Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 30
FRÉTTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Lagerstarfsmaður Staða lagerstarfsmanns er laus í Rúmfata- lagernum, Holtagörðum. Uppl. á staðnum. Kennsla í heilbrigðisgreinum Kennara vantar í heila stöðu í heilbrigðisgrein- um frá og með 1. ágúst næstkomandi. Um er að ræða fjölbreytt starf í Heilbrigðisskól- anum þar sem nemendum fjölgar ár frá ári. Laun skv. kjarasamningum KÍ og fjármálaráðu- neytisins. Nauðsynleg menntun er BS próf í hjúkrunar- fræði og kennsluréttindi. Brýnt er að ráða hið fyrsta í stöðuna þar sem töflugerð stendur nú yfir og því er umsóknarfrestur einungis til 6. júlí. Umsókn skal senda til Fjölbrautaskólans við Ármúla, 108 Reykjavík, merkt umsókn, og berist til skólameistara. Öllum umsækjendum verður svarað skriflega. Nánari upplýsingar veita Guðrún Hildur Ragn- arsdóttir í síma 555 4058 eða 893 8186, ghr@fa.is, eða undirritaður í síma 861 6715, solvi@fa.is . Í Heilbrigðisskólanum eru sex námsbrautir, lyfjatækna-, læknaritara-, nudd-, sjúkraliða- og tanntæknabraut og námsbraut fyrir nuddara. Hver braut hefur sínar sérgreinar, en ýmsar heilbrigðisgreinar eru sameiginlegar öllum brautunum. Árlega eru brautskráðir um 60 manns úr Heilbrigðisskólanum. Skólameistari. AKUREYRARBÆR Skóladeild, Glerárgötu 26, 600 Akureyri Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi/ kennari Laus er til umsóknar ein staða þroskaþjálfa/iðjuþjálfa/ kennara í sérdeild fyrir einhverf börn í Síðuskóla. Upplýsingar um starfið veitir Ólafur B. Thoroddsen í síma 462 2588. Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri í Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Akureyrarbæjar www. akureyri .is Umsóknarfrestur er til 15. júlí 2004. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Sparisjóðsstjóri Staða sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hólahrepps, Sauðárkróki, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 12. júlí 2004. Umsóknir sendist til formanns stjórnar í pósti, Magnús D. Brandsson, Aðalgötu 14, 625 Ólafs- firði, eða á póstfangið magnus@spol.is . Formaður stjórnar gefur upplýsingar um starfið í síma 894 5342. Stjórn Sparisjóðs Hólahrepps. R A Ð A U G L Ý S I N G A R NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð sem hér segir: Austurgata 4, Hofsósi, þingl. eign Lúðvíks Bjarnasonar, verður háð á eigninni sjálfri þriðjudaginn 6. júlí 2004 kl. 10.00. Gerðarbeiðandi er Sveitarfélagið Skagafjörður. Austurgata 6, Hofsósi, þingl. eign Lúðvíks Bjarnasonar, verður háð á eigninni sjálfri þriðjudaginn 6. júlí 2004 kl. 10.15. Gerðarbeiðendur eru Vátryggingafélag Íslands hf. og Sveitarfélagið Skagafjörður. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 29. júní 2004. Ríkarður Másson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hólavegur 4, fastanr. 213-0415, þingl. eig. Ómar Geirsson, gerðar- beiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 5. júlí 2004 kl. 13:00. Hvanneyrarbraut 60, 02-0202, fastanr. 213-0559, þingl. eig. Hreiðar Þór Jóhannsson, gerðarbeiðandi Endurskoðun Norðurlands hf., mánudaginn 5. júlí 2004 kl. 13:15. Lindargata 22B, 01-0101, fastanr. 213-0734, þingl. eig. Jóhann Friðfinn- ur Sigurðsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Siglufirði, mánudag- inn 5. júlí 2004 kl. 13:30. Túngata 12, fastanr. 213-0961, þingl. eig. Hans Ragnar Ragnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 5. júlí 2004 kl. 14:25. Vetrarbraut 17b, 02-0101, fastanr.213-1019, þingl. eig. Gylfi Pálsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun, sýslumaðurinn á Siglufirði og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, mánudaginn 5. júlí 2004 kl. 14:25. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 29. júní 2004. Guðgeir Eyjólfsson. TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð KKM-01 Uppgjörsbúnaður „Energy Data Management System“ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í hugbúnað til leiðréttinga og uppgjörs á afl- og orkugögnum í samræmi við útboðsgögn KKM-01, Energy Data Management System. Verklok eru 15. desember nk. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 30. júní 2004 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 2.000 fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 21. júlí 2004 þar sem þau verða opnuð og lesin upp að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboð KGN-02 Eldingavarar Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í framleiðslu á 145 kV eldingavörum í samræmi við útboðsgögn KGN-02, Eldingavarar. Verkið felst í hönnun og framleiðslu á 3 stk. af ofangreindum jarðstrengjum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 30. júní 2004 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1.000 fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn 14. júlí 2004 þar sem þau verða opnuð og lesin upp að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboð KGN-01 Jarðstrengur Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í framleiðslu á 145 kV XLPE einleiðara jarð- streng í samræmi við útboðsgögn KGN-01, Jarðstrengir. Verkið felst í hönnun og framleiðslu á 3x 640 m af ofangreindum jarðstrengjum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 30. júní 2004 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1.000 fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, innkaupadeild, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 14. júlí 2004 þar sem þau verða opnuð og lesin upp að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12.Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. SKÓGURINN við Snæfoksstaði í Grímsnesi hefur verið opnaður og er það liður í verkefninu „Opinn skógur“, samstarfsverkefni skóg- ræktarfélaganna, Olís og Alcan á Íslandi. Markmiðið er að opna skóga landsins fyrir almenningi. Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra opnaði skóginn með því að saga í sundur ösp sem lögð var þvert á stíginn inn í skóginn. Þetta gerði Siv með öflugri mótorsög, íklædd hjálmi og öðrum nauðsyn- legum öryggisbúnaði. Opinn skógur í Grímsnesi Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson Siv Friðleifsdóttir opnaði skóginn með táknrænum hætti. ÓLAFUR F. Magnússon, borgar- fulltrúi F-lista, flutti tillögu í borg- arráði í gær gegn niðurrifi Austur- bæjarbíós og skoraði á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna að taka afstöðu gegn niðurrifinu. Tók Alfreð Þorsteins- son, formaður borgarráðs, að sögn Ólafs ekki vel í tillögu Ólafs og hafði uppi ummæli sem fulltrúar D-lista gerðu athugasemdir við. „Mér virð- ist sem tillöguflutningurinn hafi far- ið fyrir brjóstið á formanni borgar- ráðs, Alfreð Þorsteinssyni, sem hefur líklega þurft að elda grátt silf- ur um þetta mál við ýmsa samherja sína innan R-listans þótt það hafi ekki farið hátt,“ segir Ólafur. „Op- inberlega hafa engir nema varaborg- arfulltrúar Vinstri-grænna lýst yfir andstöðu sinni á móti þessu. Alfreð hefur þannig að vissu leyti getað kúgað samherja sína til hlýðni í þessu máli, en ekki mig.“ Þá segir Ólafur greinilegt að það fari í taugarnar á Alfreð Þorsteins- syni að rifjað sé upp hvernig fram- ganga hans sjálfs og annarra borg- arfulltrúa R-listans hafi verið „í þessu óvinsæla máli meðal borgar- búa“. „En að hann láti það hafa svo mikil áhrif á stjórn og fundarsköp borgarráðsfunda verður að teljast mjög ámælisvert“. Ólafur segist hafa orðið fyrir von- brigðum að enginn annar borgar- ráðsfulltrúi studdi tillögu hans, hvorki sjálfstæðismenn, né fulltrúar Vinstri-grænna, í borgarráði. F-listi gegn niðurrifi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.