Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 15.01.1977, Blaðsíða 13
Býr hann nú viö björk og viöi bústaönum til skjóls og prýöi. Kembdan elur klár viö stall. Guöi sinum greiöir pundiö. — Gleöst aö lita yfir sundiö, Esjuna og Akrafjall. Unglegri ég engum mæti áttræöum á borgarstræti, vörpulegri velli á. — Liföu Björgvin lengi hraustur. Liföu vinur, sannur, traustur, sæll i ró viö sundin blá. Bj.H. Til Björgvins Filippussonar 1/12 1976 Andans máttur ekki dvin, enn er gott til fanga. Attatiu árin þin eru sigur-ganga. Verndaö sé þitt vizku pund. Vermdu hörpu lengur. Eins nær þú á aöra grund æöri heima gengur. M.S. Þann 1. desember slöastliöinn varö Björgvin Filippusson frá Hellum i Landssveit áttræöur. Engan sem hittir Björgvin á förnum vegi mun gruna aö hann eigi svo mörg ár aö baki, svo vel er hann á sig kominn bæöi andlega og likamlega. Astæöan fyrir þvi aö ég tek mér penna i hönd á þessum merku timamótum i lifi Björgvins er sú, aö mér finnst hann svo litrikur og sér- stæöur persónuleiki og góöur fulltrúi islenzkrar bændamenningar, aö nafn hans megi ekki niöur falla i Islend- ingaþáttum Tímans, þvi ágæta heimildarriti. Björgvin er fæddur aö Hellum i Landssveit 1. desember 1896, sonur hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur ljós- móöur og Filippusar Guölaugssonar bónda á Hellum. Þau Ingibjörg og Filippus voru bæöi af Vikingslækjar- ætt, valinkunn sæmdarhjón, samtaka um aö veita hinum minnsta bróöur hjálparhönd. Á þeirra heimili rikti andi trúar og mannkærleika, enda fylgdi blessun búi, og gæfa afkomend- um þeirra hjóna. Ungur fór Björgvin aö hjálpa fööur sinum viö bústörfin.og hefur þaö veriö íslendingaþættir honum góöur skóli, þvi faöir hans var ágætur bóndi, og sérstakt snyrtimenni i allri umgengni. Fljóttkom iljós, aö hinn ungi sveinn haföi áhuga á fleiri en hugsa um bú- pening. Þriggja ára gamall fer hann meö fööur sinum á bæ þar i sveitinni, og þar heyrir hann dreng vera að spila á munnhörpu. Björgvin varö svo hrif- inn af þessum hljóöfæraleik, aö hann spyr drenginn hvort hann vilji ekki láta sig fá munnhörpuna. Drengurinn er til i það, en segir aö hún kosti 50 aura. Nú vandast máliö, þvi Björgvin áttienga aura, og hljóður sat hann fyr- iraftan föbur sinn á hestinum heim að Hellum, og hugsaöi ekki um annaö en munnhörpuna góöu, og hvernig hann gæti eignazt 50 aura. Sjálfsagt hefur hann eitthvað talaö um þennan vanda þegar heim kom. Og vandinn leystist á óvæntan hátt. Björgvin átti leið fram hjá fjósdyrum. Þá heyrir hann kallaö: „Komdu hérna drengur minn”. Það var Margrét vinnukona, sem kallaði. Hún rétti Björgvin 50 aura, og sagði aö hann mættieiga þetta svo hann gæti keypt munnhörpuna af honum Fúsa I Skarði. Nú varö litill drengur glaður. Hann þakkaði Margréti vel fyrir gjöfina, hljóp til bæjar og sagöi tiðindi. Þá var að sækja hljóöfærið, en er þangaö kom, sagði faöir drengins, er munn- hörpuna átti, aö 50 aurar væru of mikið fyrir hana, þvi hún heföi kostað 50 aura ný, en væri nú tveggja ára gömul, og skyldi kosta 35 aura. Björgvin fór þviheim meö munnhörpuna og lðaura i vasanum, sem hann ætlaði aö skila Margréti en hún vildi ekki taka viö. Þetta hefur verið stór dagur 1 lifi litils drengs. Nú hófst tónlistarferill Björgvins, og fyrst ég fór aö minnast á þetta, má ég til meö aö segja frá ööru atviki, sem geröist er Björgvin var átta ára. Þá var haldin brúðkaupsveizla i sveitinni, og þegar fólki fór að liöa vel eftir góö- ar veitingar, langaöi það til aö dansa, en þá vantaöi mússik, og enginn var þarástaönum.semgatbættúr þvi. Þá var tekið þaö ráö aö senda eftir Björg- vini litla á Hellum, og var hann vakinn af værum blundi kl. 11 um kvöldiö, og er ekki aö orölengja þaö, að hann spil- aöi á harmonikku til morguns, og allir skemmtu sér hiö bezta. Þaö kom fljótt i ljós, aö Björgvin var góöum gáfum gæddur, og er hann tók fullnaöarpróf úr barnaskóla, var hann með ágætis einkunn, og hæstur af öllum krökkun- um. Nú þótti Björgvins sjálfsagt, aö hann gengi menntaveginn, og færðu þaö I tal viö fööur hans, en þegar talaö var um þab viö Björgvin aö ganga menntaveginn svaraöi hann: „Ég ætla að veröa bóndi”. Björgvin var fljótt einaröur, og tók sinar ákvaröanir, og þá meö þaö i huga aö láta ekki á móti betri vitund. Þann 28. nóvember 1922 kvæntist Björgvin Jarþrúði Pétursdóttur ætt- aðri frá Eskifirði. Var hún kona glæsi- leg, og hin ákjósanlegasti lífsförunaut- ur, vel gefinn á alla lund. Nú hófst hiö raunverulega lifsstarf Björgvins. Þau hjón hófu búskap á Hellum i félagi við Magnús Jónsson og Vilhjálminu Ingibjörgu, systur Björg- vins. Fljótt sá Björgvin, að of þröngt yröi um þá báöa á Hellum, og fór þvl aö leita sér aö öðru jarðnæði, þvi hann taldi, aö Villa systir hans ætti frekar að búa á Hellum, þar sem hún var þá orðin ljósmóðir I Landssveit. Þar hefur sagt til sin réttlætiskenndin, sem er svo rik i skapgerð Björgvins. Þaö varð úr, aö hann festi kaup á jöröinni Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu I Austur- Landeyjum, er hann nefndi siöar Ból- stað, og átti þar með frumkvæði aö þvi, að mörgum bæjarnöfnum i Land- eyjum var breytt úr hjáleigum I ágæt bæjarnöfn. Vorið 1923 flytur Björgvin niður I Landeyjar, og hljóta það að hafa veriö honum erfiö spor, aö flytja frá fööur- leifö sinni, þar sem hann hafði slitið barnsskónum, og ef til vill dreymt sina framtiðardrauma sem bónda. Það er lika fagurt bæjarstæði á Hellum, og seiðmagnaö umhverfi. Þaö var góö sending, sem Austur- Landeyingar fengu þetta vor, þar sem vóru þau Björgvin og Jarþrúöur, glæsileg ung hjón, góöumkostum búin, og það má segja, aö meö þeim bærust nýir menningarstraumar i Landeyj- arnar. Þar var aö visu gott félagslif, ogmikið af ungufólki.en nú lifnaöi allt sönglif. Björgvin varö söngstjóri, kirkjuspilari, gegndi margvislegum félagsmálastörfum, er ég kann ekki upp aö telja, hrókur alls fagnaöar á skemmtisamkomum, en hófsmaöur I öllum hlutum, hagmæltur, lagasmiöur og hafa lög eftir hann veriö sungin bæöi af einsöngvurum og kórum. Núerþaögamaltmáltæki, aö oftséu skáldin auönu sljó, en þetta á ekki við um Björgvin þvihann var góöur bóndi, forsjáll, fór vel með allan búpening, enda gaf bú hans góöan arð. Fjárrækt- armaöur ágætur, átti gott hrossakyn, ogeignaðist þvi marga góöa gæöinga I sinum búskap, sem eflaust hafa veitt honum marga ánægjustund. Þaö var oft gestkvæmt á heimili þeirra Björgvins og Jarþrúbar, þvi þar var gott aö koma. Þar bjó gleði i höll, og þess vegna sótti unga fólkiö þangað sérstaklega. Þá var oft tekið lagiö, húsbóndinn spilaöi undir, og söng viö raust. Hann haföi á heimili sinu vel æföan blandaöan kór. Þaö voru börn 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.