Íslendingaþættir Tímans - 06.05.1981, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 06.05.1981, Blaðsíða 8
70 ára Eiríkur Pálsson 22. apríl sibastli&inn átti sjötugsafmæli Eirikur Pálsson, forstjóri elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs I Hafnar- firöi. Eirikur er fæddur áriö 1911 aB öldu- hrygg I Svarfa&ardal. Foreldrar hans voru Páll Hjartarson, bóndi þar og kona hans Filippía M. borsteinsdóttir. Stúdent varö Eirlkur frá M.A. árið 1935 og lögfræöiprófi lauk hann frá Há- skóla Islands 1941. Starfsvettvangur Eirlks Pálssonar, hefur fyrst og fremst veriö viö opinbera stjórnsýslu. Hefur hann gengt starfi bæjarstjóra i Hafnarfiröi, skrifstofu- stjóra sambands Isl. sveitarfélaga, skatt- stjóra I Hafnarfiröi, en frá árinu 1967, hefurhann gengt starfi forstjóra Sólvangs I Hafnarfiröi. Félagsmálastörf Eirlks hafa veriö fjöl- mörg og fjölbreytt.A námsárum átti hann m.a. sæti I stjórn félags róttækra stúdenta var formaöur Bindindisfélags Háskólans og einn af stofnendum Félags frjálslyndra stúdenta. Þá tók Eirikur þátt i félags- störfum á sviöi þjóömála,var stofnandi Félags ungra framsóknarmanna á Akur- eyri, átti sæti I Stjórn F.U.F. Reykjavlk og hefur tekiö þátt I störfum framsóknar- manna I Hafnarfiröi og veriö m.a. I fram- boöi til alþingiskosninga. Ekki hefur Eirlkur Pálsson látiö hjá liða aö taka þátt I störfum félaga á sviöi. menningarmála. Var hann stofnandi Nor- ræna félagsins I Hafnarfiröi ásamt sálar- rannsóknarfélaginu. Þá hefur hann tekiö þátt I stjórnun og störfum I málfunda- 8 teiaginu Magna, bræörafélagi þjóökirkjunnar og Rotaryklúbbi Hafnar- fjaröar. Starfsbræöur Eiriks hafa hvatt hann til trúnaöarstarfa fyrir samtök sln en hann hefur veriö I stjórn Félags forstööumanna sjúkrahúsa á íslandi og formaöur þess um árabil. Þá hefur Eirlkur átt sæti I heil- brigöisráöi Reykjaneslæknishéraös frá stofnun þess. Af þessari upptalningu má ljóst vera, aö hér er á feröinni meira en meðalmaöur sem kvaddur hefur veriö til fjölmargra starfa og veriö eftirsóttur til forustu á sviöi menningar- og félagsmála. Enda maöur ágætlega máli farinn, fylginn sér og duglegur til allra verka, er hann lætur sig varöa. Leiöir okkar Eirlks Pálssonar lagu saman þegar ég tók sæti I stjórn elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs I Hafnar- firöi fyrir átta árum. Ekki var Eirlkur mér aö öllu ókunnugur, þegar þetta sam- starf hófst. Hann var einn þeirra manna I Hafnarfirði sem mjög setti svip sinn á bæ- inn á minum uppvaxtarárum og ungir menn komust ekki hjá aö taka eftir. Þegar -samstarf okkar Eirfks hófst aö Sólvangi var ekki laust viö aö ég bæri I brjósti nokkurn kviöboga, þar sem aldursmunur var mikill, maöurinn þekkt- ur fyrir aö viöhalda dyggöum hins gamla tima, ákveöinn og fylginn sér. Er ég nú horfi til baka minnist ég þess ekki aö okk- >ur hafi oröiö á missættir um hag og vel- ferö þeirrar stofnunar, sem okkur hefur veriö falin umsjón meö. Ég horfi þvl til þess tima sem reynslu- og lærdómstima vegna þeirrar kunnáttu og viösýni sem Eirikur býr yfir og ber viröingu fyrir þeim eldmóö sem einkennir öll störf Ei' riks Pálssonar aö Sólvangi. Þegar störf Eiriks Pálssonar fyrir Sól- vang eru metin er tvennt sem einkennir þau. Hiö fyrra er aö mikillar ráödeildar og hagsýni gætir i öllum störfum hans og hefir oft i hug minn komið aö margir yngri menn i störfum hjá hinu opinbera ættu aö taka hugarfar slikra manna sér til fyrirmyndar og eftirbreytni. Hiö siöara aö þrátt fyrir aöhald og ráödeild, hefur Eirikur ekki misst sjónar af þvl aö skapa manneskjulegt umhverfi og taka I notkun nýjungar er varöar þjónustu viö aldraða A undanförnum árum hefur átt sér staö mikil endurbygging á öllum húsakosti Sólvangs og hefur Eirikur ásamt yfir' læknum og hjúkrunarforstjórum átt stærstan hlut að þeim breytingum. Nú er svo komiö aö Sólvangur er talinn I hópi þeirra stofnana sem lengst eru komnar & sviði öldunarþjónustu hér á landi. Þegar viö viröum fyrir okkur manninn Eirlk Pálsson i dag, kemur þaö nokkuö spánskt fyrir sjónir aö hann skuli nú vera aö ljúka sinum starfsdegi skv. landsins lögum, svo mikill er kraftur og eldmóöur hans i daglegum störfum. Fullviss er ég. þegar hann lætur nú af störfum, aö hann muni ekki setjast i helgan stein þvi E’" rikur Pálson býr yfir þeirri gáfu aö kunna aö setja niöur hugsanir sinar á blaö ljóöaformi og færi vel á þvi að hann gæ 1 sér tima til aö sinna þvi viöfangsefni- Fyrir hönd stjórnar, starfsfólks og vis manna Sólvangs flyt ég afmælisbarnin og fjölskyldu hans okkar bestu árnaðaf óskir og þvi fylgir þakklæti fýrl ánægjulegt samstarf á liönum árum. Siguröur Þóröarso islendingaþaettif Þeir sém skrifa minningar- eða afmælisgreinar í íslendingaþætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrituðum handritum.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.