Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 21
MINNING BJÖRN SIGURÐSSON, bóndi, Kirkjuferjuhjáleigu, Ölfusi 26. ágúst íór fr-am að Kotstrand ®i'kirkjuj í Ölíuisi, útför Björms bónda að Kirkjuferjuhjáleigu. Hann andaðist 19. ágúst sjúkratoúsinu Sólvangi í Hafnarfirði, eftir stutta legu þar, en var búinn að líða mikinn sjúk- Inika um tveggja ára bil. Björn fæddist að Kröggólfsstöð- hm í Ölfusi 22. ágúst 1891, elztur ^arna Ingigerðar Björnsdóttur og Sigurðar Þorbjörnssonar, en þau eignuðust alls 11 börn. Fluttist ^ann ungúr með þeim að Króki í Arnarbælishverfi, og ólst þar upp * skjóii dugmikilla foreldra, með stórum systkinahóp. Ungur fór bann að sjálfsögðu að vinna fyrir sór, utan heimilis og mun hann dæmis hafa verið um nokkurra ^ra skeið í Þorlákshöfn og oft tal- aði hann um húsbændur sína með virðingu og þakklæti. Björn giftist eftirlifandi konu sinni, Valgerði Sigurbergsdóttur, ^ttaðri úr Meðallandi, Vestur- Skaftafellssýslu, 28. október 1928. ^au stofnuðu bú að Borgarkoti í Hlfusi (nú Ingólfstovoll) og bjuggu Þar í tvö ár, en fluttu þá að Nýja- í Arnarbælishverfi og eru þar th áirsins 1949, er þau taka Kirkju- ferjuihjáleigu til ábúðar, og bjuggu ^ar myndarbúi æ síðan og kunni Bjössi, eins og vinir hans kölluðu Bann jaínan, alveg sérlega vel við fiig þar. Ekki eignuðust þau hjón Börn saman, en einn son átti Val- gerður áður en hún giftist Birni. ^art er hægt að hugsa sér, að Bjössa hefði þótt vænna um hann, kótt hann hefði verið hans eigin Senur, og óhætt er að segja, að hað hafi verið gagnkvæmt með þá feðga. Síðan koma sonarsynirnir ® sem hann hafði mikið yndi af °g vonu eftiriæti afa síns, enda Var Bjössi með eindæmum barn- ÍSLENDINGAÞÆTTIR góður maður. Hans létta og geð- góða lund bætti og hressti alla, sem í kring um hann voru. Ég tel, sem þessar Unur rita, að það hafi verið eitt af gæfusporum tveggja ungra systra, þá nýlega föður- lausra, að lenda hjá Völu og Bjössa. Önnur hjá þeim í sjö sum- ur, en hin alin upp að miklu leyti, og alltaf, bæði fyrr og síðar, átt þeirra tryggu og góðu vináttu. Það var gott að vera hjá þeim, betri húsbændur er ekki hægt að hugsa sér. Og nú langar mig að þakka fyrir þetta allt! Þakka ykkur fyr- ir alla ykkar góðmennsku í garð okkar systkinanna og okkar fjöl- skyidna. Það er ótoætt að segja u-m Bjössa, að hann hafi verið snyrtimenni, ég vil segja á sál og likama. Einnig tel ég hann hafa verið gæfumann. Hann hafði góða heilsu fram á síð- ustu ár. Var algjör bindindismað- ur, en þó hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Hafði prýðis söng- rödd, og oft var gott og glatt í kringum Bjössa, þegar honum „tókst upp“, en allt var þetta græskulaust og engan veit ég, sem ekki var hlýtt til hans, sem til þekktu. Hann gerði ekki víðreist, hann Bjössi, en ól allan aldur sinn í Ölfusinu og unni sveitinni sinni. Hann var einiægur samvinnumað- ur í orðsins fyllstu merkingu. Segja mætti mér, að það mundi hausta fyrr nú í Ölfusinu, en oft áður. En alltaf verður fagurt um að liast af Arnarbælishól og gott var að koma að „Hjáleigunni", því að þar biðu vinir í varpa, eor von var á gesi. Systkinum Bjössa sendi ég sam- úðarkveðjur. Nú er stutt stórra höggva á milli hjá þeim. Eisku Vala mín, Guð blessi þig á þessum tímamótum. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur öllum, til þín og fjölskyldunnar. Bjössi minn! Vertu blessaður, fjáða ferð, hafðu hjartans þökk fysir allt og allt. G.S. 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.