Íslendingaþættir Tímans - 06.05.1981, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 06.05.1981, Blaðsíða 5
illan leik og bjargaöist upp á forvaöann en jeppinn veltist i brimrótinu og var náö i land á fjörunni þvi sem næst ónýtum. Sr. Magnús bifaöist ekki viö svona slys. Hann trúöi á verndarhendi Guös og fór aldrei i ferð stutta eða langa án þess aö biöja ferðabæn i upphafi ferðar,, var áhifaarikt aö veröa vitni aö sliku. Sr. Magnús hélt þeim góöa siö alla sfna prestþjónustu aö húsvitja sóknarbörn sfn árlega — var þaö mikiö starf en vel metiö af sóknarbörnum. Eitt af þvi sem geröi hann eftirminni- legan og haföi mest og heillarikust áhrif i gegnum 40 ára starf hans i prestakallinu var fermingarundirbúningurinn. Ég hygg aðfáirprestar hafi lagt eins mikla alúö og alvöru i þetta starf —ég f ullyröi aö viö hin fjölmörgu, sem höfum veriö fermingar- börn hans á prestskaparárum hans eigum miklar og góðar minningar frá þessum innilegu samverustundum er fermingar- undirbúningurinn var hjá sr. Magnúsi — þessi undirbúningstimi stóö lengur en hjá öðrum, hann var sérstakur skóli, sem reyndist mörgum traust veganesti út i lifiö. Sr. Magnús var þess fullviss, aö ferm- ingarundirbúningurinn væri eitt þýö- ingarmesta atriöi i starfi þjóna kirkj- unnar til aö fá ungmenni til aö skilja hið mikilvægasta i kristinnni trú. Eitt af erfiöustu skyldustörfum prests- >ns er aö tilkynna mannslát, ekki sfst ef um slys er aö ræöa, þaö varö sr. Magnús a& gera i fyrsta sinn haustiö 1923, er sjó- s*ýs Varö I lendingunni i ólafsvik, þá varö hann aö tilkynna ekkju aö einkasonur hennarheföi farist. Sr. Magnús sagði mér a& þaö heföi veriö erfiö en ógleymanleg stund, en hann fann að yfir þeirri stund hafðihviltnáöDrottinsogsvohafi verið æ s*öan. Sr. Magnús var meira en prestur og Prófastur i ölafsvik og nágrenni, eftir uann liggur mikiö starf aö ýmsum félags- °gumbótamálum byggðarlagsinsi' 40. ár- Hann var formaöur og gjaldkeri Spari- sjóös ólafsvikur frá 1923 til 1963, undir hans stjórn og forsjá var Sparisjóöurinn em mikilvægasta stofnun byggöarlagsins. " Hiö mikla starf hans þar er ein sér ^sikil saga. Hann var fyrst kosinn I hreppsnefnd i 0*afsvik 1925- var oddviti 1927-1933, sat °ftast i hreppsnefnd til ársins 1958aö hann Saf ekki kost á sér lengur. Auk þessa var ann i hafnarnefnd, sáttanefnd og skatta- Jtefnd og fjölda annarra trúnaðarstarfa y&r kyggöarlagiö. Eg var I hreppsnefnd meö sr. Magnúsi 54-1958 og tel mig hafa lært af honum argan mikilvægan fróöleik um meöferö rePpsmála og kynntist þá af eigin raun lslendingaþættir starfsorku hans og starfsgleöi og brenn- andi áhuga hans fyrir velferöarmalum byggöarlagsins. Þessu til viöbótar má segja aö sr. Magnús hafi veriö lögfræöilegur ráöu nautur byggöarlagsins, þaö kemur best I ljós þegar blaöaö er i skjölum sýsluem- bættisins frá þessum áratugum — samn- ingar — afsöl — kaupmálar o.s.frv. flest skrifaö meö hendi sr. Magnúsar,- Þetta geröi hann allt meö ljúfu geöi á besta tima sem var, enda var þetta einn rikasti þátturinn I lifshlaupi hans aö miðla öörum af starfi sinu og þekkingu. Eins og af þessu má sjá var Magnús fjölhæfur atorkumaur. Hann haföi mikinn áhuga á tækninýjungunum og fylgdist vandlega meö framförum. — Hann var áhugamaöur um vélvæöingu og vann ötullega að þvi aö fá rafmagn til nota i byggöarlagið. Hann ásamt Jónasi Þorvaldssyni þv. oddvita áttu drjúgan þátt í þvi aö „Fossá” var virkjuö við Ólafsvik 1954. Þegar Rikisútvarpiö tók til starfa 1930 varö sr. Magnús umboösmaöur þess fyrir utanvert Snæfellsnes — var hann áhuga maður um aö útvega fólki útvarpstæki, og eru dæmi þess aö hann útbjó sjálfur slfk tæki. Tók hann aö sér aö gera viö viötæki, hlaöa batterium. Þetta var eitt af hans ' mörgu áhugamálum, mörg kvöld mátti sjá ljós i viögeröarherbergi sr. Magnúsar fram á nætur þegar hann var aö hjálpa fólki aö gera viö útvarpstæki sem ekki voru fullkomin á þeim árum. Hann var barnslega glaður, þegarhann gatoröið aö liöi á þennan hátt. Auk þe.ss sem hér hefur veriö getiö voru sr. Magnúsi falin ýmis trúnaöarstörf útá viö. Hann fór margar feröir til útlanda 1950-1953 til að kynna sér starf kirkjunnar fyrir sjúka — sat hann sem fulltrúi Islands fundi sjúkrahúspresta og sál- gæslumanna i Osló 1957, Finnlandi 1960 og Sviþjóö 1963. Var sr. Magnús helsti hvata- maður í prestastétt þessara mála á Islandi og vann brautryöjendastarf á þessu sviöi sem sjúkrahúsprestur i Reykjavik. Sr. Magnús var alla ævi bindindis- maöur og ávallt reiöubúinn aö vinna fyrir bindindishreyfinguna, m.a. sat hann ásamt frú Rósu fyrir Islands hönd bind- indisþing fyrir Noröurlöndin sem haldiö var i Arhúsum 1956. Hann vann mikið og árangursrikt starf aö þessum málum I Ólafsvik, var hér umboösmaður Stór- stúku Islands og driffjööur i stúkustarfl Var hann heiöursfélagi unglingastúk- unnar Ennisfjólu nr. 59, Ólafsvik. Hann var fyrsti formaöur félags áfengisvarna- nefnda Snæfellsnessýslu. Sr. Magnús var sæmdur hinni fslensku fálkaoröu fyrir sin miklu störf.. Sr. Magnús sagöi aö mesti hamingju- dagur lifs sins heföi veriö 14. júli 1917, en þann dag opinberuöu þau trúlofun sina, hann og Rósa Thorlacius ljósmóöir, elsta dóttir presthjónanna I Saurbæ og hinn 27. júni 1920 vlgöi sr. Einar þau saman I hjónaband. Viö sem áttum þvi láni aö fagna aö vera samferöafólk og vinafólk presthjónanna I Olafsvik, kynntumst aö eigin raun mann- kostum frú Rósu. Þaö streymdi út frá henni öryggi og hlýja. Hún vann sér ástog viröingu allra sem I nálægö hennar voru. Það var þvi vissulega hamingjudagur i lifisr. Magnúsar aö fa þessa fágætu konu sem lifsförunaut sem entist 1 57 ár, en frú Rósa lést 15/6 1977. Frú Rósa var eiginmanni sinum stoö og stytta i hans mikla, fjölbreytta og oft erfiöa starfi, stóö ávallt viö hliö hans viö kirkjulegar athafnir. Heimili þeirra frú Rósu og sr. Magn- úsar i Ólafsvik var ávallt með sérstökum blæ, myndarskapur, lifsgleöi, kærleikur og trú var aöalsmerki heimilisins. Þau hjónin eignuðust 5 börn, tvo syni og þrjár dætur, sem öllfæddust i ólafsvfk. Elsti sonur þeirra, Guömundur, lést af afleiöingum bifreiöaslyss i Reykjavik rúmlega tvitugur aö aldri. Var mikill harmur aö fráfalh hans, hann var sérstakur efnis- og drengskaparmabur. Hin systkinin eru: Helga, kennari við æfingadeild Kennaraháskólans, Kristfn, ekkja Þóröar heitins Möller yfirlæknis, Einar fulltrúi hjá Eimskip kvæntur Petreu Steinsdóttur og Anna prestfrú I Skálholti, gift sr. Gubmundi Óla Ólafs- syni. A þessu árabili var sú venja hér um slóöir aö flestar giftingar og skfrnarat- hafnir fóru fram á heimili presthjónanna. FriLRósa sá um allan undjrbúning og aö- stooaöi mann sinn viö sjálfa athöfnina, og á næstum ótrúlegan hátt var ávallt veislu- borö tilbúiö aö lokinni hverri athöfn. Þetta var meö sérstökum vinarblæ sem frá Rósu og sr. Magnúsi var svo auö- skapaö og tengdi söfnuðinn vinarböndum viö presthjónin gegnum árin. Þaö var gott aö starfa með sr. Magnúsi. Þeir fjölmörgu sem fúslega lögöu honum liö viö preststarfiö og um málefni kirkj- unnar, sóknarnefndir, organistar, söng- fólk, meðhjálparar, fundu þann sérstæöa hlýleik og traust sem honum var meö- skapaö að láta i té. Hann kunni aö meta . þetta samstarfsfólk sem var gegnum árin umvafiö góövild og kærleiksrikari um- hyggju presthjónanna beggja, sem geröi samstarfiö svo auövelt og ár.ægjulegt. Ég átti þvi láni aö fagna ásamt syst- kinum minum að alast upp i nálægö prest- fjölskyldunnar. Hús foreldra minna 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.