Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 14
/ I minningu GUNNARS GUNNARSSONAR, trésmiðs, Dunhaga 18 Fæddur 17. febrúar 1918. Dáinn 17. október 1971. Far bróðir sæll, til hinztu livíldar genginn. lÞér haustsins faðmur opnar vígðan reit. Nú bíður þín, í fyllingu tímans fengin, sú friðarnáð, er hugarsýn þín leit. Far heill og sæll til hinna duldu sviða, sem hugur einn í draumum litið fær. Þar leita vonir allra marks og miða. Ein máttug hugsjón lengra en dauðinn nær. Far heill og sæll. í hug þér var að finna þá hvöt, sem knúði margan fram á leið. Þó tókst svo fáum afreksverk að vinna á vegi, sem viðupphaf lífsins beið. yt MINNING Jónas Oddsson læknir Stutt kveðja Jónas Oddsson læknir á Akur- eyri, andaðist að heimili sínu, Álfa- byggð 16, hinn 11. júlí í sumar, aðeins 39 ára. Hann fæddist í Hlíð í Kollafirði í Strandasýslu 21. febrúar árið 1932, sonur hjónanna Odds Lýðs- sonar og Sigríðar Jónsdóttur, sem þar bjuggu. Var hann yngstur tíu systkina og eru hin öll á lífi, fjórir bræður og fimm systur. Þau Oddur og Sigríður fluttu með sinn stóra barnahóp til Eyja- fjarðar þegar Jónas var í bernsku og hófu búskap á Glerá við Akur- eyri, og þar ólst Jónas upp við önn og glaðværð á fjölmennu heimili atorkufólks. Jónas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1951, en lagði síðan stund á lækn- isfræði og lauk embættisprófi sínu við Háskóla íslands í þeirri grein snemma árs 1960. Hann starfaði að því loknu fyrst í Reykjavík og fór námsför til Þýzkalands, en gerðist að því loknu héraðslæknir á Eskifirði, eða árið 1960 og dvaldist þar næstu sjö ár- in. En árið 1967 fluttist hann til Akureyrar og starfaði þar sem heimilislæknir til dauðadags við óvenjumikla aðsókn og fádæma vinsældir. Oss skilst oft fyrst við lífsins landamæri, hve loginn brann þó veikt á sumra kveik, hv.e fáum gáfust gullin tækifæri, að gera sína drauma að veruleik. Nú er þreyttum þráður svefninn fenginn og þinnar ævi sérhvert stigið spor. Þú ert horfinn, héðan burtu genginn, og hyldjúp þögnin ríkir meðal vor. Einar Gunnarsson. Sjúkleika hafði Jónas feennt hin síðari ár og þar við bættust þrot- laus læknisstörf og mun þetta hafa reynt um of á heilsu hans. Hann varð bráðkvaddur 11. júlí og var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju hinn 20. júlí. Jónas Oddsson kvæntist Maríu Sigurðardóttur frá Reyðarfirði árið 1960 og eignuðust þau þrjú börn. Það er bjart yfir minningu Jón- asar Oddssonar læknis. Hann var hlýr og alúðlegur, gamansamur bjartsýnismaður, en þó alvörumað- ur undir niðri. Mikill starfsmaður var hann og naut bæði trausts og Vinsælda þeirra, er honum kynnt- ust, bæði sem læknir, svo sem áð- ur segir, og borgari. Hann unni náttúru landsins og naut útivistar og ferðalaga með fjölskyldu sinni þegar hann gat tekið sér frídaga. Var hann þá allra manna kátastur og frábær ferðafélagi. Ferðamál á breiðari grunni voru meðal margra áhugamála hans og sýndi hann í þeim málum áhuga sinn í verki, sem Akureyringar munu öðrum fremur bæði meta og þakka. En heilbrigðismálin og endurskipu- lagning þeirra frá rótum, voru hon um löngum í huga og um þau rit- ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.