Íslendingaþættir Tímans - 25.05.1974, Page 9

Íslendingaþættir Tímans - 25.05.1974, Page 9
Olafur Pétursson frá Stóra Knarrarnesi Fæddur 28. júni 1884 Dúinn 11. október 1964 Útför Ólafs Péturssonar, Stóra- Knarrarnesi, fór fram 17. október 1964 a6 viðstöddu miklu fjölmenni. Hús- kveðja var fyrst heima á Stóra Knarrarnesi en jarðsett var á Kálfa- tjörn. Ólafur var fæddur i Tumakoti i Vogum, sonur hjónanna Péturs Andréssonar og Guðrúnar Eyjólfs- dóttur. Olst hann þar upp i hópi átta barna þeirra hjóna, bræðurnir voru fimm, systurnar þrjár. Ungt fólk getur var'a trúaðþvi, aðhjón, sem bjuggu á lttilli jörð, hafi alið upp stóran hóp barna án styrks. A þessum árum voru hin mestu harðindaár 1875 til 1902. öll voru Tumakotsbörnin myndarlegt fólk og afburða dugleg. Fjórir af bræðr- unum ólu allan sinn aldur i Vatns- leysustrandarhreppi, Benedikt i Suðurkoti, Andrés i Nýjabæ, Eyjólfur i Tumakoti og Ólafur á Knarrarnesi. Fimmti bróðirinn, Ingvar, fluttist ungur til Hafnarfjarðar og giftist þar og stofnaði heimili. Hann fórst með kútter „Geir” árið 1912, er týndist i hafi með allri áhöfn. Systurnar, Petrina fluttist til Ameriku (Kanada) árið 1900 en Elisabet og Guðlaug gera vart við sig. Arið 1963 að hausti fóru hjónin til Hrefnu dóttur sinnar, sem eftirlét þeim húspláss. Þuriður þurfti á sjúkrahússvist að halda. Svo þau voru þar um veturinn. Um vorið 1964 fóru þau heim i Knarrarnes. Þá var Ólafur orðinn veill á heilsu, sem ágerðist fljótt. Svo varð hann að fara á sjúkrahús. Þetta leiddi hann til bana. Hann dó 11. október 1964. Nú er svo komið að i Knarrarnesi er Þuriður og sonur hennar orðin ein eins og verða vill. Var hún þar áfram þar til 1971 að hún fór til Reykjavikur á sjúkrahús i nokkrar vikur. Þegar Þuriður var orðin hress heimsótti ég hana og töluðum við um liðinn tima. Var grunur hennar sá, að vera hennar i Knarrarnesi mundi ekki verða löng úr þessu. ,,Þú ert nú búin að vinna mikið ævistarf, Þuriður, ertu ekki ánægð með það?” Hún svaraði stillt að vanda: ,,Jú, vist er ég það. Guð hefur gefið mér mikið, góðan og duglegan maka, 14 elskuleg og góð islendingaþættir fluttust til Reykjavikur og stofnuðu sín heimili þar. Arið 1913 giftist Ólafur Pétursson Þuriði Guðmundsdóttur frá Bræðra- parti i Vogum, mikilli myndar- og dugnaðarkonu. Eitt ár búa þau i Tumakoti, næsta ár festa þau kaup á jörðinni Stóra-Knarrarnesi og búa þar i fulla hálfa öld. Knarrarnes var mun betri bújörð. börn og tengdabörn, 42 barnabörn og 14 barnabarnabörn, ég gæti ekki hugsað mér neitt betra, Þetta er allt svo elskulegt við mig og hjálpsamt. Ég get ekki lýst þvi með orðum. En það mótdræga var ekki meira en gengur og gerist i mannlegu lifi. Ef ég á að nefna eitthvað sérstakt er það sjó- slysið mikla 12. marz 1928 i mannskaðaveðri, þegar Bjarni bóðir minn fórst með skipi sinu og allri skipshöfn sinni. Þá áttu margir um sárt að binda, og svo þegar við misstum drenginn okkar, hann ólaf, nýfermdan. Það var sárt. En guð gaf mér svo mikið. Það fór nú svo, að Þuriður fór ekki aftur heim af heilsu- farsástæðum, var i húsi Hrefnu döttur sinnar og leið vel, umvafin af góðleik fjölskyldu sinnar, fór i smáferðir sér til skemmtunar og hafði gaman af. í miðjum ágúst gat Þuriður ekki verið ein án hjálpar, fór hún þá til dóttur sinnar, Hrefnu og manns hennar, Ólafs Björnssonar útgerðarmanns, Nú byrjar það mikla ævistarf þessara hjóna, sem hér verður sagt frá. Jörðin var nytjuð sem hægt var. Sjór stundaður á vetrarvertið og alltaf þegar hægt var. Heimilisfólkinu fjölgaði ört. Ólafur var framsækinn og duglegur, sá að meira þurfti til en það, sem heima var hægt að hafa. ólafur bjó ekki einn. Þuriður, þessi mikla dugnaðarkona, tók við allri stjórn á heimilinu. Ólafur leitaði til vinnu utan heimilis. Honum varð vel til með vinnu, þekkti marga vinnuveitendur, auk þess hörkuduglegur, en fast var sótt vinnan og stundum langt. Helztu staðir voru Vogar, Keflavik, Sandgerði, Grindavik og fleiri staðir. Allt fór vel I Knarrarnesi, húsmóðir- in sá fyrir þvi með hjálp barnanna, sem voru nú óðum að vaxa og komu ótrúlega fljótt til að létta undir með foreldrum sinum. Börn Knarrarneshjónanna urðu fjórtán, en þau urðu fyrir þeirri sorg að missa einn son sinn stuttu eftir fermingu. Það mun hafa orðið hjón- unum þungt. En Ólafur og Þuriður báru ekki sorg sina á veg út. Þrettán börn lifa föður sinn, öll uppkomin, myndarlegt og duglegt fólk. Flest eru þau búin að stofna sin eigin heimili og vegnar vel, enda tengdabörnin sér- staklega góð og myndarleg. Eitt var eftirbreytilegt við þessa stóru íjölskyldu i Knarrarnesi. Það var hið nána samstarf við foreldrana, þó börnin væru flutt að heiman. Þegar Heiðarbrún 9 Keflavik, og var þar það sem eftir var lifdaga. Þuriður fékk þar svo góða hjúkrun og alla meðhöndiun, að ekki er hægt að lýsa þvi eða þakka eins og vert væri. Þrekið var búið en andleg skynjun ekki. Til marks um andlegt skyn er það, að siðasta dag, sem hún lifði, talaði hún við tengdason sinn, spurði um aflabrögð og hvort öllum liði vel. Það var hennar mesta gleði að öllum liði vel. Næsta morgun var komin breyting, endir var fyrir- sjáanlegur. Nokkur börn hennar og tengdabörn voru við banabeð hennar. Ein dóttirin hélt i hönd móður sinnar. Þuriður lagði hönd á brjóst sér til merkis um sársauka. Lifsþráðurinn var slitinn. Góð kona er íarin úr þessum heimi. Þuriður Guðmundsdóttir i Stóra- Knarrarnesi er dáin. Guð blessi hana á nýjum leiðum. Ég trúi þvi að beðið hafi vinir i varpa, er von var á gesti. Stefán Arnason. 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.