Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1979, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 07.04.1979, Blaðsíða 5
Reiðar Jóhannsson Fæddur 18. júli 1931 Dáinn 12. febr. 1979 Kveöja frá Verkalýðsfélagi Borgarness. Ariö 1979 veröur einu nafni færra i trún- aöarráðslista félagsins, en venja er til. Reiöar Jóhannsson, lengi trúnaöarmaöur á vinnustaö og trúnaðarráðsmaður, hefur veriö burtu kallaður á miðjum aldri. Viö eigum ekki lengur von á þvl að sjá hann koma inn úr skrifstofúdyrunum, þegar fundur skal hefjast, beinvaxinn og prúöan og taka sæti meöal okkar. Þvi fylgdi alltaf viss öryggiskennd. Reiðar var einn þeirra traustu manna sem ég get ekki hugsaö mér aö nokkurn tima hefði niöst á þvi, sem honum var til trúað. Af slikum eigum viö ætiö of fáa. Hann var ekki maöur öfga- fullrar baráttu, en vildi stuðla að þvi, aö samið væri i rósemi um sanngjarnar kröf- ur og ekki frá þeim hopað. Minning okkar um góöar stundir á trúnaöarráösfundum mun lengi veröa tengd Reiðari Jóhanns- syni og fyrir það þökkum viö persónulega og félagið allt. Reiöar vann alla sína starfsævi viö Mjólkursamlagið i Borgarnesi. Segir þaö nokkuö um tryggöhans við vinnustaö og vafalaust hafa öll störf þar leikiö honum i hendi. Eitt sumar leigöi hjá mér mjólkur- fræðingur, aökomumaöur, sem vann i Samlaginu. Morgunn einn skyldi hann mæta fyrstur og undirbúa starf dagsins. Vegna ókunnugleika bar hann nokkurn kviöboga fyrir. Um hádegið spuröi ég hann hvernig gengið heföi. Jú, fyrst valt nú á ýmsu en ,,svo kom Reddi (Reiðar) og þá reddaðist allt”. Þetta tilsvar finnst mér geta veriö táknræn lýsing á hinum hjálpsama félaga. Kæra Hanna og Guörún. Þiö hafið veriö miklu sviptar. Dýrmætust aUs mun ykkur nú veröa minning um sannan dreng. Þiö hafið góös að minnast. Viö dirfumst aö vænta þess, aö yfir okk- ur sé vakað af þeim vinum, sem gengnir eru úr augsýn, einnig þess, aö þeir séu farnir á undan okkur til þess að búa okkur fátæklegu þakkir til hjónanna í Bakkaseli og þeirra elskulegu barna, sem nú syrgja sina góðu móður, en eru þó þakklat fyrir að löngu og ströngu striöi er lokiö. Viö vitum öll sem þekktum Guönýju, aö ef almættiö ætlar okkur aö vakna aö nýju á annarri strönd, þá á hún góöa heimvon. Kveöja og þökk fyrir allt mér og minni fjölskyldu auösýnt gegnum árin. Ólafia Jóhannesdóttir. 'slendingaþættir Borgarnesi stað og taka á móti okkur á ókunnri strönd. Samhygö samstarfsmanna Reiðars i Verkalýösfélagi Borgarness er ykkur vottuð. Blessuð sé ykkur og okkur minning hans. Ingibjörg Magnúsdóttir. Kveöja frá mágkonum. Reiöar Jóhannsson, Borgarnesi. Kæri mágur, viö viljum þakka þér fyrir allar þær dásamlegustundir, er við áttum á heimili þinu og sérstaklega hve dásam- lega þú hélst uppi gestrisni og snyrti- mennsku á fyrra heimili foreldra okkar eftir þeirra daga. Ekki sist það veganesti, er þú gafst börnum okkar með vináttu þinni og kærleika.sem á eftir aö veröa þeim mikið og gott lifsnesti. Guö blessihugljúfar minningar um góö- an dreng, félaga og vin. Mágkonur. Mánudaginn 12. febrúar s.l. lést I Landspitalanum svili minn, Reiöar Jó- hannsson, Borgarnesi, aðeins 47 ára. Reiöar varfæddur i Borgarnesi, 18. júii ‘ 1931. Sonur hjónanna Guðrunar Bergþórs- dóttur frá ölvaldsstöðum i Borgarhreppi og seinni manns hennár Jóhanns Magnús- sonar frá Hamri i Borgarhreppi. Jóhann var Dalamaður að ætt og uppruna, frá Glerárskógum i Hvammssveit. Jóhann var upphafsmaður að stofnun Sparisjóös Mýrasýslu 1913, formaöur stjórnar hans frá upphafi og sparisjóðsstjóri frá 1929 til dánardægurs 1950. Guðrún, móöir Reiö- ars, er enn á lifi tæplega 89 ára gömul. Reiðar á tvær systur á lifi, frá fyrra hjónabandi Guörúnar. Þær eru Guörún Lilja Þorkelsdóttir, búsett i Reykjavik og Þórdis Þ. Fjeldsted, Ferjukoti i Borgar- hreppi. Reiðar vann allan sinn starfsaldur hjá Mjólkursamlagi Borgfiröinga og þrátt fyrir aö hann var aðeins 47 ára þegar hann lést, var hann búinn aö starfa 31 ár hjá fyrirtækinu. Hann var dugmikill og dyggur starfsmaöur alla tiö og gekk i öll störf innan fyrirtækisins, bæöi fagstörf sem önnur og leysti þau fljótt og vel af hendi. Þrátt fyrir sjúkleika hans siðustu mánuöina skilaöi hann fullum vinnudegi þar til tveim mánuðum fyrir andlátiö. Hann haföi átt viö vanheilsu að striöa undanfarna mánuði, en ekki svo aö nokk- urn grunaöi að svo stutt væri eftir. Ég kynntist Reiöari fyrir rúmum fimmtán árum.er hann giftist eftirlifandi konu sinni, Hönnu Marinósdóttur. Þá sá ég strax, að þar fór góöur drengur, sem haföi margt það besta i fari sinu sem einn mann getur prýtt. Reiöar missti fööur sinn ungur, en bjó siöan einn með móöur sinni. Hann skildi ekki við hana þótt hann færi sjálfur aö búa, þvi aö hann geröi sér ibúö á loftinu hjá henni, til að geta fylgst meö henni og hjálpaö. Þaö var oft mannmargt á loftinu hjá Reiöari og Hönnu, og fór þar saman gestrisni og hjálpfýsi. Viö svilar hans og mágkonur vorum svo heppin að þau gátu keypt hús tengdaföður mins, Marinós bakara, er hann lést. Þar varð ekki minni gestrisni, reisnog snyrtimennska eftir aö þau tóku viö og var þaö okkurmikils viröi. Ég þekkti ekki mikið hans daglegu störf, en þó er ég viss um aö samvisku- samari maöur er vandfundinn i dag, þvi S

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.