Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 31.10.1969, Blaðsíða 12
Jón Pétursson á Geitabergi Árið 1887 var landflótti á ís landi. Mörg afarhörð ár höfðu gengið nærri mönnum og slegið á þá óhug — versti harðinda- kaflinn í hundrað ár og síðasta stórþrautin, sem á þjóðina var lögð, áður en nýr tími með batn- andi kjör rann upp. Svo taldist til, að tvö þúsund manns hefði leitað vestur um haf þetta ár. Um stund megnaði þjóðin ekki að fylla í skörðin. Um þessar mundir bjuggu að Draghálsi í Svínadal Georg Pét- ur Jónsson og Halldóra Jónsdótt- ir. Að þeirn hvarflaði ekki að víkja af hólmi, þótt misært væri. 23. maramánaðar þetta landflóttaár fæddist þeim sonur, sem nefndur var Jón. Hann lagði ekki heldur á veginn út í bláinn. Hann ólst upp í foreldrahúsuim og átti alla ævi heima á bernsku slóðum, föðurleifð sinni og næsta bæ við hana, Geitabergi. Þar varð alt hans ævistarf, nema hvað hann fór í ver nokkrar vertíðir tfyrir og eftir tvítugsaldur. Nú hefur þessi tryggi sonur dalsins verið í gröf lagður að Saurbœ á Hvalfjarðarströnd, þar sem foreldrar hans, áar og frænd- ur margir hvila undir grónum leiðum. Hann andaðist 1 Landa- kotsspítala 22. september, 82 ára gamal, og hafði um alilmörg ár verið sá bóndi, er lengst hafði bú ið í sveitinni. Gömlu Draghálshjónin, Pétur ©g Haldóra, voru bæði af afar- fjöllmennum ættum. Einn for- feðra húsbóndans var Pétur vef ari Kolbeinsson, sem kom austan af Fljótsdalshéraði í þjónustu inn réttinganna í Reykjavák á dögum Skúla fógeta, en gerðist seinna bóndi í Vogatungu í Leirársveit. Það dró tiil þess, að heil ættkvísl festi rætur í Borgarfjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar. Halldóra var aftur á móti af Efstabæjar ætt, dóttir Jóns bónda Símonar- sonar og Herdlíisar Jónsdóttur I Efstabæ í Skorradal, og var sá ættbogi fjöiimennur í uppsveitum Borgarfjarðar. Saman flæddi fræðihneigð og búmannshugur, þar sem þau Draghóilshjón voru. Þeim Pétri og Haldóru mun báðum hafa leikið hugur á því ungum að búa góðu búi. Þau hrepptu snemma á búskaparárum einhverja beztu jörðina í Hval- fjarðarstrandarhreppi, höfðu til að bera elju og umbótahug og komust enda í góð efni. Heinúli þeirra var „Afabær“, sem dóttur dóttir þeirra, skáldkonan Hall- dóra B. Björnsson, lýsir á hug- næman hátt í bernskuminning um sinum. Eitt er það land. Bauk- urinn silfurbúni, sem gamli mað- urinn tók stundum tappann úr, þegar hann ræddi við barnabörn- in, var baukur Péturs á Drag- hálsi, og leðursófinn, sem ung- frúrnar hossuðu sér í — hann var í eina tíð stofuprýði Hall- dóru. Þau Draghálshjón áttu sex börn, sem komust upp, og var Jón hinn fjórði í röðinni að aldri til. Hann hefur vafalaust alizt upp við mikla búsönn og vinnusækni, en hafði nægð alls, sem nauðsyn- iLegt var til þroska. Hann var einn fenmingardrengjanna í Saurbæj arkirkju, þegar nýja öldin lét fyrsta vorið sitt skrýða landið grænum feldi, og hann var á næm asta æskuskeiði, þegar þjóðin fagnaði fyrsta innlenda ráð'herr anm. Mér er tjáð að Jón hafi snemima verið harðfrískur til allra verka. En hann hefði líka verið mij'ög vel fallinn til þess að stunda bóknám og errgu þurft að kvíða, þótt verið heíði einhver sú grein, er reyndi á þolrifin. Hann var góðum gófum gæddur athugul og stálminnugur, fróð- leiksfýsn rík í eðli hans. En þar ó móti kom, að honum voru kær ir heimahagarnir. Hann átti ekki nema einn bróður, og hann lagði stund á trésmíðar, og það var eðlilegt, að Jóni sjálfum — og ekki siður föður hans, hinum mikla búmanni — þætti það góð ur kostur að taka við slikn jörð sem Dragháls var. Ilann lagði ekki á neina námsbraut og vann á búi föður síns æskuárin að und- ansklinni sjómennsku þeirri, sem áður var vikið að. Um þessar mundir bjuggu að Geitabergi Sigríður Einarsdóttir, frá Litla-Botni og Bjarni Bjarna- son, lengi hreppstjóri, kaupfé lagsstjóri og forsjórmaður sveit ar sinnar um flesta hluti um langt árabil. Jón og elzta dóttir Geita- bergshjóna, Steinunn felldu hugi saman, og árið 1915 gengu þau í hjónaband. Hófu þau síðan bú- skap á Draghólsi, fyrst í tvibýli við Pétur. Fáum árum seinna keypti Jón jörðina af föður sín- um og tók hana alla til ábúðar. Jón var á bezta aldri, er þetta gerðist, milli þrítugs og fertugs. •Heimisstyrjöldinni fyrri var nýlok ið, og f-óik dró andann léttara, er úti voru hjarðningavígin. Hins var síður gáð, að ýmsar blikur voru á lofti. Su-nnan fór svikalævi. Verðiag alt hafði þotið upp, og síðan dundi yfir verðhrun, sem mörgum varð þungt í skauti. Salt síldin islenzka þránaði óseljanleg í tunnum, og bændur fengu kjöt- tunnurnar end-ursendar frá Nor- egi með ærnum kostnaði. ofanó markaðstapið. Jón hafði keypt jörðina við því verði, sem eðlilegt þótti, er allt virtist stefna að auk inni peningaveltu, en sat uppi með miMar skuldir og lágt verð á búsafurðum, er duttlingar við skiptalífsin-s höfðu gerbeytt öll- um viðborfum. Jón lagði ekki árar í bát. Hon- um var sá kostur sjálfsagður að berjast till þrautar. En hér höfðu atvikin bun-dið honuim bagga, sem hann v-arð að neyta allrar orku til að bera. í miklar hús- byggingar þ-urfti hann e-kki að ráðast, því að faðir hans haíði hýst jörðina. Bústofn hafði hann jafnan mikinn, eftir því se-m gerð ist, og áveita, sem hann gerði við innanvert Geitabergsvatn — ekki svo lítið mannvirki, þegar alt varð að vinna með handiverkfær- um — jók og bætti heyfeng. Samt átti hann í vök að verjast, enda 12 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.