Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 12
Tómas Þórarinn Jónsson F. 20. nóv. 1805 D. 28. des. 1969. Þess mun mega nefna ekki fá dæmi, að þeim ',em koma af hafi og fá landsýn til norðurstranda vestan Húnaflóa, sýnist þar stór- brotið og telji, að ekki mumi blíð- mái sú byggð, er þar stendur. Þeim hinum, sem lögðu land undir fót með ströndinni fram, fannst víst mörgum, sem nóg væri komið, er kenndi Kaldbakskleif. Milli Reykjarfjarðar og Trékyil- isvíkur gengur fram hár fjallskagi Svo virðist þó sem herra landssköp- unarinnar hafi sýnzt, að of mikill tröllaskapur fylgdi þvi verki að mýkja hvergi brún, þar til hauð- ur rnætti hafi. Lág gróin hvilft liggur utarlega milli fjarðar o-g víkur. En fvrr en hafi er náð skiptir þó aftur um svip, yzt á skaganum ris hár fagurskapaður fjallstoppur, vafinn mjúkum gróðurfeldi vestan í móti, en úfinn og svartur hamra- veggur út og austur. — Reykjanes hyrna — sem um alda bil var Ieið- armerki og veðurviti siglinga- og fiskimanna á Húnaflóa. Yzt á strönd inni, sunnan Hyrnunnar nokkru utar en hin forna og fengsæla verstöð Gjögur, stendur býlið Reykjanes. Hafa þar allt frá því manntal fyrst er skráð ouið at- kvæöamenn og vitrar rausnarkon- uir. „Hér rísa hæst þín fjoh þau fylg’.a þér sem fögur minning, hvrrt sem líf þitt ber . Tómas Þórarinn Jónsson fædd- i«t að Reykjanesi 20 '1. 1905 Fað- ir hans var Jón Jörundsson Gísla- sonar bónda á Halnarhóimi og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur prests í Garpsdalsþingum. Faðir Jörundar, Gísli Sigurðsson hrepp- stjóri í Bæ á Selströnd, var á sinni tíð mikill athafnamaður og fésæll. Fundum okkar Tómasar frá Reykjanesi bar fyrst saman síldar- lítið sumar á Djúpuvík norður. Ég var þar fremur fákunnandi vinmu- 12 stauli, en uann var — einn aí þeim stóru — skipstjónnarmdður á lvsti- og ferðasnekkju, hraðskreiðari far- kosti en ég hafði áður séð. Ýmsir, sem vit þóttust hafa á, sögðu að nokkuð skorti á sjóhæfni skipsins. Hafi svo verið kom það ekki að sök. Tómas fór með fyrirmenn þegar hann var til kvaddur, og Tómas flutti lækni og sjúklinga jafnvel oft ar en menn bjuggust við að hann mundi sinna því kalli, eða bauð fram liðveizlu sína. „Það liggur mikið við og sjálfsagt að reyna“ Svo steig hann um borð, hár og vörpulegur og kallaði brosandi til þeirra, sem á bryggjunni stóðu: — „Kastið þið spottanum piltar." Þótt Tómas væri þetta stærri í sniðum en ég, mætti ég frá hans hendi aldrei öðru en alúð og hlýju Það var sem hann sæi ekki smæð mína og t.eldi mig fullhlutgengan í sinn kunningjahóp. Næst lágu leiðir okkar saman, þegar ég tók við stjórn heimavist- arskóians á Fimnbogastöðum. Þótt segja mætti að á yfirborðinu hefði éig eitthvað hækkað í manmfélags- stiganum, fannst mér Tómas engu minrni í sniðum en áður. „í fámennri byggð um vetrarkvöld vökulöng eir vorþránmi stundum hátt ‘. Öll þau ár, sem ég átti heima j Víkursveit, áttum við saman marga glaða stund. En að baki þeirri gleði lá þó sú alvara, sem ger'ði hana innihaldsrika og eftirininni- lega. Návist hans, hið glaða og hisp- urslausa viðmót, eyddi innri vetr- arkvíða og skammdegisórum. Á göngu minni gegnum lífið, hel ég fáa memn hitt sem fjarri hafa verið því að setja fram áfellis- dóma um náungann. Væri hann spurður um áiit á emhverjum manni var svar hans venjulega eitthvað á þessa ieið: — Ég veit ekki annað en þetta sé allra bezti maður. — Góðlátlegt bros eitt gat gefið til kynna, að ef til vill gæti verið um misgóða menn að ræða. Árið 1927 lézt íaðir hans, Jón Jörundsson. Gerðist Tómas þá stoð og stytta móður sinnar og héizt svo meðan hún þurfti þess með. Mun samband þeirra mæðgina hafa ver- ið sérstaklega trútt Jg náið -- Reykjanesheimilinu dvaldi lengi piltur, vangefið olnbogabarn. Þótt víst megi telja að hann hafi átt þar 'rem’- góða ævi almennt taiað þá mun þó Tómas umfram flesta aðra hafa sýnt honum nær- færnj og lagt sig eftir að finr.a þær ieiðir, sem lýst gátu hug þessa vanskynja drengs og orðið honum gleðigjafi. Þessi þáttur í iífi Tóm- asar Jónssonar sýndi snemma hvers báttar maður var á fe>"ð Ég get ekki látið vera að nefna eitt atvik frá samskiptum okkar Tómasar meðan ég enn var ? Vík ursveit. Svo hafði ráðizt, að ég fær með börn til sundnáms suður að Laugum í Hvammssveit og hann, sem þá var skipstjóri á þeim hin- um sama farkosti og ég hef áður getið, skyldi flytja okkur til Smá- hamra í Steingrímsfirði. Þaðan fór um við svo landleið suður yfir. Að hálfum mánuði liðnum lá leiðin hin sama til baka og Tómas staddur á Smáhömrum til að flytja okkur norður flóann. En nú var mörgu verr komið en í fyrri ferðinni. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.