Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 27.04.1972, Blaðsíða 15
Sigriður Benediktsdóttir Merki Jökuldal Gleðin er hljóðnuð Það gerðist við mikil átök, af þvi að lifsvilji hennar var rikur. En timinn var skammur og atburðinn bar óð- fluga að, enda hefði dauðinn ekki náð þessum árangri, nema með skjótu áhlaupi. Bráður lifsháskinn er ekki alltaf slys. Þar hvarflar hann ýmist frá eða nálægist. En þegar hann er alvarlegur sjúkdómur, kemur hann eins og þungbúið ský. Og þvi svifar ekki burt fyrr en sálin lýsir það undir morgun hins nýja dags. Sá drungi, sem ekki léttist og leysist þar, sem Sigriður i Merki fer, er ekki til á himni, af þvi að hann var ekki að finna. Aldrei hef ég kynnzt konUj sem var eins auðug af gleði. Er söng svo glaðri röddu. Og hló svo glatt, að gestur á heimilinu eða samvistarfólk að mannfagnaði hreifst til þessarar ari. Sjálfstjórn---og gildi sannleik- ans einkenndi allt hans lif. Slikir menn hafa það i hendi sér að gerbreyta heiminum,-------þeir hljóta að lokum að verða þaö afl, sem brennir burt sora óveruleikans, og framleiöa þann kraft, sem eyðir öllu barnalegu fánýti. Knútur Kristinsson átti þann eigin- leika að mæta hverri stund lifsins, eins og hún kom honum fyrir sjónir, án ótta, með bjartsýni. Hugarfar hans var i ætt við heiðrikjuna----------og nú að lokum, kæri vinur, ert þú kominn á leiðarenda i þessari jarðvist----og við blasir hin einlifa heiðrikja eilífðar- innar. Siðustu stundirnir, sem viö áttum saman, og þú barðist hinu hinzta striði —og ég fann hlýja hendi þina umlykja mina, mæltir þú fram sálm- inn fræga eftir Vald. Briem: Þú Guö, sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, i straumi lifsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. Ég þakka af alhug tryggð þina og ómetanlega vináttu við mig og fjöl - skyldu mina. Guð styrki þig á fram- farabraut þinni, og gefi ástvinum þin- um styrk. Þóra Einarsdóttir. frá Kálfafellsstað. sömu og ljúfu lifsgleði. Hún hafði mjög næmt skyn á hin mannlegu fyrirbæri samfélagsins, þvi að hún var i eðli sinu djúpskyggn húmanisti, og frábærlega fundvis, án þess þó að reyna að öðlast alla þekkingu. Skilningur hennar, fljótur og opinskár, svipti þakinu ofan af heilum sveitum. Og mannlifið hló við birtunni, ófeimið og frjálst. Lýs- ingarorðið skemmtileg á hér ekki við. Það dregur of skammt. Hitt segir meira, að þegar sorgmæddur vinur heimilisins i Merki ætlar að skrifa örfá minningarorð, þvi að dauðinn kom og færði hljóðleik yfir gleðina, er hann, áður af veit, á valdi gleðinnar, sem endurómar i huganum. En þungur nið- ur Jöklu er undirspil, sem á hulinn veruleika i andstæðum verðandinnar frá morgni til kvölds. Elin Sigríður var fædd á Hvanná á Jökuldal 20. október 1938, dóttir hjón- anna Benedikts Jónssonar og Lilju Magnúsdóttur frá Arnardal i Isa- fjarðardjúpi. Kunnar ættir beggja, á Austurlandi og Vestfjörðum, skulu ekki raktar hér, aðeins minnzt Hvannárheimilisins, að það var fjöl- mennt jafnan og glaðvært, en hópur barna og ungmenna stór. Þeir bjuggu báðir á jörðinni Benedikt og Einar bróðir hans, en gömlu hjónin foreldrar þeirra, Gunnþórunn Kristjánsdóttir, Jóhannssonar Kröyers og Jón Jónsson alþingismaður, i skjóli þeirra á frið- stóli ellinnar— Frændsystkinin frá Hvanná eru nú, sem vænta má, dreifð, en þeir að búi bræðrasynirnir, Jón Viðir Einarsson á heimajörðinni og Arnór Benediktsson á nýbýli i Hvannármerkjum.—- Gunnþórunn kvaddi fyrir 30 árum og Jón á haust- nóttum 1959. Benedikt dó 1952 frá fimm börnum, en Lilja hélt búi þeirra áfram. 011 fjölskyldan var sem órofa heild og jók það bjartsýni Lilju og barnanna, en kjarkur hennar bilaði hvergi, óvenjulegur dugnaður hennar eða glaðlyndi. A sl. hausti dimmdi yfir, meir en af komu haustsins. Einar hreppstjóri lézt, nýorðinn sjötugur. Vinsæll maður og sveitarstolt, eins og mikilhæf kona hans, Kristjana Guð- mundsdóttir. Gestrisnin á Hvanná, al- úðin og heimilisgleðin með þessu fólki öllu, eru óafmáanleg einkenni, hvar sem það fer. Sigriður Benediktsdóttir giftist ung Öla Stefánssyni bónda i Merki á Jökul- dal. Vist hafa margir undrazt, að fjör- mikla stúlkan frá glaðværa, stóra heimilinu við þjóðbrautina skyldi una hag sinum svo vel á hinum afskekkta og fámenna bæ Efradal. Fyrsta ástæð- an, og sú, er réði úrslitum, var hið góða hjónaband Sigriðar og Óla, og svo falleg börnin. Hin mikla gleði hennar átti samræmi i þessum undirstöðu- þáttum hins mannlega lifs. Alveg eins og niður Jöklu er hinn ófrávikjanlegi undirleikur þess alls, sem lifað er á Dalnum. Þá skal þess og getið, að Benedikt i Merki, mágur Sigriðar, reyndist henni og unga frændfólkinu sinu ávallt hinn bezti drengur og vinur. Húsakynni stór, mikil ræktun og blómleg bú, en unaðsauki sumar- langur að fögrum garði, þar sem bæjarlækurinn sytrar milli trjánna. Hitt var von, sem óðum nálgaðist veruleikann, að brú kæmi á Jöklu undan Merki. Þá var einangrunin rofin og bærinn örskammt frá aðalvegi upp dalinn. Kláfurinn að visu þarft þjónustutæki, sem heimafólki stendur ekki ótti af, en ókunnugir jafnan hræddir við og láta aftra sér gagnveg- ar til góðvina. Það er svo margt, sem kemur i hugann, þegar horft er yfir að Merki og séð i hin ljúfu kynnin við elskulega vini. 1 fjarlægð erfitt að hugsa sér tregasöng árinnar einan, þar sem áður barst yfir björt gleðin. En þetta var hlutskipti allra, sem komu og lifðu. Samt erum við að hlusta i kyrrðina eftir gleðiómnum. En hann hefur borizt lengra á leið eins og það, sem ætt hins sæla fyrirheitis. Þegar litið er til baka af háum bakkanum viö ána, eru efst i huganum þökkin og bænin. --- Þökkin fyrir svo heilar gleði- stundir, að vara i vitundinni eins og ferskurandvari þess bezta, sem kynnzt varð á Austurlandi,-----og bænin til Guðs, aö hann blessi syrgjandi eigin- mann og móöurlaus börnin þeim kær- leika, sem hlýtur að vera réttlátur á jörðu, fyrst hann er rikjandi á himni. Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum. islendingaþættir 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.