Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á sunnudaginn kemur lýkur mikilli sjón- varpsveislu, sem stór hluti landsmanna hefur tekið þátt í að undanförnu – börn sem eldra fólk, konur sem karlar. Lokaleikur Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu fer fram í Lissabon á sunnudaginn. Það eru margir þeirrar skoðunar að Evr- ópukeppnin hafi verið tímasett á hárréttum tíma fyrir stóran hluta Íslendinga, sem urðu þar með blessunarlega lausir við stöðugar umræður um synjunarrétt forseta Íslands, þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðla- frumvarpið og forsetakosn- ingar. Með því að horfa á spennandi knattspyrnu- leiki dag eftir dag losnuðu menn við að horfa upp á svonefnda álits- gjafa koma fram í hverjum þætt- inum á fætur öðrum í sjónvarpi, til að túlka sínar skoðanir á málum. Það getur enginn lokað aug- unum fyrir því að EM veitti lands- mönnum mikla skemmtun – miklu meiri en álitsgjafarnir, sem segja þetta í dag og annað á morgun, eftir því hvað þeim hentar hverju sinni. Einn þeirra skrifaði grein fyrir forsetakosningarnar og sagði að það væri tap fyrir Ólaf Ragnar Grímsson ef þetta margir skiluðu auðu og þetta margir myndu ekki kjósa. Þegar það gekk eftir kom annað hljóð í strokkinn – Ólafur Ragnar stóð uppi sem glæsilegur sigurvegari. Farið var í smiðju fyrrverandi for- manns Alþýðubandalagsins, Ólafs Ragnars, sem hefur lengi verið þekktur fyrir að snúa stað- reyndum við, ef það hentaði hon- um betur. Það gerði hann enn og aftur strax eftir kosningarnar. Já, sumir breytast aldrei. David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, hefur ekki verið allra á Bretlandseyjum og víðar, enda hefur kappinn oft verið meira í sviðsljósinu utan vallar en inni á vellinum. Menn hafa ekki gleymt því er hann var rekinn af leikvelli í leik gegn Argentínu í heimsmeist- arakeppninni í Frakklandi 1998 – fyrir að sparka viljandi í mót- herja. Englendingar töpuðu – voru sendir heim! Menn hafa ekki gleymt því er hann stökk frá knettinum í leik gegn Brasilíu í leik í heimsmeist- arakeppninni í Suður-Kóreu og Japan 2002. Brasilíumenn brunuðu eftir það fram og skor- uðu. Englendingar töpuðu – voru sendir heim! Menn hafa ekki gleymt víta- spyrnu Beckhams í víta- spyrnukeppni gegn Portúgal í Evrópuleik í Lissabon á dög- unum. Englendingar töpuðu – voru sendir heim! Beckham lék ekki vel á EM og fyrirliðinn sást varla í leiknum gegn Portúgal. Þessi hæfileikaríki leikmaður hefur verið á villigötum síðustu ár og hefur oftar en ekki verið á forsíðum dagblaða og í fréttum í ljósvakamiðlum fyrir annað en að sýna listir sínar á leikvellinum. Margir eru þeir sem telja að þegar fór að halla undan fæti hjá Beckham á knatt- spyrnuvellinum með Real Madrid sl. vetur hafi markaðsráðgjafar tekið til sinna ráða – sett á svið framhjáhald kappans. Ekki eitt, heldur tvö, til að hann væri áfram í sviðsljósinu í fjölmiðlum. Mark- aðssetningin heppnaðist full- komlega og Beckham og frú héldu áfram að vera í sviðsljósinu og peningar héldu áfram að streyma inn í sjóði þeirra, þar sem hinar ýmsu Beckhamvörur seldust meira en áður. Þegar Beckham var gagn- rýndur fyrir slaka frammistöðu á EM og fjölmiðlar í Englandi veltu fyrir sér hvort annar leikmaður ætti að taka við fyrirliðabandinu af Beckham sagði hann: „Ég er fyrirliði Englands og ætla mér að vera það áfram. Ég mun svara gagnrýni fjölmiðla eins og ég geri best – á fótboltavellinum.“ Það er ekki annað að sjá af þessum ummælum en að dóm- greindarleysi Beckhams sé al- gjört. Hann var gagnrýndur eftir HM 1998, eftir HM 2002 og nú eftir EM 2004 og hann segist ætla að svara gagnrýni á knatt- spyrnuvellinum. Hefur hann gert það að undanförnu? David Beckham á, eins og Ólaf- ur Ragnar Grímsson, erfitt verk- efni fyrir höndum. Þeir þurfa báð- ir að vinna traust stórs hluta þjóðar sinnar, sem hefur ekki sætt sig við framgöngu þeirra inn- an sem utan vallar. Það verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur að höndla það vandasama verk. Þeir geta ekki haldið áfram að benda á aðra – skellt skuldinni á aðra, eins og Beckham kenndi fjölmiðlum og Real Madrid um hvað hann væri illa upplagður og Ólafur Ragnar kenndi Morg- unblaðinu um hvað hann fékk slæma kosningu. Því miður er Evrópukeppnin að verða búin, þannig að álitsgjaf- arnir fara að koma aftur út úr skotgröfunum. Evrópukeppnin í knattspyrnu hefur létt mönnum lund. Beinar útsendingar frá leikjum á EM hafa haft áhrif á ýmsa mannfagnaði víðs vegar um land á undanförnum dögum. Mikla athygli vakti á frumsýningu söngleiksins Fame í Vetrargarði Smáralindar að ekki var hægt að hefja síðari hluta sýningarinnar fyrr en sýningargestir höfðu fylgst með framlengingu á leik Englands og Portúgals – og víta- spyrnukeppninni – í sjónvarpi. Knattspyrnan heillar, enda vin- sælasta íþróttagrein heims. Margir hafa haft horn í síðu íþrótta í sjónvarpi – vegna þess að þeir geta ekki horft á fréttir á ákveðnum tímum. Það eru oft menn sem skynja ekki að beinar útsendingar eru sýningar frá líf- inu eins og það gerist í heiminum á þeirri stundu. Nú geta þeir farið að taka gleði sína á ný og farið að hlusta á álitsgjafana fara að kepp- ast við að túlka „glæsilegan“ sigur Ólafs Ragnars. Dóm- greind David Beckham á, eins og Ólafur Ragn- ar Grímsson, erfitt verkefni fyrir hönd- um. Þeir þurfa báðir að vinna traust stórs hluta þjóðar sinnar, sem hefur ekki sætt sig við framgöngu þeirra innan sem utan vallar. VIÐHORF eftir Sigmund Ó. Steinarsson sos@mbl.is ✝ Hulda Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 16. maí 1917. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir, f. 8.11. 1888 á Ísafirði, d. 27.10. 1958, og Guð- mundur Vigfús Þor- kelsson, f. 28.6. 1882 í Lambadal í Dýrafirði, d. 3.11. 1921. Hulda var sjötta barn Hólmfríðar en hún eignaðist alls þrettán börn. Systkini Huldu eru: Ragnar Þ. Guðmundsson, f. 7.12. 1908, d. 19.3. 1969; Jón G. Sólnes, f. 30.9. 1910, d. 8.6. 1986; Áróra Guðmundsdóttir, f. 4.7. 1912, d. 27.4. 1990; Jens G. Guðmunds- son, f. 27.3. 1914, d. 1955; Garð- ar Guðmundsson, f. 9.1. 1916; Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 24.2. 1919, d. 3.4. 2002; Ásthild- ur Sigurgísladóttir, f. 30.7. 1923; Hrefna Sigurgísladóttir, f. 17.3. 1925; Guðný Sigurgísla- dóttir, f. 4.12. 1926; Hrafnkell Sigurgíslason, f. 15.12. 1927, d. 12.9. 1929; Sigríður K. Sigur- gísladóttir, f. 6.6. 1929, d. 18.3. 1997, og Hrafnhildur G. Sigur- gísladóttir, f. 8.7. 1930. Hulda fæddist í Reykjavík en var tekin í fóstur sem lítið barn af frændfólki sínu sem reyndist henni mjög vel. Ólst hún upp í Dýrafirði og síðan Önundar- firði. Eftir barnaskóla fór hún til náms í héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði. Ung kona flyst hún síðan til Reykjavíkur og ræðst í vist hjá bróður sínum Ragnari og konu hans. Fljótlega kynnist hún lífs- förunaut sínum, Árna Árnasyni bif- reiðasmið frá Sáms- stöðum í Fljótshlíð. Hann var sonur hjónanna Þórunnar Jónsdóttur og Árna Árnasonar, bónda á Sámsstöðum. Börn Huldu og Árna eru: 1) Gígja, f. 15.1. 1938, maki Rúnar Sveinsson. Börn þeirra: Elfar, maki Hólmfríður Karlsdóttir. Harpa, maki Eng- ilbert Sigurðsson. Árni Már, maki Freydís Sif Ólafsdóttir. 2) Þórunn, f. 22.3. 1942, maki Þór- ir Lárusson. Börn þeirra: Arnar, maki Selma Árnadóttir. Inga Lára, maki Mínerva Alfreðsdótt- ir. Hulda, maki Óskar Þór Ax- elsson. 3) Árni Þór, f. 12.11. 1947, maki Lísbet Sveinsdóttir. Börn þeirra: Hjördís, unnusti Ragnar Þórisson, Þórdís Hulda. Sonur Lísbetar og fóstursonur Árna Þórs er Sveinn Þórir og dóttir Árna Þórs er Una Mar- grét. 4) Guðmundur, f. 2.3. 1953, maki Margrét Jónsdóttir, barn þeirra Móheiður. Barnabarna- börnin eru 13. Auk húsmóðurstarfsins vann Hulda tímabundið við verslunar- og þjónustustörf. Hún sótti fjöl- mörg námskeið, m.a. í tungu- málum og ferðamálafræðum. Til margra ára vann hún við félagsmiðstöðvar aldraðra í sjálfboðavinnu og hin síðari ár naut hún sjálf þess félagsstarfs sem þar er í boði. Útför Huldu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín, elsku besta mamma mín. Það eru mikil vatnaskil í lífi hverrar fjölskyldu þegar seinna foreldrið fellur frá. Æskuheimilið, sem kann að hafa færst úr stað í gegnum tíðina, er skyndilega ekki lengur til staðar. Þetta akkeri og haldreipi sem alltaf hefur mátt grípa í er ekki lengur fyrir hendi. Dyrnar að heimili foreldranna standa börnunum yfirleitt opnar að nóttu sem degi og í tilfelli móð- ur minnar voru móttökurnar ætíð hlýjar og innilegar og nægur tími til að hlúa að gestinum. Þegar kom að kveðjustund var það fastur liður að mamma fylgd- ist með stráknum sínum úr glugg- anum í Hraunbænum, veifaði – og þar sem oft var um langferð að ræða, hringdi um það leyti sem hún átti von á að stráksi hefði skil- að sér heim. Þetta með hinn opna móðurfaðm og þessar opnu dyr að heimili foreldranna hefur lengi verið mér hugleikið vegna reynslu sem ég varð fyrir fyrir mörgum árum. Ég dvaldi eitt ár sem ungur maður í fjarlægri heimsálfu. Ég bjó hjá góðu fólki en varð fyrir því að gista á rútubílastöðinni í Sao Paulo í Brasilíu á sjálfa jóla- nóttina vegna verkfalls. Til að stytta mér stundir reikaði ég um nálægar götur. Víðast var ljós í gluggum og sums staðar glatt á hjalla. Þar sem ég gekk framhjá hverju húsinu af öðru laukst upp fyrir mér með áþreifanlegum hætti að af öllum heimsins dyrum væru aðeins einar sem stæðu mér skil- yrðislaust opnar hvenær sem ég þyrfti á að halda. Þetta var mjög sterk tilfinning því ég var þarna bæði svangur og auralaus á leið til gestgjafa minna eftir langt og strangt ferðalag um þvera og endi- langa Brasilíu. Í einni svipan tók ég út mikinn þroska og haft var eftir móður minni að sveinninn sem kom til baka hefði kunnað mun betur að meta það sem fyrir hann var gert en sá sem hleypti heimdraganum ári áður. Elsku mamma mín, ég, Móa og Margrét kveðjum þig með ólýs- anlegum trega. Þú varst frábær- lega áreiðanlegur og traustur vin- ur og svo heiðarleg að öðru eins hef ég ekki kynnst. Ég veit þú kærir þig ekkert um lofræður og hlífi þér við því en mun reyna að halda minningu þinni á lofti með því vonandi að verða ögn og heil- steyptari og betri maður í framtíð- inni – ekki veitir af. Góður guð geymi þig, elsku mamma mín. Þinn sonur, Guðmundur Árnason. Ég minnist margs af elskulegri ömmu minni og nöfnu. Minning- arnar eru þó allar í einni bendu og alls ekki svo að einhver „mikilvæg augnablik“ standi mér skýrast fyr- ir hugskotssjónum. Ég man til dæmis mjög greini- lega eftir því að hafa setið sem barn og skoðað með henni forláta vísnagátubók. Mér þótti bókin til- komumikil og jafnframt verulega torskilin. Öllu tilkomumeira þótti mér þó hvernig ömmu tókst að ráða allar gáturnar. Getspeki ömmu kom mér þó ekki á óvart enda var það mín bjargfasta trú að hún væri einstaklega fróð. Ég man líka að ég var þess full- viss að amma hlyti að vera ein heppnasta kona í heimi í ljósi þess að hún ynni alltaf í bingó! Það var því mikill spenningur þegar ég fékk eitt sinn að fara með til að spila. Vonbrigðin voru jafnframt mikil þegar við komum tómhentar út og amma reyndi að útskýra fyr- ir mér að það væri nú á einhverj- um misskilningi byggt að hún ynni í hvert sinn. Þó að þetta með heppnina væri ekki alveg á rökum reist var trú mín á víðtækri þekkingu ömmu byggð á sterkari grunni. Þegar ég fór að vitkast og hafa áhuga á al- vöruþrungnari málum en bingó uppgötvaði ég að það var sama hvar okkur bar niður í sögu Ís- lands og bókmenntum, amma var þar á heimavelli. En sú minning sem mun þó líklega fylgja mér lengst eru frjálslyndar en um leið raunsæjar skoðanir hennar á lífinu og tilverunni. Það brást ekki að hún kom með ný og áhugaverð sjónarhorn á mál- efnum eins og dauðanum, ástinni og stjórnmálum. Sjónarhorn sem ég í ungæðishætti mínum hafði ekki komið auga á, en hljómuðu svo rétt um leið og ég heyrði þau. Síðasta minningin sem ég á af ömmu er mér sérlega verðmæt. Síðast þegar ég var á Íslandi fór- um við út að borða í hádeginu. Við sátum lengi og fílósóferuðum þetta hádegið og man ég vel að ég hugs- aði enn og aftur hvað ég ætti nú merkilega ömmu og vonaði í laumi að ég bæri gæfu til þess að eldast jafn vel og hún. Ekki óraði mig fyrir því að þetta yrði í síðasta sinn sem við sætum að spjalli. Ég kveð elskulega ömmu mína með ljóði eftir nöfnu okkar, skáld- konuna Huldu, en ljóðið nær á undraverðan hátt að fanga ýmis- legt það sem við tvær höfum rætt í gegnum árin. Sjá, ljósið það fölnar og líður á braut og lífið sér hallar í friðarins skaut, en andi minn flögrar sem fugl yfir sjó er flugþreyttur hvarflar og leitar að ró þegar dagur dvín. (Hulda.) Hulda Þórisdóttir. Minningarnar streyma fram, nú þegar ég hugsa til hennar ömmu minnar sem við kveðjum í dag. Ég átta mig á því að margar þeirra eru þær elstu sem ég geymi í huga mínum. Ég naut þeirrar gæfu að vera elsta barnabarn ömmu Huldu og afa Árna og því fylgdu ýmis for- réttindi. Mitt fyrsta heimili var í risinu í Blönduhlíðinni, en þar átti ég eftir að verða tíður gestur í mörg ár. Ég rifja upp allar gisti- næturnar í Hlíðunum, þar sem amma eldaði uppáhaldsmatinn minn, kótilettur í raspi. Í ófá skipti fórum við saman á bingó, fé- lagsvist eða fundum okkur kaffi- hlaðborð. Þannig sameinuðum við áhuga minn á sætabrauði og áhuga ömmu á spilamennsku. Alltaf fór- um við brosandi heim, ég vel sadd- ur og stoltur af ömmu, sem vann hreint ótrúlega oft til verðlauna. Sjö ára fór ég með ömmu í þriggja vikna ferð á æskustöðvar hennar á Flateyri, þar sem við dvöldum hjá Gunnu fóstru hennar. Svo vel fór á með okkur ömmu, að til þess að lengja ferðalagið okkar kaus ég að fresta fyrstu flugferð- inni minni og taka frekar rútuna heim. Þrátt fyrir stutta skólagöngu var amma ótrúlega fróð. Hún kunni allar vísur, kvæði og ljóð. Hún kunni góð skil á íslenskum skáldverkum, var sérfræðingur í Íslendingasögunum og vel að sér í tónlist. Oft var hringt í ömmu til þess að fá botn í vísu eða vissu um höfund. Gaman var að hlusta á spurningakeppnir í útvarpi eða sjónvarpi með ömmu því hún gat svarað ótrúlegustu spurningum. Enda fór það svo að hún tók þátt í spurningakeppni eldri borgara og vann þar til verðlauna. Amma hafði yndi af því að ferðast bæði HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.