Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Blaðsíða 2
þörf. Guðmundur gerðist einn af frum- kvöðlum þess — má vist segja aðal- frumkvöðull — aö Vörubilastöð Reykjavikur var stofnuð áriö 1923 með viðhlitandi húsnæði og sima. Þetta var að sjálfsögöu hið þarfasta verk fyrir alla hlutaðeigendur og stöðvar skipulagið hefur haldizt óslitið til þessa dags, enda þótt ekki hafi alltaf yerið um eina stöð að ræða. Guðmundur var friður sýnum og vel á sig kominn aðvallarsýn,prúðmenni i framkomu, hygginn vel, hæfilátur i hverri grein og kaus ekki að láta á sér bera. Yfirlætisleysi hans lýsir sér vel í þvi að hann kaus sina eigin útför i kyrrþey, svo sem auglýst hefur verið. Ég var ekki kunnugur heimili hans af eigin raun, en það heyrði ég sagt, að hann væri fyrirmyndar heimilisfaðir. Guðmundur kvæntist 12. maí 1917 Guðriði Káradóttur bónda i Lambhaga Loftssonar, og lifir hún mann sinn. Börn þeirra hjóna voru tveir synir báðir nú búandi i Reykjavik, Alfreð forstöðumaðui, Nóatúni 26 og Kári heilbrigðisráðunautur, Þórsgötu 12. Við íráfall Guðmundar S. Guð mundssonar er vissulega mætum manni á bak að sjá. Eftirlifandi konu hans og sonum sendi ég alúðlega sam- úðarkveðju. Guðlaugur Jónsson. t Við fráfall Guðm. S. Guð- mundssonar verður manni efst i huga, að þar sé góður maður genginn, sem lokið hafi svo farsælu æviverki, að vert sé umsagnar og þakka. Guðmundur var fæddur i Urriðakoti i Garðahreppi 31. okt. 1896, sonur Guð- mundar Jónssonar og Sigurbjargar Jónsdóttur frá Setbergi. Atti hann þvi til góðra að telja, en óþarft að rekja hér það ætterni lengra fram. Þau hjón- in Sigurbjörg og Guðmundur bjuggu i Urriðakoti alla sina búskapartið eða i 55 ár, og eignuðust 12 börn. Komust 10 þeirra til fullorðins ára, 4 synir og 6 dætur. Eru nú synirnir allir dánir, en dæturnar lifandi. Guðmundur S. ólst upp hjá foreldr- um sinum i Urriðakoti og vandist strax allri algengri vinnu eins og þá tiðkað ist og þótti snemma liðtækur i bezta lagi. M.a. var hann „til sjós’’ einkum á vetrarvertiðum, en þá eins og lengi siðan var þar meiri fjárafla von en við stopula landvinnu. Þetta var á siðustu árum skútualdarinnar og þótt það sé ekki beinlinis tengt æviferli Guðmund- ar sem hér er að nokkru rakinn get ég ekki stillt mig um að birta eftirfarandi frásögn, sem segja má um að sé aðeins upphaf og endir, en ekkert þar á milli. Arið 1916 var Guðmundur til sjós á Keflavikinni og var ekkert sérstakt um það að segja. Meðal skipsfélaga hans var maður einn, sem i vertiðar- lok hvarf honum sjónum, þar til nú að leiðir þeirra lágu aftur saman i tvi- býlisstofu á sjúkrahúsi. Allan þennan tima hafði hvorugpr vitað neitt um hinn. Nú voru þeir áftur samskipa og örlög beggja ráðin. Sjúkdómseinkenn- in nákvæmlega þau sömu, báðir vissu að skammt var að biða siðustu vertið- arlokanna. Það leið aðeins vika milli burtfarardaganna. — Svona eru atvik- in oft undarleg. Vorið 1917 kvæntist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Guðriði Kára- dóttur, bónda i Lambhaga i Mosfells- sveit og tóku þau þá við búi þar. En bú- skapurinn þar varð skammærri en vonir stóðu til, þvi næsta vor urðu þau að yfirgefa jörðina, þvi nýr landeig- andi taldi sig þurfa að leggja hana undir fyrirhugað stórbýli, — og þar með varð saga Lambhaga öll sem sér- stakrar bújarðar. Mun þeim báðum og þó Guðriði sér- staklega hafa verið harla óljúft að yfirgefa æskustöðvar sinar svo fljótt, en þær voru henni einkar kærar. En þá voru önnur ábúðarlög i gildi en nú eru. Og dugði ekki um að sakast. Búskapurinn var þeim ofarlega i huga, enda á þeim árum ekki margra góðra kosta völ. Notuðu þau tækifæri, sem þeim bauðst og fluttust aö Keld- um, sem þá voru i einkaeign. En bú- skapurinn þar varð aftur skemmri en ætlað var og aftur var sveitin kvödd og haldið til Reykjavikur. Hafði Guðmundur árið 1918 eignazt litinn vöruflutningabil, en saga þeirra var þá aö hefjast. Sá hann fram á, aö þar mundi nokkurs mega af vænta og reyndist hann þar framsýnn eins og um margt annað, sem breytilegir þjóðfélagshættir myndu hafa i för með sér. Varð akstur vörubifreiða siðan aðallifsstarf hans. En að þeim þætti i æviferli hans verður nánar vikið af öðrum. Þótt aðal ævistarf Guðmundar yrði annað en upphafl. var búizt við átti sveitalifið jafnan hug hans hálfan og vel það. Hann lét sig alltaf miklu varða hlutskipti þess fólks, sem landnytjar erja. Hann undi þvi illa, að hlutur bænda væri borinn fyrir borð eða ekki metinn að verðleikum. Af þessu leiddi, að hann fylgdist jafnan vel með öllu þvi sem til umbóta horfði á sviði land- búnaðarins og gat orðið bændum til aukins velfarnaöar. Allt það var hon um lifandi áhugamál og hugstætt umræðuefni. Þetta var svo snar þáttur i lifi þeirra hjóna beggja, að tengsiin við sveitina og lifið þar slitnuðu aldrei til fulls, þótt segja megi, að þar hafi skammrof á orðið. Búskaparþætti æv- innar var ekki með öllu lokið við burt- förina frá Keldum. 1 Reykjavik var þá hægt að eiga sauðfé og jafnvel kýr og það notfærði Guðmundur sér um ára- bil. Árin 1939-47 hafði hann búskap i Urriðakoti og átti þar bæði kindur og kýr og mun hann vera siðasti bóndinn, sem þar er skráður, en jafnframt stundaði hann aðalatvinnu sina úr- fallalaust. Við Háaleiiisveg, þar sem hann bjó i mörg ár hafði hann lengi nokkrar kýr og kindur, eða svo sem aðstæður leyfðu. Og alla tið var hann fjáreigandi þótt fjáreignin væri orðið litil siðustu árin. Það frásagnarverð- asta við búskap Guðmundar var með- ferðin á þeim skepnum, sem hann hafði undir höndum. Hann vildi aldrei eiga annað en úrvalsgripi og meðferð þeirra og öll umönnun var slik, að fá- gætt er, ef ekki einsdæmi. Þetta voru félagar hans og vinir, sem dekrað var við. Afskipti og umönnun búfjár ásamt umráðum yfir gróinni jörð var snar þáttur i eðli hans og veitti honum þá lifsfyllingu, sem ekki verður metinn til fjár. Um þetta sem annað voru þau hjónin mjög samhent og þeim báðum eðlislægt hugðarefni. Þau æviatriði Guðmundar, sem hér hafa verið rakin að nokkru segja auð- vitað ekki sögu hans alla. Ævin leið áfallalitið og snurðulaust. Heimilislif j hans var með ágætum enda skaphöfn hans heilsteypt og jafnvæg. Hann var manndómsmaður „þéttur á velli og þéttur i lund", sem undi illa öllum órétti, hver sem i hlut átti. E.t.v. þótti hann nokkuð dómharður á stundum. en yfirleitt gat hann þar frómt um talað, þvi hann gerði ekki meiri kröfur til annarra en hann ætlaði sjálfum sér. Þótt Guðmundur hefði hæfileika til hélt hann sig litt til frama og var frábitinn öllu yfirlæti og tildur- mennsku. Hann var um flest sjálfum sér nógur. fyrirhyggjusamur og fram- sýnn. Nutu þar ýmsir góðs af og þö einkum þeir, sem miður máttu sin. En hann flikaði þvi litt fremur en öðru. þvi sem hann gerði vel. Að lokum skal honum þakkað ævi- starfið og óskað allra heilla á óförnum vegum. Guðm. Þorláksson 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.