Þrándarholti sem er þannig útbúið að kýrnar ákveða sjálfar hvenær þær eru mjólkaðar. Til sýnis verða minnsta og stærsta kýrin, fallegir kálfar til að klappa og í boði verður að smakka ískalda mjólk jafnt sem spenvolga. Fornleifa- vernd ríkisins verður með opið hús og leiðsögn í bænum Stöng sem er minjar um byggð á söguöld. Í Gjánni, þeirri einstöku náttúruperlu, syngja félagar úr Karlakór Hreppamanna og Vörðu- vinafélagið mun kenna gestum vörðuhleðslu. Þá verður í boði létt skógarganga sem hentar ungum sem öldnum í Þjórsárdal og einn- ig gönguferð undir leiðsögn Sig- þrúðar Jónsdóttur náttúrufræð- ings frá Gjánni á Skeljafell og að Þjóðveldisbæ. Við Þjóðveldisbæ- inn verður sýnd glíma, Skugga- Sveinn mun eiga orð við gesti og sr. Axel Árnason mun hafa stutt- ar helgistundir í kirkjunni við þjóðveldisbæinn. Í félagsheim- ilinu Árnesi verða til sýnis ný- gerð kort með örnefnum í Gnúp- verjahreppi og einnig vinnslutillögur að aðalskipulagi fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Þorgrímur Gestsson rithöfundur mun segja frá bók sinni Ferð um fornar sögur. Noregsferð í fót- spor Snorra Sturlusonar. Um kvöldið verður svo dansleikur í Árnesi með hljómsveitinni Karma. Landsvirkjun verður með opið hús í Hrauneyjum og Sultartanga en í Sultartangastöð verður boðið uppá sýninguna Andlit Þjórsdæla – mannlíf fyrr og nú. Hér má finna náttúruperlur eins og Háafoss, Hjálparfoss og Gjána svo ekki sé nú minnst á Þjórsárdalinn. Margir heima- manna hafa sýnt áhuga á að gera daginn eftirminnilegan. Þannig verður opið hús í fjallaskálanum Hólaskógi og opið í Kertasmiðj- unni í Brautarholti. Verslunin Árborg í Árnesi verður með landnámstilboð, Hótel Hekla hef- ur á boðstólum þríréttaðan land- námskvöldverð. Þrjár sundlaugar eru í hreppnum og þær verða all- ar opnar og til að ögra öllum þjóðlegheitunum verðurð Nýi pizzavagninn á ferð- inni. Tilgangurinn með hátíðahöldunum er fyrst og fremst að laða til okkar gesti. – Hverjum eru há- tíðahöldin ætluð? Við vonum að bæði heimamenn og gestir muni njóta dagsins með okkur. Allir aldurshópar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og tilvalið að fara í bíltúr út úr bænum og velja svo það sem hentar hverj- um og einum. Miðað við útlitið í dag þá getum við lofað góðu veðri. Ingunn Guðmundsdóttir  Ingunn Guðmundsdóttir er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúp- verjahrepps. Ingunn Guð- mundsdóttir er fædd árið 1957 á Selfossi og uppalin þar. Hún er með verslunarpróf úr gagn- fræðaskólanum á Selfossi og próf frá Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands í op- inberri stjórnsýslu og stjórnun. Vel varðveitt leyndarmál sem heima- menn hyggj- ast opinbera almenningi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.