Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 10
fundi á rammislenzku og geðþekku menningarheimili, þar sem hispurs- leysi, glaðværð og háttvisi réð rikjum. .Það eru ekki aðeins sveitungar, sem eiga Jóni mikla þökk að gjalda fyrir að treysta stöðu byggðarinnar og efla framgang hennar, heldur fjölmargir aðrir fjær og nær. Um leið og ég minnist Jóns vinar mins með nokkrum ófullkomnum orð- um, sem aðeins eru brotabrot af merku ævistarfi drengskapar og at- orkumanns, sendi ég Huldu, börnun- um og öðrum ástvinum innilegustu samúðarkveðjur. Tómas Arnason t Föstudaginn 11. júni s.l. fórfram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju, útför Jóns Erlings Guðmundssonar, fyrrum sveitarstjóra og hreppstjóra. Jarðar- förin var mjög fjölmenn, enda var þar kvaddur vinsæll maður, minnisstæður persónuleiki og drengur góður. Jón Erlingur var fæddur að Syðra- Lóni við Þórshöfn i Norður-Þingeyjar- sýslu 18. marz 1916. Hann var 4. i röð- inni af 12 börnum hjónanna Guðmund- ar Vilhjálmssonar og Herborgar Frið- riksdóttur, er þar bjuggu. Hann ólst upp á heimili foreldra sinna, miklu at- orku og myndarheimili, sem var hon- um ætiðmjögkært. Hann tók stúdents- próf frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1938, en vann með námi á sumr- um með sjósókn og almennri vinnu. Var hann einnig um tima með námi sinu verzlunarstjóri hjá Kaupfélagi Langnesinga við útibúið á Skálum, að sumarlagi. Eftir stúdentspróf hóf hann nám i lögfræði við Háskóla tslands, en hætti þvi námi fljótlega, og snéri sér að sjómennsku og siðar eigin útgerð. Ahugi Jóns Erlings mun snemma hafa beinzt að sjónum, enda var honum tið- rætt um fyrstu sjóferðir sinar frá Syðra-Lóni, þá barn að aldri. Hann tók fiskimannapróf hið meira frá Stýri- mannaskólanum i Reykjavik 1951 og var skipstjóri við útgerð sina, sem hann rak i félagi við aðra til ársloka 1954. Gerðu þeir félagar út frá Kefla- vik, en þar stundaði hann sjómennsku um 10 ára skeið. Sumarið 1953 kvæntist Jón Erlingur eftirlifandi konu sinni Huldu Karls- dótturfrá Fáskrúðsfirði. Hófu þau bú- skap i Keflavik, en fluttu til Fá- skrúðsfjarðar i ársbyrjun 1955, er hann gerðist sveitarstjóri Búðahrepps. Straumhvörf urðu i lifi Jóns Erlings er hann tók við þessu nýja starfi, sem var um leið brauðryðjanda starf, en áður höfðu oddvitar sjálfir annazt þessi störf. Hann undi sér strax vel i þessu nýja starfi, þó ólikt væri fyrri störfum hans. Með sinum alkunna dugnaði setti hann sig inn i málefni hrepps- félagsins og varð fljótlega mjög virtur i starfi sinu, bæði á Fáskrúðsfirði og annars staðar. Hlóðust brátt á hann ýmis önnur störf, sem tilheyrðu stjórn hreppsfélagsins. Var hann skipaður hreppstjóri Búðahrepps I ársbyrjun 1956 og gegndi þvi embætti til dauða- dags. Hann var i stjórn útgerðarfé- lagsins Austfirðings h/f, sem Búða- hreppur átti aðild að ásamt Reyðar- fjarðar- og Eskifjarðarhreppi. Sýslu- nefndarmaður var hann fyrir Búða- hrepp frá árinu 1967 til dauðadags. Hann gaf aldrei kost á sér i hrepps- nefnd meðan hann var sveitarstjóri, en varmaður var hann i hreppsnefnd núverandi kjörtímabil. Hann var um tima i stjórn Sambands sveitarfélaga i Austurlandskjördæmi. Mannkostir Jóns Erlings nutu sin vel i sveitarstjcirastarfinu, þvi hann var fyrst og fremst maður fólksins, sem vildi hag þess sem mestan og beztan. Hann varð strax mjög vinsæll i starfi sinu. Vildi hann ávallt hvers manns vanda leysa og urðu verkefnin brátt margvisleg, sem hann tók að sér að leysa fyrir einstaklinga. Sveitar- stjórastarfið var þvi margþætt og erfitt oft á tiðum og vinnudagurinn langur. Hann var mættur á skrifstof- una eldsnemma á morgnana til að vinna skrifstofustörfin, en þegar venjulegur vinnutimi hófst fór hann út og stjórnað framkvæmdum. Árið 1972 lætur hann af störfum sem sveitarstjóri, þá orðinn elztur sveitar- stjóra i starfi eða samfellt i 18 ár. Ræðst hann nú til Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, sem útgerðarstjóri. Hér naut hann sin vel. Þarna var hann aftur kominn að þeim þætti starfssögu sinnar, sem hann hóf ungur og átti svo mikinn þátt i honum alla tiö. Fyrst i stað var báturinn einn m/s. Hoffell SU 80, en i smiðum var b/v. Ljósafell SU 70, er kom til Fáskrúðsfjarðar i júni- byrjun 1973. Dótturfyrirtæki Kaupfé- lagsins, Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarð- ar h/f., var eigandi skipanna og var Jón Erlingur nú kjörinn formaður stjórnar hraðfrystihússins. Hann var einlægur samvinnumaður og taldi það mikla gæfu fyrir hvert byggðarlag að eiga öflugt samvinnufélag. Þegar nýi togarinn var kominn var augljóst að nýtt frystihús yrði að koma til sögunn- ar. Var byrjað á framkvæmdum við frystihúsið haustið 1973. Jón Erlingur barðist ótrauður fyrir byggingu nýja frystihússins og var þetta hús hans stærsta áhugamál er hann lézt fyrir aldur fram. öll þessi störf, svo og mjölmörg önn- ur, sem ekki er unnt að telja, vann Jón Erlingur af frábærri eljusemi og fórn- fýsi, en hann var gæddur slikri fórnar- lund að einstakt má teljast. Iframkomu var Jón Erlingur ávallt glaður og reifur, hress i tali og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hann var ræðumaður góður, en þótt málin væru stundum alvarlegs eðlis, hafði hann einkennilegt lag á þvi að umvefja þau glettni sinni, án þess þó að vikja frá málefninu. A gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar, en varla varhaldin sú skemmtun á Fáskrúðs- firði, að Jón Erlingur væri ekki eitt- hvað viðriðinn, t.d. sem veizlustjóri eða skemmtikraftur, en leikari var hann góður. Hann var virkur félagi i Leikfélagi Fáskrúðsf jarðar og ógleymanlegur i hlutverki Sveins Jóns, skósmiðs, I Leynimel 13, en leik- rit þetta sýndu Fáskrúðsfirðingar við góðan orðstir viða um Austurland með sveitarstjórann i aðalhlutverki. Skömmu eftir að Jón Erlingur og Hulda fluttu til Fáskrúðsfjarðar byggðu þau ibúðarhús og nefndu Varmaland. Þar áttu þau fagurt heimilimeð börnunum sinum þremur, Guðmundi Karli, Karen Erlu og Ast- valdi Anton. 1 Varmaland var ætið gaman að koma. Þar rikti glaðværð, gestrisni og myndarskapur svo af bar og voru hjónin samhent i hvivetna. Voru þau vinamörg og eiga Fáskrúðs- firðingar, svo og fjölmargir aðrir, margar skemmtilegar minningar frá heimsóknum til þeirra hjóna. Vorið 1975 varð Jón Erlingur fyrir mjög heilsufarslegu áfalli. Varð hann að leggjast inn á sjúkrahús og dvelja þar i tvo til þrjá mánuði. Eftir þetta áfall náði hann sér aldrei, þó hann bæri sig vel og sýndi mikla karl- mennsku og andlegt jafnvægi. Jón Erlingur varð bráðkvaddur við vinnu sina að morgni 3. júni s.l. Það mun hafa verið mikils virði fyrir hann að fara i fullu starfi, þvi hann var svo sannarlega maður starfsins. Kæri vinur! Hafðu þökk Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga fyrir vel unnin störf. Við Fáskrúðsfirðingar kveðjum þig, okkar bezta málsvara um áraraðir með virðingu og þakklæti. Við erum forsjóninni þakklátir að hafa fengið að njóta starfskrafta þinna. Fáskrúðsfirðingar votta Huldu, börnunum og öðrum aðstandendum dýpstu samúö. GIsli Jónatansson t 10 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.