Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 17.08.1972, Blaðsíða 15
Jón Vilhjálmsson F. 18.-9. 1946 — d. 21. -6. 1972 Fráfall góðvinar er ævinlega harms- efni. Og harmurinn er tvöfaldur, þegar i hlut á ungur maður, maður sem rétt hefur hafið hið eiginlega lifsstarf sitt. bá bætist við söknuðinn sú áleitna spurning: hvervegna? Hversvegna einmitt hann? Jón Vilhjálmsson, sem 26. júni var jarðsunginn frá Frikirkjunni i Hafnar- firði, varð ekki nema hálfþritugur maður, og við fráfall hans fer ekki hjá þvi að þessar spurningar komi upp i hugann. bar breytir engu, þótt heilsa hans hafi aldrei verið góð og sjálfan hafi hann grunað að hverju stefndi. bann grun lét hann aldrei uppi, og hann hafði ekki áhrif á atferli hans nema ef vera kynni i þá átt að auka lifsþrótt hans og lifsgleði. Og Jón Vil- hjálmsson var lifsglaður maður, sem unni lifinu og naut þess að kanna sem fjölbreyttust svið þess. Áhugasvið hans voru mörg, og hann gekk að þeim öllum með sömu atorkunni, sama áhuganum. bað var stundum engu likara en har.n væri i kapphlaupi við timann að komast yfir sem mest, kynnast sem flestu á lifsleiðinni. Jón Vilhjálmsson fæddist i Hafnar- firði 18. september 1946. Foreldrar hans voru Magnfriður Ingimundar- d. og Vilhjálmur Jónss. Föður sinn missti Jón ungur —- hann dó á mjög svipuðum aldri og Jón — og ólst hann þvi upp hjá móður sinni og stjúpföður, Agli Egilssyni húsasmið. Jón var mjög heilsuveill i æsku og taföist nokkuð i skóla af þeim sökum. En með auknum aldri virtist heilsa hans fara batnandi, og hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla vorið 1964. Eftir það lagði hann stund á rafvirkjun, lauk prófi i þeirri iðngrein, en stárfaði litið við hana siðan nema i igripum, þvi að á siðari árum greip nýtt viðfangsefni hug hans Hann gerðist lögregluþjónn á Keflavikurflugvelli, lauk prófi frá Lögregluskólanum i Reykjavik og lagði sig eftir það fram um að menntast sem bezt á sviði lög- gæzlunnar, meðal annars með námi i erlendum bréfaskólum. Samhliða námi og störfum tók hann mikinn þátt i ýmsum félagsstörfum, aðallega innansamtaka ungra jafnaðarmanna. Hann var um skeið formaður FUJ i Hafnarfirði, og átti sæti i stjórn SUJ og miðstjórn Alþýðuflokksins, og gegndi ýmsum fleiri trúnaðarstöðum innan hreyfingar jafnaðarmanna. bá tók liann einnig mikinn þátt i skátafélags- skapnum og var virkur félagi i Hjálparsveit skáta i Hafnarfirði. Ég kynntist Jóni Vilhjálmssyni talsvert siðustu árin, og þeirra kynna er gott að minnast. bótt aldursmunur væri nokkur með okkur. kom það aldrei fram i samskiptum okkar. Og það var gott að eiga Jón Vilhjálmsson að félaga. Áhugi hans og eldmóður, að hverju sem hann gekk, hlutu ávallt að smita frá sér. brátt fyrir sjúkdóm sinn — eða kannski vegna hans — fylgdi honum aldrei neinn drungi; hann hafði ætiö örvandi áhrif á umhverfi sitt. Og slika menn er hollt að umgangast. 1967 kvæntist Jón, Halldóru Valdimarsdóttur. Hún hefur nú fengið það erfiða hlutskipti að standa ein uppi með tvö ung börn, Vilhjálm Gunnar 5 ára og Hrund 3ja ára. Ég votta henni dýpstu samúð mina á þessari þung- bæru stund, og einnig sendi ég samúðarkveðjur til móður hans og stjúpföður og aldraðra föðurforeldra og annarra vandamanna og vina. bau hafa öll mikið misst, en eftir lifir minningin um mætan dreng. Kristján Bersi Ólafsson f Jón Vilhjálmsson er látinn. Hvílik frétt. Vinur minn og félagi er horfinn, hrifinn burt frá ungri konu og tveimur kornungum börnum. Hver er tilgang- urinn, þegar svo bjartur geisli er jafn skyndilega slökktur? bótt ég vissi um langvarandi vanheilsu hans fékkst ég aldrei til að trúa þvi, að kveðjustundin væri svo skammt undan. bvi að þrátt fyrir vanheilsu sina frá barnæsku var Jón maður sem geislaði af atorku og dugnaði. begar litið er yfir ævi þessa unga manns, má furðu gegna sá kjarkur og þaö þrek, sem einkenndu öll hans verk. brátt fyrir annriki við lögreglu- störf og húsbyggingu gaf hann sér tima til að starfa við rafvirkjun i fri- stundum sinum, en i þeirri iðngrein var hann útlærður, og auk þess lagði hann af mörkum mikið og fórnfúst starf i þágu ýmissa félagsmála, var m.a. um skeið formaður Félags ungra jafnaðarmanna i Hafnarfirði. Og margt fleira mætti upp telja, en ég læt hér við sitja, þvi að það var ekki að hans skapi að upphefja sjálfan sig. Mér er ljúft að minnast margra ánægjustunda með Jóni vini minum bæði i hestamennsku og sumarleyfis- ferð, en þó ekki hvað sizt á litla hlýlega heimilinu þeirra hjóna við lækinn. Nú þegar Jón er allur og góður hugprúður drengur verður til moldar borinn, megi þá minningin um hann verða okkur félögum hans fyrirmynd i leit- inni að betra og fegurra mannlifi. Að lokum vottum við hjónin eigin- konu hans, Halldóru Valdimarsdóttur, börnum þeirra hjóna og öðrum nánum ættingjum innilegustu samuð okkar. Guð blessi minningu hans. Ármann Eiriksson \ íslendingaþættir 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.