Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 4
Sigríður Þórarinsdóttir frá Vagnsstöðum Nokkur minnmgarbiot. Ég mun hafa veri'ð níu ára gam- all, þegar það átti sér stað í fyrsta skipti, að ég kom inn í flugvél á Reykj avíkurflugvelli. Farkostur- inn var fullsetinn, og að nokkr- um mínútum liðnum, hóf hann sig á loft, áleiðis til Hornafjarðar. Höfuðborgin fjarlægðist óðum. Nýjar breytilegar jarðmyndir, er nutu sín rílkulega, sökum flug- veðurs, með æskilegra móti. Þægi- leg og sérstök tilfinning. Framund an átti fyrir mér að liggja, sum- ardvöl að Vagnsstöðuim í Suður- sveit, en ábúendur þar eru frænd- fóik mitt, er ég kynntist þá í fyrsta skipti. Þegar vélin var lent á Melatungu, heilu á höldnu, eftir skemmtilega ferð, beið mín þar ríkum mæli þann auð, sem öllum fjármunum er dýrmætari- Hann átti, þrátt fyrir allþungbæra iífs- reynslu á vissum skeiðum ævinn- ar, ófölvskvaðar æskuhugsjónir sín ar og vakandi áhuga fyrir öllu þvi, sem til framfara horfði í þjóðlíf- inu. Hann var ungur í anda til síð- ustu stundar, janvel mikið yngri en margir þeir, sem færri áttu árin að baki. Hann lifði lífinu lif- andi. Ég tel Sigurð hafa verið með þeim fremstu í hópi þeirra manna, sem ég hef auðgazt af að kynnast. Og ósk mín er sú, að átthagar hans beri gæfu til þess að ala og fóstra sem flesta hans lika að mannkiostum. Af ráðnum huga hef ég ekki gert neina tilraun til þess að rekja híér aaviferil Sigurðar, veit ég að það gera aðrir mér færari. Þessi fláu og fátæklegu orð mín eiga aðeins að flytja hlnum látna vinl mánum þakkir fyrir samistarf og dýnmæt kynni. Ástvlnum hans votta ég innllega samúð við burt- för hans. Þórir Friðgeirsson. Skarphéðinn frá Vagnsstöðum. Fannst mér ég nokkuð fljótur að finna rétta manninn, þó nokkrir aðrir væru fyrir. Þykir mér lík- legt, að þar hafi orðið til hjálpar vitneskja hans varðandi útlit mitt. Við heilsuðum hvor öðrum, og að gömlum saklausum sveitasið, kyssti hann mig á vangann þar að auki. Að því búnu héldum við af stað, ásamt fleirum að sunnan, á palli bíls Ragnars áleiðis í Suðursveit. Við Skarpihéðinn komum á áfanga- stað um mjaltatíma, og þvi fáir eða engir í bænum, að mig minn- ir, nema húsmóðirin, sem mér hafði verið sagt að héti Sigríður Hún bauð mig velkominn. Hand- tak hennar var hlýtt og ákveðið. Hún kyssti mig á vangann, bauð mér svo til stofu. Ég fann að henni var abkur í að fá sem mest- ar fréttir úr höfuðborginni af kunningjum og vinum, og leysti ég greiðlega úr því, eftir því sem ég bezt vissi, og vissi ég að henni þótti vænt um það. Eftir því sem ég kynntist henni betur, fann ég og sá, að hún var dugleg búkona, og húsmóðir, er hafði verkhyggni til að bera í ríkum mæli, og þrátt fyrir hæglátt fas og kurteisa framkomu að öllum jafnaði, átti til að vera ákveðin og segja mein- ingu sína, ef því var að skipta. Það bar ávallt tilætlaðan árangur, þó án misskilnings, því hún vat réttsýn vegna góðs hugarþels og hjartalags. Þess vegna er það sann færing mín að hún hafi aflað sér álits, og verið virt af kunnmgjum Og vinum, og ég held að ekki sé um neina fjarstæðu að ræða, þó að ég haldi þ-ví fram, að hún hafi verið verðugur fulltrúi þeirrar hiverfandi kynsléðar, sem xann þá list að vera sem lengst þakklát fyrir Mtilræði, einlhverja smá gjöf eða greiða, og gera sem minnstar kröfur, til að geta verið sem mest hamingjuSöm. Er það meira en hægt er að segja, víðast hvar, með- al uppvaxandi kynslóða í nútima þjóðfélagi. Hún tók alltaf til starfa í fyrra lagi dag hvern, en þótt kannski ekki væri um peningaeign að ræða, nema innan hóflegra marka, má segja í þessu tilvilki, að morgunstund hafi gefið gull í mund. Stundum vaknaði ég við framandi hljóð, lágværan titr- andi róm, sem varð mér kunnugur, eftir því sem ég heyrði hann oftar. Það kom frá skilvindunni í búr- inu. Venjulega var það Sigríður sem stjórnaði henni. Stundum eitt af hennar fyrstu morgunverkum. Mér fannst skilvinduhljóðið^ láta þægilega í eyrum, og fannst því notalegt að geta sofnað út frá því aftur. í eldhúsinu var oft margt spjall- að og spaugað, einkanlega á mat- ar- og kaffitímum. Mér fannst Sig- ríði vera þá gefinn hæfileiki góðs hlustanda, og þegar hún tók til máls, sagði hún sitt álit. Einfalt um- ræðuefni fékk á sig broslega hlið við tilsvör hennar, er venjulega voru á stuttan og laggóðan hátt. Ég man að þegar henni þótti til um eitttovað, eða eittlhvað of fjar- stæðukennt til að svara þvi, lét hún það í Ijósi með því að loka munninum og gefa frá sér hvellt koklhljóð, sem er mjög einfalt í framkvæmd. Ég man ekki til að Ihún gerði þetta nema í garð heima fóliks, er henni fannst við eiga, þó að það hafi getað átt sér stað út í frá, og þá er um var að ræða kunn ingja, frændur og vini. Þar sem ég hafði ekki orðið var við áður, að nokkur maður gæfi svona hljóð frá sér, fannst mér sem þetta smá- atriði væri þáttur i hennar skap- gerð, væri einstaklingseinkenni, sem gerði hana að einstakri konu. Þess vegna tók ég svo vel e-ftir þessu stundum, og ég man, að það festist mér í minni á sín- um tima, nú er ég skrifa þessi minningartonot. Það var ekki óalgengt, að hún gæfi sér tíma eftir hádegisfrágang í eldtoúsinu, til að leggja sig smá 4 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.