Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 7
MINNING Haflína Guðjónsdóttir húsfreyja í ,,Mörg í vorum djúpu dölum drottning hefir bónda fæðst“. Haflina í Garpsdal. Þetta nafn hefur fylgt nágrönnum og vinum í hálfa öld. Verður því vandafólki og vin- um sjónarsviftir við burtför henn- 8r og dalurinn pg umhverfið skipt ir um svip. Haflína var fædd í Tröllatungu í Strandasýslu 16. maí 1897. For- eldrar hennar voru Helga Jóhanns úóttir bónda á Svanshóli í Bjarnar firði Jónssonar og Guðjón Guð- mundsson bóndi í Arnkötludal Sæ mundssonar bónda á Gautshamri. Hafa ættir þessar verið fjölmenn- ar í Strandasýslu og sett svipmót sitt á héraðsbúa. Vorið 1910 kom Haflína að Harpsdal með Helgu móður sinni °g Guðmundi bróður sínum 7 ára. Augljós var að innan þessarar fjÖlskyldu var innileg gagnkvæm úst er aldrei mun hafa brugðið fölva á. Heimili þeirra Sigríðar og hæst firam fór full sjálfstjórn ®nda var mér létt að hafa hans ráð, s_em eldri manns og reyndist alla Mð vel. Margt mætti fleira segja Um vin minn Skúla Hallsson ef re,kja ætti öil okkar samskipti, en hór læt ég staðar numið með þess ®r ófullkomnu minningar mínar. y°n mín er sú að nú sértu bú- fnn að sameinast því sem þú misst ^ og þér var kærast. Við hjónin ÞÖkkum bér alla vináttu sem entist frá fyrstu kynnum til skilnaðar sfundar, og minnist ég góðs drengs minnist ég þín. Um leið og ég vil ^sa þakklæti fyrir kynni mín af Skúla Hallssyni vil ég tjá konu “fns, syni, barnabörnum og syst- kinum innilegustu hluttekningu. Far þú f friði, friður guðs þig nlessi, þökk fyrir allt. H.G .E.yjólfsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR Garpsdal Björns í Garpsdai var vaxið úr jarðvegi genginna kynslóða, ýmsir þjóðarhættir „fornar dyggðir“ voru í heiðri hafðir. Á heimili þeirra, dvaldist fólk á ýmsum aldri og naut ástríkis og umhyggju húsmóðurinnar og trausts og ör- yggis húsbóndans . Eftir fjögurra ára dvöl í Garps- dal fer Haflína að Króksfjarðar- nesi, þar sem hún á heima til 1918. Nokkuð af þeim tíma dvaldist hún í Reykjavík þair sem hún lærði fatasaum og fleira til undirbún- ings húsmóðurstarfi. Síðan hverf- ur hún aftur heim að Garpsdal til móður sinnar og unnusta Júlíusar Björnssonar. Hófu þau búskap á hluta jarðarinnar 1918 og giftust árið eftir. En 1920 kaupir Júlíus Ingunnar staði í Geiradal og búa þau þar til ársins 1927. Ári síðar létu for- eldrar Júlíusar af búskap í Garps- dal, enda voru þau þá bæði kom- ln á áttræðisaldur. Tók Júlíus þá við jörðinni og bjuggu þau þar síðan í 41 ár. Síðastliðið vor leigðu þau jörð- ina fólki er sýnt hefur í starfi dug og hyggindi og munu þannig hafa ráðstafað óðali sínu í traustar hendur. Með þesari ákvörðun var lokið hálfrar aldar búskap, þar sem hyggindi og framsýni ræður áformum og athöfnum. Tækni þessa nýsköpunartímabils hagnýttu þau sér eftir því sem á varð kosið. í sfcraumköstum samtíð- arinnar og verðsveiflum gættu þau fjáihagsöryggis síns, þvi stóð efna hagur þeirra ávallt á traustum grunni, þrátt fyrir rausn og fram- kvæmdir sem verkin sýna. Hinar reisulegu byggingar og fagra um- hverfi kvöddu vegfarandann heim til nánari kynna við þau, er garð þennan byggðu. Var því gest- kvæmt þar. En svo bjart og svip- mikið sem var úti að líta, þá var alúð og risna húsbændanna gestun um enn minnisstæðari. Kirkjan í Garpsdal var endur- neist á fyrstu búskaparárum þeirra og hafa þau ætíð sýnt henni mikia rækt. Þau hafa gefið henni marga eigulega muni og kirkjugestum hefur verið veittur beini með inni- leik og mikilli rausn. Einn af þjónandi prestum Garpsdalssókn- ar kvaðst hvergi njóta jafn inni- legs trausfcs við guðsþjónustu sem þar og væri söfnuður við þau tæki- færi sem ein heild. Væri hlutur þeirra Haflínu og Júlíusar þar mestur. Foreldrar Júlíusar og móðir Haf- línu dvöldu á heimili þeirra og nutu þar þess bezta er mannleg umhyggja getur veitt, liknarhend- ur Haflínu veittu þeim síðustu þjónustu. Þeim Haflínu og Júlíusi varð tveggja barna auðið: Björn raf- virkjameistara við írafossstöð- ina við Sogið, kvæntur Aðalheiði Björnsdóttur, Sigríður húsfreyja í Reykjavík gift Njáli Guðmunds- syni. Alls eru barnabörnin fjögur. Á fyrsta búskaparári sínu tóku þau til fósturs frænda Haflínu, Hall dór, þau voru systkinabörn, en faðir hans látinn. Hefur hann dvalið hjá þeim ávallt síðan nema tvo vetur sem hann stundaði nám í Reykjaskóla. Leiddi það til gagn fcvæmrar hamingju og má segja að 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.