Íslendingaþættir Tímans - 13.11.1968, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 13.11.1968, Blaðsíða 9
MINNING Guðrún Magnúsdóttir F. 1. des. 1884 D. 1. nóv. 1968. „. . . Fríð í sjón og horsk í hjarta, höfðings-lund af enni skein, svipur, athöfn — allí nam skarta, af því sálin var svo hrein. . Föstudaginn 1. nóvemlber s.l. andaðist á sjúkrahúsinu á Hvamms tanga, Guðrún húsfreyja Magnús- dóttir á Stóru-Borg í Vestur Húna- vatnssýslu, eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Guðrún var fædd 1. desember 1884, að Hafnarnesi í Nesjuim, dóttir hjónanna Guðrúnar Magnús dóttur og Magnúsar Sigurðssonar. Móðir hennar ‘kvaddi þennan heirn í sama mund og dóttirin leiit fyirst dagsins ljós, og var barnið þá tek ið í fóstur af vinafólki foreldra þess, þeim Katrínu Jónsdóttur og Jóni Guðmundssyni, sem þá bjuggu að Þinganesi í Nesjum, Austur-Skaftafellssýslu, og var telpan heitin eftir móður sinni. Nokkru fyrir fermingu fluttist hún að Hoffelli í sömu sveit, tH hjónanna Halldóru Björnsdótt- ur og Jóns Guðmundssonar, sem var bróðir Jóns í Þinganesi. Þar ótti hún síðan heima, þar til hún 17 ára fór í kvennaskólann á Blönduósi, en þar var hún við nám á 2 vetur. Fyrir frumkvæði Guðríðar Sig- urðardóttur frá Lækjamóti, sem um þær mundir var að taka við forstöðu skólans og síðar varð húsfreyja á Holtastöðum í Langa- dal, réðist Guðrún kaupakona að Lækjaméti, en þar kynnitist hún mannsefni sínu, Birni Tryggva Guðniundssyni, sem var uppeldis- bróðir Guðríðar og hinn mesti efn is- og atgervismaður, enda kominn af sterkum, húnvetnskum bænda- stofni í ættir firam. Til fróðleiks má geta þess, að faðir Tryggva og faðir Guðmundar Björnssonar lanidliæknis voru allbræður. frá Stóru-Borg Þau Guðrún og Tryggvi giftu sig í júnl 1905 og hófu þá búskap á Klömbrum í Þveráríireppi. Að Stóru-Borg fluttust þau 1911 og þar hefur Guðrún búið síðan. Mann sinn missti hún eftir 13 óra sambúð. Hann andaðist 1. maí 1918, á bezta aldursskeiði, einmitt þegar allt virtist leika í lyndi og firamtíðaráform hinna ungu og dug miklu hjóna voru að mótast. í á- gætrí afimælisgrein um Guðrúnu áttræða, kemst Skúli Guðmunds- son aiþingismaður svo að orði, er hann minnist Iátins manns hennar: „. . . hörmuðu hann allir, er hann þekktu“. Lýsa þessi fáu orð Skúla vel þeim sáru geðhrifum, er sorg- arfregnin um andlát þessa ágæta manns, vakti með vinum hans og sveitungum. Börn þeirra Guðrúnar og Tryggva voru 4, elzt var Margrét, sem lézt á 5. árí úr barnaveiki, næstur var Guðmundur skrifstofu- maður, búsettur í Reykjavík, kvæntur Helgu Kolbeinsdóttur frá Kollafirði, þá Margrét, húsfreyja á Stóru-Borg, gift Karli H. Björns- syni frá Gauksmýri, og yngstur Ó1 afur Ingimundur, sem dó 7 ára gamall. Það mun hafa verið árið 1920 að til Guðrúnar á Stóru-Borg réðst ungur ráðsmaður, Jóhann Líndal Helgason, frá Litla-Ósi 1 Kirkju- hvammshreppi. Jóhann hafði hlot ið nokkra lýðskólamenntun og var prýðis vel gefin. jafnframt ráðs- mannsstarfinu gerðist hann barna- kennari þar í sveitinni og ávann sér hvarvetna traust og virðingu. Þau Guðrún felldu hugi saman og eignuðust 2 syni, Björn Tryggva sem ólst upp í foreldrahúsum og annan dreng, sem dó skömmu eft-. ir fæðingu. Öllum má ljóst vera, hversu viðkvæmt það hlýtur ávallt að vera hálfstálpuðum börnum, þegar mýr og lítt þekktur maðuir tekur við hlutveirki heimilisföður ins, en í þessu tilviki er það þá líka til marks um fágaða fram- komu Jóhanns og manngildi, hversu systkinin, börn Tryggva heitins, löðuöust fljótt að honum,, enda hefur Guðmundur tjáð mér, að í hvívetna hafi Jóhann reynzt þeim eins og bezti faðir, umhyggju samur og nærgætinn, á meðan hans naut við, en árið 1927 veikt- ist hann af berklum. Fór hann þá að Vífilsstöðum og átti þaðan aldrei afturkvæmt, nema sem gest ur. Eftir fráfall Jóhanns bjó Guðrún, áfram með börnum sínum, þar til eldrí systkinin stofnuðu sín eigin heimili. Eftir það bjó hún með syni sínum Tryggva sem reyndist henni góður og nærgætinn, einkum komu þessir eðliskostir hans skírt fram eftir að líkamsþreki hennar og heilsu tók að hraka og hún gat ékki lengur sinnt heimiliisstörfun- ■ um, en varð að lúta þeim þunga dómi áð vera ósjálfbjarga og upp á aðra komin. Sama mátti reyndar sagja um dóbtur hennar, Margréti, tengdason og fjölskyMu þeirra, þar voru allir samtaka um að gera henni leguna sem léttbærasta, með an hún enn dvaldist í heimahús- um. Af framanskráðu sézt, að Guð- rún hefur ekki allfcaf baðað í rós- um. Á Hiíðjum aldrei stendur hún í annað sinn uppi fyrirvinnulaus og nú E&eð 3 börn. Ein og æðru- ÍSLENDINGAÞÆTTiR 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.