Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1974, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 15.06.1974, Blaðsíða 15
75 ára: Guðbjarni Helgason Guðbjarni Helgason, bóndi i Straumfirði, Alftaneshreppi, Mýra- sýslu, varð 75 ára 7. mai sl. Guðbjarni er fæddur á Hreimsstöð- um, Norðurárdal, Mýrasýslu, 7. mai 1899, sonur hjónanna, er þá bjuggu þar, Helga Arnasonar og Helgu Bjarnadóttur. Foreldrar Guðbjarna bjuggu á Hreimsstöðum til vorsins 1914, en þá átti að hækka eftirgjaldið á jörðinni, þvi að þau voru leiguliðar og treystust þau ekki til að greiða hærra gjald og ekki sizt vegna þess að vorið 1914 var harðindavor og mikill fellir á bópeningi og þau hjónin með stóran barnahóp heima, þótt sum væru farin i burtu. Guðbjarni fór snemma i vinnu- mennsku, var hjá þeim Bergþóri eldri á ölvaldsstöðum. Þorbirni ólafssyni á Hraunsnefi og Jóni Vigfússyni i Dals- mynni. Vorið 1920 réðst hann að Ferjukoti, til Sigurðar Fjeldsteð og var þar ráðsmaður i 9 ár og þá um leið einnig ferjumaður á Hvitá. Reyndi þá oft á dugnað og snarræði hjá ferju- mönnunum og var það oft erfitt, sér- staklega þegar isskrið var á ánni, en Guðbjarna tókst það ávallt giftusam- lega. Árið 1928 réðst Guðbjarni i það að kaupa Laxholt i Borgarhreppi, en hóf ekki búskapþar fyrr en ári siðar, þvi að margt þurfti þar að lagfæra, húsakost- andstreymi, sem hann hefur orðið að reyna i lifinu. Þótt við Davið séum systrasynir, lágu leiðir okkar ekki saman að ráði fyrr en báðir voru orðnir búsettir hér i Reykjavik, en siðan eru um 20 ár. Kynni min af Davið hafa orðið mér góður skóli. Ég hef aldrei kynnzt þvi fyrr en hjá Davið, hversu allir erfið- leikar verða yfirunnir með þolgæði og glöggskyggni á lifið, og má þakka það hans ágætu skapgerð. Samskipti okkar hafa verið mér og minum i hag, og mér til góðs og skemmtunar. Hann kemur stundum i heimsókn, en alls ekki nógu oft, þvi návist hans kem- ur manni ávallt i gott skap. Sama bað Jón Þ. tsaksson, frændi okkar, mig að birta frá sér og sinni fjölskyldu, en á milli Daviðs og þeirra er náin vinátta. Við óskum Davið til hamingju með merk timamót i lifinu og vonumst til að mega njóta lifsgleði hans lengi enn. Finnur Árnason. ur lélegur og þurfti að byrja á þvi að húsa upp að nokkru leyti og var ekkert auðhlaupið að þvi á þeim tima er heimskreppan stóð yfir. Tveim árum siðar seldi Guðbjarni Laxholtið og reisti nýbýlið Staðarhús i landi Lax- holts. 1 þá tið var verið að byrja að veita lán út á nýbýli og minnir mig að það hafi verið um 10.000.00 krónur, sem sennilega hefur þótt mikil fjárhæð I þá daga, þótt þeir hafi hrokkið skammt til að húsa upp nýbýli. Guð- bjarni bjóð á Stað i 8 ár og hafði jafn- framt vegavinnuverkstjórn á hendi i 6 ár, sá um viðhald á þjóðveginum frá Laugum i Stafholtstungum að Sveina- tungu i Norðurárdal. Arið 1939 keypti Guðbjarni Straum- fjörð og hóf búskap þar strax sama ár og hefur búið þar siðan. A þeim tima var einsogviða annars staðar ekki um stór tún að ræða, en Guðbjarni hefur stækkað túnið allverulega og er það vel vegna þess hversu túnum er hætt þar vegna sandfoks, en sem sagt Guð- bjarna tókst að hefta sandfokið á túnið hjá sér og las ég grein i búnaðarritinu Frey eftir Ilagnar Asgeirsson ráðu- naut, þar sem hann dáði og þakkaði framtaksemi og áhuga Guðbjarna á að rækta jörðina og hefur Ragnari trú- lega verið i huga hver urðu örlög býlis- ins Kóruness, sem er sunnan við Slraumfjörð. Þar var Ragnar fæddur, en sú jörð fór i eyði, mikið vegna tún- skemmda af sandfoki. Ég hef alltaf dáðst að Guðbjarna fyrir hversu góður hann er við allar skepnur, hann þarf ekki annað en að kalla á þær i haga, þá koma þær hlaupandi til hans, jafnvel veturgömul tryppi, og sýnir það bara hversu mikill dýravinur hann er, þvi hann hefur það fyrir sið þegar hann umgengst dýrin i húsi á veturna að tala við þau. Hinn 8. mai 1933, giftist Guðbjarni Sigurlinu Hjálmarsdóttur ættaðri úr Aðalvik, hinni ágætustu konu, en Sigurlina lézt árið 1940, og var það mikið áfall fyrir Guðbjarna og heimil- ið og það gerir sér enginn grein fyrir hve missirinn er mikill, nema sá er reynir, þegar húsmóðirin fellur frá hversu lengi heimilið er lamað á eftir, ef það nær sér þá nokkurn tima að fullu eftir slikt áfall. Sigurlina og Guðbjarni eignuðust tvö börn, Sigrúnu, sem er gift Steinari Ingimundarsyni, og búa þau i Borgar- nesi, og Magnús, sem býr með fööur sinum i Straumfirði. Við vinir Guðbjarna, sem erum tiðir gestir hans, þegar við vijum losna við skarkala og hávaða borgarlifsins og vera i friðsælli náttúrunni, þar sem blandast saman fuglasöngur og sjáv- armiður, óskum honum allra heilla á þessum timamótum og það gera einnig þeir, sem kynnzt hafa dreng- skap, góðvild og gestrisni þessa höfð- ingja. Emil Helgason. ATHUGIÐ: Fólk er eindregið hvatt til þess að skila vélrituðum handritum að greinum í íslendingaþætti, þótt það sé ekki algjört skilyrði fyrir birtingu greinanna. islendingaþættir 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.