Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1974, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1974, Blaðsíða 13
Svavar Guðjónsson umsjónarmaður Fæddur 22. mai 1917 Dáinn 24. nóvember 1973 Mér myndi þykja það stórum miður ef ég renndi grun i, að Svavari vini minum kynni að þykja ég hafa verið of seinn á mér að hripa niður á blað þess- ar fáu linur, sem ég hafði ætláð mér að fylgdu honum úr hlaði við flutninginn héðan yfir á annað tilverusvið. Eða þá að hann kynni að fyrtast við mig vegna þessara skrifa um hann látinn. En hann fyrirgaf mér svo margt blaðrið, þessi góði drengur og gamli félagi, er við hittumst á vegferð okkar, að ég vona að hann afsaki siðata ávarp mitt til hans. Þar mun haia verið báðu jöfnu að við hittumst á förnum vegi eða með öðrum hætti sem það gladdi mig og kætti návist hans með sinni léttu lund og skemmtilegu tilsvörum, og sást það ógjarnan á honum hvort með honum blés eða móti og þvi minnisverðari varð hann mönnum sem kynnin urðu lengri svo og söknuðurinn að honum látnum, er kynnin urðu lengri og gagn- kvæmari. Svavar var fæddur i Reykjavik 22. mai 1917. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Jónsson verkamaður og kona hans Málhildur Þórðardóttir. Svavar ólst upp meö foreldrum sinum i stór- um systkinahópi sem hann strax i frumbernsku var mjög tengdur og þvi meira og traustar sem hann óx meira frá grasi til manndómsára sinna og æ siðan meðan lif hans entist. Svavar varðsnemma hraustm. að burðum, friður sýnum og þekkilegur, þrek þessa manns var með þeim hætti að aðdáun vakti meðal þeirra, er þekktu hann, unz hann skyndilega hneig að foldu á siðastliðnu hausti, er hinn geig- vænlegi sjúkdómur lagði hann að velli með engum fyrirvara langt um aldur fram, að ættingjum hans og vinum þrumulostnum af burtkalli hans. Það var að loknum dansleik á einum skemmtistað borgarinnar aðfaranótt annars sunnudags i september siðast- liðins að ég kvaddi Svavar vin minn og gat þess um leið við hann að ég væri að fara i sumarleyfi að morgni næsta dags og urðum við ásáttir um að gam- an yrði að sjást aftur við komu mina úr friinu. Kvaddi hann mig svo með þeim innileik sem venja hans var til. Það islendingaþættir liðu svo allmargar vikur þar til ég mætti næst á þessum sama skemmti- stað. Kom ég þar i seinna lagi og er ég gekk inn i salinn, spurði ég dyravörð- inn, sem vel þekkti Svavar, hvort að Svabbi, en undir þvi nafnigekk Svavar hjá okkur kunningjum hans, væri mættur því ég átti gjafnan von á þvi, þar sem hann bjó svo að segja i næsta húsi við áðurnefndan skemmtistað. Dyravörðurinn horfði stundarkorn á mig en svaraði mér svo eftir andar- taks þögn, að svo væri ekki og myndi heldur ekki verða á næstunni. Mér hnykkti nokkuð við en spurði svo hvort nokkuð væri að. Ekki annað en það, svaraði dyravörðurinn, að hann var jarðaður fyrir um það bil mánuði sið- an. Meira var ekki um það rætt. En litlu siðar gekk ég hljóður til baka út úr húsinu, heyrði aðeins með þykku eyra að spurt var, hvort ég virkilega væri farinn aftur sem ég þó svaraði engu. Og það var nú það. Við Svavar höfðum þekkzt frá þvi við vorum ungir drengir, ég þó nokkru eldri að árum og ávallt verið með okkur hinn mesti góðleiki og órofa vin- átta. Þvi var það að vonum að mér féllust hendur er ég frétti hiö sviplega fráfall hans með svo óvæntum hætti og má hver lá mér það, sem vill. Mér er þvi ljóst að um þvert tré er aö mæla er ég nú að svo löngum tima liðnum ota penna minum á blað til að minnast þessa góðvinar mins fátæk- legum saknaðarorðum. Það angrar mig að ég þykist þess ekki umkominn sem verðugt væri svo góðum dreng og svo tregt er mér um tungu að mér er augljóst að tilraun min og tilburðir steypa mér kollhnis i vanmætti getu minnar til þessa hlutar. Það er að von- um, að margar minningar brutust fram i huga mér á þessu hljóða haustkvöldi, er ég frétti lát hans svo snögglega. Þær eru þó ekki auðfundn- ar sökum þess hve þær taka yfir lang- an tlma. En heildin öll gerir Svavar að einum athyglisverðasta manni er ég hef kynnzt á leið minni um hrakhóla dýrlegra anna, enda er þetta aðeins brot af þvi sem ég hefði viljað sagt hafa um manninn. Svavar var að visu ekki allra manna og mat samferðamanninn að dóm- greind sjálfs sins, gildi þeirra mann- kosta er fram komu i dagfari og geð- slagi þeirra, er hann gerði sér að vin- um eða viðtalsmönnum þvi var það að þeir urðu færri en margur kynni að ætia eftir tölu þeirra er augljósast vildu gera hann að kunnmanni sinum. Þvi maðurinn var að eðlisfari hrein- skilinn og talaði jafnan út frá hjart- anu, en það vildi brenna við að samtið- armennina vanhagaði æði oft um góð- vild til að hafa rétt og hlutlaust sam- hengi i flutningi af orðum hans, og þeir einir urðu andstöðumenn hans og aðrir ekki. Við Svavar urðum samferða um fimmtiu ára bil og brast þar aldrei á góðvild hans og kærleika i minn garð. Og þvi er það að ég á þessum tima- skiptum færi honum alúðarþakkir minar fyrir vináttu hans og hrekk- lausa glaðværð, er jafnan hlýjaði mér i samskiptum okkar. Hið hlýja hjarta hans tók það sárt þegar hann frétti að einhver vina hans ætti við sorgir og raunir að búa og skeytti þá ekki um i hvaða tröppu launastigans þeir stóðu, hins vegar lét hann þess jafnan ógetið ætti hann sjálfur við erfiðleika að etja. Þjóðlegt orðtak segir svo að hver sé sinnar gæfu smiður og er þá oftast vitnað til atgervismanna andlegra eða likamlegra. Það er svo annað mál að mönnum er misjafnlega lagið að halda um stýristaum gæfu sinnar. Hvert okkar fer sinn veg og skilja þá oft leið- ir þeirra er sizt mætti ætla fyrir aug- um mannanna. Með lokaorðum minum vil ég svo þakka þessum góða og eðlisgreinda al- þýðumanni sem aðeins að litlu leyti fékk notið meðfæddra hæfileika sinna sökum erfiðra aðstæðna i uppvexti sin- um, en var þó með ýmsu móti dæmi- gerður fyrir þá kynslóð er ól hann. Erfiðleikarnir fengu þó aldrei bugað þennan æðrulausa mann sem ól allan aldur sinn sem traustur og trúverðug- ur þegn samtiðar sinnar, og bar jafnan vammlausan skjöld sinn hreinan og fágaðan. Þótt ég undirritaður sé þeirra óverðugastur sem nutu tryggð- ar hans og hjartahlýju vil ég biðja hon- um velfarnaðar á nýjum leiðum og kveð hann i guðsfriði. Svavar andaðist i sjúkrahúsi eftir stutta legu þann 24. nóv. siðastliðinn. Kristján Þórsteinsson 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.