Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 16
Hjónin á Hólum. Anna Þorleifsdóttir og Hjalti Jónsson Þann 21. júlí s.l. andaðist Hjalti Jónsson bóndi og fyrrverandi hreppstjóri í Hólum eftir alllanga vanheilsu. Hálfum öðrum mánuði áður, þann 7. júní lézt kona hans Anna Þorleifsdóttir. Verður frá- fall þessara merku hjóna á sumr- inu 1971, lengi ofarlega í hugum manna hér um slóðir og minnzt með söknuði. Hjalti Jónsson fæddist að Hof- felli 6. ágúst 1884. Foreldrar hans voru hjónin, Jón Guðmundsson bóndi og söðlasmiður þar (1845— 1927) og kona hans Halldóra Björnsdóttir frá Flugustöðum í Álftafirði, (1844—1927). Hjalti var kominn af merkum og þekktum ættum. Hann var í karllegg 5. mað ur frá séra Bergi Guðmundssyni prófasti í Bjarnanesi og 4. maður frá Jóni Helgasyni í Hofíelli, er fyrstur þeirra kynsmanna bjó þar. Ennfremur var Hjalti í föður og móðurætt af Eydalaætt. Er nokkuð nánar greint frá ættum þessum í minningargrein um bróðurson hans Leif Guðmundsson oddvita í Hoffelli, í íslendingaþáttum frá 28. apríl s.l. Hjalti ólst upp á miklu myndar- og menningar heimili, sem nokkru er lýst í nefndri minningar- grein. Það var jafnan mann- margt og unnin fjölbreytt störf. Þetta allt var góður skóli fyrir hinn unga og mannvænlega svein. Skólaganga hans var stutt, aðeins nokkrir mánuðir hjá Þorgrími Þórðarssyni lækni í Borgum. Þetta varð Hjálta samt notadrjúgt og síðan framhaldið með sjálfsnámi heima. Hjalti hafði í vöggugjöf öðl azt fjölþættar gáfur. Hann leysti með prýði öll andleg og verkleg verkefni, sem hann fékkst við. Var listrænn smiður á tré og járn, enda oft til hans leitað, meðan hann dvaldi í Hoffelli og eins eftir að hann fluttist að Hólum. Var þetta allt unnið samhliða umfangsmikl- um bústörfum, jarða- og húsabót- um, sem unnin voru af stórhug og hagsýni. Auk þessa átti Hjalti sér mörg andleg hugðarefni. Var víð- sýnn og fjölfróður. Hann var ágæt- ur hagyrðingur og létt um að yrkja. Hafði næman smekk fyrir íslenzku máli og var mikill mál- hreinsunarmaður. í framhaldi af þessu hafði hann síðar ritað mik- ið fyrir þjóðháttaskráningu þjóð- minjasafnsins og orðabókarnefnd. Nokkuð mun Hjalti hafa skrifað um aðra þætti þjóðlegra fræða. Mjög eftirminnilegt við Hjalta í Hólum var hin sérstæða skapgerð hans. Prúðmennska var honum í blóð borin, enda sérkenni margra ættmenna hans. Jafnvægi í skap- gerð hans og ljúfmennska var svo að af bar. Göfgi og festu lýsti af í svip hans. Mér kom oft í hug í samstarfi við hann og allri kynn- ingu, að vel væri því mannfélagi borgið, ef margir væru honum lík- ir. Slikir menn verða minnisstæð- ir. Að vallarsýn var hann mikill og fyrirmannlegur. Hélt sér vel fram á elliár. Sem að líkum lætur hlóðust á Hjalta ýms opinber störf. Hann var einn af stofnendum ungmennafé- lagsins Mána og formaður þess frá 1910—1924. Verður okkur sem genguro í félagið, á öndverðum öðrum tug þessarar aldar Hjalti minnisstæður, fyrir hinn mikla áhuga hans á málefnum ungmenna félagshreyfingarinnar. Hann var í skólanefnd Nesjaskóla og prófdóm- ari við liann lengi. Formaður Bún- aðrfélagsins Afturelding. í sóknar- nefnd Bjarnanessóknar, formað- ur þar um skeið og safnaðarfull- trúi. í yfirkjörstjórn var hann 1941—1959. Veðurathuganir hafði hann frá 1924—1960. í stjórn kaupfélags Austur-Skaftfellinga lengi. Hreppstjóri var hann frá 1944—1967 Að auki skal hér nefna, að hann var ritari á fund- um ýmissa félagssamtaka hér, um áratuga skeið. Þann 17. júni 1922 kvæntist Hjalti Önnu Þórunni Vil- borgu Þorleifsdóttir í Hólum. Hún fæddist þar 13. nóv. 1893. Foreldrar hennar voru hjónin Þor- leifur Jónsson bóndi og alþm. í Hólum (1864—1956) og kona lians Sigurborg Sigurðardóttir frá Krossbæjargerði (1866—1935). Hjalti og Anna bjuggu tvö fyrstu árin í Hoffelli, en fluttu árið 1924 að Hólum. Þau voru fyrst í sam- búi við foreldra Önnu og Þorberg bróður hennar, síðar alþm. Hann andaðist árið 1939. Síðan um miðja 18. öld, hafa forfeður Önnu búið í Hólum og jörðin verið í eigu ætt- arinnar. Foreldrar Önnu voru af merkum og þekktum ættum. Lang feðgar Þorleifs voru meiri og minni valdamenn langt fram í ald- ir. Hór skal aðeins nefna að Þor- leifur var þar fjórði maður frá séra Magnúsi Ólafssyni í Bjarna- nesi, sem ættaður var af Vestfjörð- um (1746—1834). Anna var mikil- hæf kona, dugleg húsfreyja, vinnu glöð og bjartsýn. Voru þau hjón mjög samhent í hinum umfangs- U ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.