Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1968, Blaðsíða 18
Ferfalt afmæli: Hjónin í Stórutungu Guðrún Sveinsdóttir og Þórólfur Jónsson Bárðardalur gengur byggða lengst inn í hálendi íslands. Eftir honum fellur Skjálfandafljót. Byggðin er báðum megin fljótsins. Syðst eða innst í hinum eiginlega dalbotni eru bæirnir: Mýri og Ból- staður vestan fljóts, en Stóratunga austan fljóts. Syðstí bær í Bárð- dælahreppi er aftur á móti Svartár- kot, en það er ekki í dalnum held- ur uppi á hásléttunni sunnar og austar. Víðiker er einnig uppi á hásléttunni austan dalsins þarna syðra, um 9 km. norðar en Svart- árkot og aðeins norðar en Stóra- tunga. Stóratunga er 290 metra yfir sjó, en Svartárkot um 400 metra. Frá Norðurlandsvegi við Fosshól munu vera nálega 40 km. suður í Stóru- tungu. Telja má að þeir, sem búa upp við öræfi landsins séu landvarnar- menn. Þeir gegna svipuðu hlut- verki og klettarnir, sem verja ströndina ágangi hafsins. Á þessum íbúum landsins brotna öldur hins órólega fcKgarfars, sem annars staðar flæða yfir og eyða byggðir. í skjóli staðfestu þeirra skapast búseturó neðar í sveitum, ef þess er nokkur kostur að hún skapist. í haust varð Guðrún Sveinsdótt- ir húsfreyja í Stórutungu sextug. Hún er fædd í Stórutungu 2. sept. 1908, og hefir því staðið þar byggð arvörðinn alla sína ævi. Hún gift- ist Þórólfi Jónssyni 4. marz 1928. Þau áttu því fjörutíu ára hjúskap- arafmæli á þessu ári. Móðir Guðrúnar var Vilborg frá 1928, höfðu Guðrún Sveins- rúnar Sigmundsdóttur — Jón og Guðrún komu að Stórutungu 1886. Faðir Guðrúnar var Sveinn Páls- son Halldórssonar frá Ávegg í Kelduhverfi, síðan Glaumbæ í Reykjadal. Kona Páls var Margrét Sigurðardóttir Sveinssonar hrepps stj. á Hallbjarnarstöðum á Tjör- nesi, sem hin fjölmenna og kunna Sveinsætt er við kennd. Viðborg og Sveinn Pálsson tóku við Stórutungu af móður Vilborg- ar 1903. Hún hafði þá búið þar sem ekkja um skeið. Bjuggu þau á jörðinni þangað til Sveinn and- aðist 1935. Síðustu sjö árin, eða frá 1928 höfðu Guðrún Sveins- dóttir og Þórólfur Jónsson haft þar einnig jarðarafnot, en tóku að fullu við jörðinni 1935. Sama ætt- in hefur því búið í Stórutungu í meira en 80 ár. Guðrún var elzt fjögurra syst- kina, sem öll eru á lífi. Þau eru: Páll verkstjóri í Hveragerði, Mar- um tíðindum sætti skáldsagan Márus á Valshamri og meistari Jón, þar sem hinn vestfirzki heiifi- ur stórbrotinnar náttúru og mann lífs opnast á ný. Þar er Hagalín aftur í essinu sínu, og sú bók er forkunnarvel skrifuð. Þessi grein er ekki sbrifuð til þess að gera neina allsherjar út- tekt á rithöfundinum Guðmundi^ G. Hagalín og verkum hans, held-’ ur tii þess eins að minna á, að vert er að þjóðin geri sér ljóst, þegar hann stendur á sjötugu, að þar fer einn mikilhæfasti og sér- stæðasti rithöfundur þjóðarinnar á þessari öld, höfundur, sem birt hefur þjóðlífsmyndir, sem fá tæklegt væri að vera án í íslenzkum bókmenntum, höfund- ur, sem mun aukast að gildi fyr- ir þjóðina eftir því sem tímar líða. Verk Hagalíns eru bæði gull og grjót, en gullið sker úr um gildið, og grjótið skiptir framtíðina ekki máli. Sögugull Guðmundar Hagalíns er þjóðinni dýrmætur sjóð ur, og eigi hann eitthvað- eftir í hinu vestfirzka pokahorni, er hon- um þyki frásagnar vert, væri okk- ur mikil aufúsa, að það kæmist á bók í sambýli við Kristrúnu í Hamravík og Márus á Valshamri. Andrés Kristjánsson. 18 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.