Íslendingaþættir Tímans - 25.05.1974, Side 11

Íslendingaþættir Tímans - 25.05.1974, Side 11
Guðrún Þorvaldsdóttir Sesselja Þorvaldsdóttir Þorvaldsdóttir Sigríður (iuörún Þorvaldsdóttir, fædd 4. nóv. 1881. d. 14 mái 1971 Sesselja Þorvaldsdóttir, fædd 4. mai 1888, d. 2. des. 1955. S'griður Þorvaldsdóttir, fædd 19. sept. 1S92, d. 22. marz 1973. Það hefur oft hvarflað að mér að skrifa fáein orð um systurnar þrjár, setn allar eru búnar að ljúka sinu dagsverki hér, og má segja að fyrr nefði ég mátt stinga niður penna, þar Sem Sesselja móðir min dó fyrir meir en 18 árum. Guðrún dó fyrir tæpum Þremur árum og Sigriður fyrir ári sið- 3°, en máski það hafi ýtt undir að nennar dánardægur er um þessar mundir að ég læt verða af þessu. Þegar mig langar til að skrifa um einhvern, koma svo ótal minningar i hugann, að ég veit ekki hvað helzt ætti að skrifa og hvað ekki. bað er svo margt sem þrýstir á. Allar þessar systur voru fæddar að Litlabæ, sem var litið býli i Miðhúsa- landi, Álftaneshreppi, Mýrasýslu. Bjuggu foreldrar þeirra þar sin fyrstu búskaparár. Þau voru Valgerður Anna Sigurðardóttir frá Valbjarnarvöllum, Borgarhreppi og Þorvaldur Sigurðs- son frá Lambastöðum, Álftanes- hreppi. Siðan fluttu þau hjón að Álftár- tungukoti árið 1893. Valgerður Anna amma min dó árið 1912. Kom það i hlut Sesselju móður minnar og SigriðSr að veita hemilinu forstöðu. Þá var Guð- rún farin að heiman, en hún fluttist suður á Vatnsleysuströnd 1909 til unn- usta sins Þórarins Einarssonar, en þau giftu sig i október 1910 og héldu upp á 60 ára hjúskaparafmæli 1970 eða 7 mánuðum áður en hún dó. Um hana var þá skrifað i tslendingaþætti og vfð- ar. Þorvaldur afi og Valgerður amma eignuðust 9 börn, brir drengir dóu kornungir, voru tveir þeirra skirðir Bjarni, en sá þriðji Jónas. En þrir syn- ir lifa enn. Sigurður fæddur 23. janúar 1884, bóndi að Sleitustöðum, Skaga- firði. Stundaði hann lengi kennslu með búskapnum og fleiri störf. Friðrik fæddur 10. desember 1896. Nú búsettur i Reykjavik, áður i Borgarnesi. Var kennari i Borgarnesi og vfoar og var framkvæmdastjóri skipanna, sem gengu á milli Borgarness og Akraness og Reykjavikur og siðan milii Akra- ness og Reykjavikur og er það enn. Jónas fæddur 19. september 1899. Hann hefur einnig verið kennari. M.a. Guðrún ís|endingaþættir Sesselja Sigríður

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.