Íslendingaþættir Tímans - 13.11.1968, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 13.11.1968, Blaðsíða 24
María Matthíasdóttir Miada Matthíasdóttir, Álfaskeiði 4Ö Hafnarfirði, andaðist 31. okt. s.l., 92 ára gömul. Hún var fædd að SkerðingsstöðU'm i Eyrarsveit á Snæfellsnesi 23. marz 1876. For- eldrar hennar voru hjónin Matt- hías Branásson bóndi þar og kona hans Þórunn Þórðardótti-r. Börn þeirra Þórunnar og Matthíasar voru tólf og eru tvö þeirra nú á lífi bæði búsett í Kanada háöldr uð. í kring um aldamótin deyr Matt hías. Upp úr þvi bregður Þórunn búskap og flyzt til Vesturheims á sa-mt tveimur yngstu börnum sín- um, en áður hafði ein dóttir henn ar fluttzt þangað og síðar önnur, ásamt fjölskyldu sinni. Engu af þessu fólki varð afturkomu auðið til íslands ti'l dvalar. María giftist árið 1902 Pétri Fi'nnssyni skipstjóra, ættaður úr Vestureyjum. Þau Maria og Pétur settu saman heimili i Ólafsfirði, var hann skipstjóri og tók þátt í útgerð. Árið 1912 flytjast þau til Grundarfjarðar og þar heldur Pét ur áfram fyrri störfum. Þau'eign- uðust sex börn. Eitt þeirra, stúlka, dó á barnsaldri en hin eru á lífi nema Ragnar, er jarðsettur var þ. 31. okt. s.l. Börn Maríu, sem á lífi eru, eru þessi: Sigríður, frú í Reykjavík. Aðal'heiður, starfs- stúlka Sólvangi, Hf. Þórunn, sjúkra þjál'íari, Sólvangi, Hafnarf., Karl, rafvir'kjameistari, Reykjavík. Auik þeirra barna hennar er að framan greinir átti María son áður en hún giftist, er Steinþór heitir, búsettur í Vesturheimi. Á árinu 1917 verða þáttaskil í lifi Maríu, þá missir hún mann sinn. Hennar hlutverk verður þá að sjá ein fyrir börnum sínum, en aldur þeirra var þá frá fjögra til fimimtán ára. Möguleikar þeir, er ung kona með fimm börn á fram færi hafði voru ekki mik'lir á þeim árum. María Matthíasdóttir spurði ekki að þe;m. Til viðbótar því verk elni hafði hún við það að fást, að skuldir höfðu safnazt hjá henni vegna veikinda Péturs mianns henn ar, er hann háði sitt dauðastríð. Hireppsnefndin bauðst til að fella þær niður. María afþakkaði það. Án opinberrar aðstoðar ætlaði hún sér að komast af, og þó að eng- inn sæi úrræði ti'l þess ákvað hún að svo Sikylidi vera, og það varð. Hún sótti atvinnu hvar sem hana var að fá. Hún fór í kaupavinnu með yngstu börnin með sér, hin um kom hún í vinnu hjá öðrum. Árið 1922 flyzt hún til Reykja- víkur með börn sín og hefur búið þar og í Hafnarfirði sðan. María hélt áf-ram með sama dugnaði og fyrr. Fór í fiskvinnu á daginn, hjúkraði sjúkum á nóttun-ni og saumaði er stundir voru á milli starfa utan heimilisins. Hún var eftirsótt tfl ailrar vinnu. Sérstök þótti hún við að sinna sjúku fólki. Kom þar til dugnaður hennar og sérstök skapgerð, er gerði and rúmsloftið kring um hana l'étt og hreint. Enda þótt að María legði nótt við dag til að ná takmarki sínu mun andlegt álag og áhyggjur ekki hafa verið minnd en likam- legt erfiði. Þó sá enginn, er á heim fli hennar kom, og þeir voru marg ir því að gestrisni hen.nar var frá- bær, að þar væri erfiði eða þröng- ur fjárhagur til staðar. Andleg reisn, sterk og glöð skapge-rð var eimkenini heimflisins, aflt undir sterkri foi-ystu húsmóðurinnar. María sótti jafnit og þétt að setto manki. Börn-in komust öll áfraan án aðstoðar. Þau nutu náms í æsku dæturnar í hjúkrun og synirnir í iðngreinum, kjötiðju og raímagns fræði. Öll eru börn Maríu sér- stakt mannikostafólk, er nýtuir trau-sts og álits ailra, er þau þekikja. María Matthíaisdóttir var sérstak lega firfð kona, sviphrein, glöð í lund og létt á fæti fram til þess síðasta. Hún var skörungur, sem tók verkefniin sem sjáifsagðan htat hirti edgi um þó að erfið væru tal- in að mati ve'njunnar, heldur leysti þau svo vel, að samferðarfólkið áttaði sig tæplega á því, áð þrek' virki hefði verið unnið, sem þó var. María Matthíasdóttir var m'ikið tryggðatröll. Þeir e>r hún leit á sem vini sína gleymdust henni ekiki. Alltaf var hún söm við sig er fu-nd um hen-nar og vina hennar bar sam an, glöð, firjá'ls og fyrirmannleg- É-g minnist sérstakrar vináttu mó'ð ur rninnar og Mairíu, sem í mínum huga e-r sönn fyrirmynd um sain- skip-ti fóllks, sem yl leggur af er til er hugsað. María átti mikilu barnal'áni að fagna, einis og áður er fram tekið- Öll reyndust börn hennar henfli svo sem bezt verður á kosið, eI1 ekki er þó á neinn hailað, þótt þeirra dætra Maríu Aðaliheiðar og Þórunnar sé sérstaklega getið. Þær hafa ábt heimili með henni sivo að segja aflt sitt ldf. Þær sköp- uðu með henni heimfli í eigin íbúð síðustu áratugina, og hjúkr uðu henni síðustu stundirnar. AlM var þebta gert svo vel að aðd'áfl'11 vak'ti, og þá ekki ®ízt hitt, hvað ást in og virðingin var gagnkvæm í samskiptum þeirra mæðgnanna. María hélt andlegu þreki frafl1 undir það síðasta og hafði fótavist þar til fyrir nokkrum vikum. Þegar ég var unglingur var mer það stundum dægradvöl, er óg sem smiali átti leið uim sjávarbafek ann í fæðingarsveit Maríu, að horfa á bárurnar, sem risu á haf fietinum ein annarri hæríi, og sóttu að landi með tignarlegö Framhald á bls. 23.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.