Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 19
MINNING BJARNI BJÖRNSSON FRÁ NÚPSDALSTUNGU Bjair-ni Bjömsson frá Núpsdais- tungu andaöist í Borgarsjúfcrahús- inu 30. janúar, nær áttræður. Út- för han-s fúr fram frá Fossvogs- fcapellu 9. febrúar síðasfcliðinn, að viðstöddu fjölmenni. Bjanni var fæddur 21. febrúar 1890. Foreldrar hans voaru Ásgerð- ur Bjarnadóttir og Björn Jónsson frá Sveðjustöðum, bóndi i Núps- dalstungu í Miðfirði. Bjami var elztur átta systkina. Á undan hon- um eru horfin yfir landamærm Björn Björnsson, h-agfræðingur Reykjavíkurborgár, Guðný 'og Jón. Á lífi eru Guðmundur Björnsson, ken-nari á Akranési, Ólafur, sem nú er til heimilis í Reykjavík, Jó- h-ann-a á Bjargi, ekkja ísaks Vil- hjálmssonar, Bjargi Seltjarnarnesi og Guðfinna, kona Magnúsar F. Jónssonar, trésmíðameistara- í Mávahlíð. Bjarni vann hjá foreldram sín- um, meira og minna, fram um tvít-ugsaldur. Úr því fór hann að hyggja á búskap fyrir sjálfan sig, og fyrsta vetrardag 1912 gekk h-ann að eiga eftirlifandi konu sína, Margréti Sigfúsdóttur Berg- manms Guðmundsson-ar. Til að byrja með voru bau til húsa hjá foreldrum Bjarna um tveggja vetra skeið. Margrét, kona Bjarna, hafði á unga aldri stund- að, um sfceið, nám við húsmæðra- skólann á Blönduósi, og auk þess var hún á kennaranámskeiði í Reykjavík, að vori til, um íveggja snánaða tíma, undir handleiðslu Magnúsar Helgasonar skólastjóra. Fyrstu tvo veturna, er þau voru gift, stundaði hún farkennslu í Fremra-Torfustaðahreppi, en vor- ið 1914 tóku þau við hluta af jörð- inni Uppsölum og bj-uggu þar um fimm ára skeið. Þaðan fluttust l>au að Svertings- stöðum í Miðfirði árið 1919. Þar bjuggu þau í fjögur ár. Þá veiktist M-argrét og þurfti að dveljast i sjúkrahúsi um tíma, en Bjarni fluttist aftur að Núpsdalstungu fSLENDINGAÞÆTTIR með þrjú börn þeirra hjóna, en eitt barnamna dvaldist að Uppsöl- um hjá afa sínum oig ömmu, Vorið 1923 flytjast þau aftur að Uppsölum og dveíja þar til vorsins 1929. Að þeimt íma Ijðnuni skipta þau um bústað og flytjast nú að Kollafossi, þar sem þau dveljast til vorsins 1935. En að þeimt íma liðnurn flytjast þa-u aftur að Upp- söJum og búa þá á allri jörðinni, enda hafði Þá elzti sonur þeirra, Si-gfús heildsali i Heklu, keypt jörðina handa foreldrum sínum, svo þau áttu f-astan samastað fram- vegis. Eldri bömin voru nú komin vel á le"g og veittu foreidrum sín- um drji ga hjálp. Vori? '949 hætta þau búskap að Uppsölum, dvöldu að Þingeyirum um sum ið, hjá Sigfúsi syni sín- um og 1' mnveigu konu hans. Þá jörð var.þá Sigfús búin að kaupa. Um haustið fluttust þau til Reykja víkur. Dvöldu þar i ýmsum stöð- um, en lengst af á Vesturgötu 9, þa-r til þau eignuðust íbúð að Hrefnugötu 8, þar sem þau hafa búið um alllangt árabil og unað þar vel hag sínum. Eftir að þau hjónin fluttust til Reykjavíkur, stundaði Bj-arni verzl- unarstörf hjá Sigfúsi syni sínum, fyrst í Austurstræti og síðar i hinu glæsilega stórhýsi við Suðurlands- braut. Óllum, sem kynntust Biarua við verzlunarstörfin, kom saman um það, að hann hefði, með prúö- m-annlegri framkomu og lipurð i hvívetna. aukið að mun aðsósn 3^ verzlun sonar síns. Þeim Bjarna og Margréti varð átta barna auðið, eignuðusi fjóra syni og fjórar dætur. Elztur barna þeirra var Sigfús heitinn he' dsali í Heklu, er kvæntur var Rannveigu I-ngimundardóttur, Ingibjörg, gift Boga Sigurðssyni, framkvæmdastj. Suntargjafar, Ásgerður, gift Jóni Snæbjörnssyni bókara, Björn bif- reiðarstjóri, kvæntur Karenu Btön- dal, Jóhanna, gift Kjartani Ólafs- syni skrifstofum-anni í SÍS, Jón bifreiðarstjóri, kvæntur Steintinni Hansen, Svavar rafvirki, kvæqtur G-uðlaugu Kristjánsdóttur, og Ólöf gift Þórarni Þórarinssyni trésmíða meistara. Fyrir rúntum þrentur arum missti Bjarni að mestu sjónina. Var hann tvívegis skorinn upp við þeim sjúkdónti. Hann náði sér aldrei eftir síðari skurðaðgerðina, og fékk blóðtappa eftir þá aðgerð og varð að leggjast í sjúkrahús, þar sem hann dvaldist fimnt sið- ustu mánuði ævi si-nnar. Sjúkdóm sinn bar hann með einstæðri þolinmæði, karl-mennsku og æðruleysi. Eftirlifandi ekkja Bjarna og börn hans, svo og systkini eiga nú á bak að sjá, ástkærum maka, föð1- ur og bróður . Ég og kona mín áttum alnáin kynni af Bjarna og kon-u hans um tvo áratugi. Féll ávallt vel á með okkur. Minnumst við þeirra beggja með ástúð og virðingu. Skylduliði hans vottum við inni- lega samúð. Jón Þórðarson. 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.