Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1982, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1982, Blaðsíða 2
Jón Emil Ólafsson Þau Margrét og Jón voru mjög samrýmd. Þau feröuðust mikið saman, bæði á íslandi og erlendis. Oft lá leiðin til Noregs, vegna starfa Jóns fyrir Andvake. Þá var oft farið á fjöll þar í landi í hópi norskra vina. Berdal forstjóri Andvake og Jón Ólafsson voru traustir vinir enda samstarfsmenn um margra ára skeið. Þau Margrét og Jón voru barnlaus, en fósturdóttur ólu þau upp, Ólafíu Einarsdóttur, fornleifa- og sagnfræðing, sem gift er í Danmörku, Bent Fuglede, prófessor við Poly- teknisk Læreanstalt í Kaupmannahöfn. Það var mikið áfall fyrir, Jón þegar hann missti Margréti, en hún lést 28. janúar 1965 eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Missirinn varð enn sárari fyrir það hversu samrýmd þau hjón höfðu verið og hve Margrét hafði verið framúrskarandi góð húsmóðir. Vinir Jóns hugsuðu til hans á þessum erfiðu tímum og menn óttuðust, að hann ætti erfitt með að halda einn heimili í Suðurgöfúnni, enda þá kominn yfir sjötugt. En það sýnir best hinn mikla manndóm sem bjó í Jóni, að hjá honum var enginn uppgjafarhugur. Hann brást ótrúlega vel við hinum grimmu örlögum sem hann varð að þola. Hann hélt áfram einn heimili í Suðurgötunni allar götur til þess að kallið kom fyrir stuttu síðan og hann var lagður á sjúkrahús og þar að ljúka sínu æviskeiði. Þótt systur Jóns búsettar hér í borg og fjölskyldur þeirra hafi reynst honum sérstaklega hjálpsamar í hvívetna, þá sýnir það óvenjulegan lífsþrótt og manndóm að búa einsamall svo mörg ár við svo háan aldur og vanheilsu oft á tíðum. Jón Ólafsson gat sér góðan orðstír í lifanda lífi. Hann var góður Islendingur, hafði ákveðnar rökstuddar skoðanir á málum. Hann ritaði nokkuð í blöð og tímarit um lögfræðileg og söguleg efni, auk tryggingamálefna. Árið 1943 kom út eftir hann „íslenskur ríkisborgararéttur", sem vakti athygli. Hann sýndi Háskóla íslands óvenjulega ræktarsemi með því að arfleiða hann að húseigninni í Suðurgötu. Trúlega hafa sterkar tilfinningar fyrir menntun og menningu, sem ungur piltur bar í brjósti er hann lagði félaus af stað í leit mepntunar, austan af fjörðum á fyrsta tug aldarinnar, látið til sín heyra. Mér er kunnugt um, að Háskóli íslands metur mikils þessa höfðinglegu gjöf. Nú þegar Jón Ólafsson er allur rifjast upp margar endurminningar. Við hjónin áttum vináttu hans og Margrétar og eigum nú margar góðar endurminningar frá vinafundum liðinna daga. Eftir að Jón varð einn kom hann oft á heimili okkar og þannig héldust vináttuböndin gegnum árin. Við hjónin þökkum honum samferð og vináttu og ég flyt honum þakkir í nafni samvinnuhreyfingar- innar fyrir störfin sem hann innti af höndum á þeim vettvangi. Handan götunnar við Suðurgötu 26, er gamli kirkjugarðurinn í Reykjavík. Þangað liggur síðasti spölurinn. Þar verður Jón Ólafsson lagður til hvíldar við hlið Margrétar konu sinnar. Ekki 2 kemur mér á óvart, að þá verði miklir fagnaðarfundir, er þau Margrét og Jón hittast aftur í nýjum heimi. Ég vótta aðstandendum innilega samúð. Eriendur Einarsson. t Það er nú liðin góð hálf öld síðan við nokkrir skólafélagar úr Samvinnuskólanum áttum tíðum leið meðfram norðurhlið gamla kirkjugarðsins í Reykjavík, af því að einn okkar átti heima vestur á Ásvallagötu. Athygli okkar vakti þá stórt og myndarlegt hús, trúlega nýbyggt á gatnamótum Suðurgötu og Kirkjugarðsstígs, á fögrum stað með óheftu útsýni yfir tjörnina og umhverfi hennar. Litum við upp til þessa húss með ekki lítilli lotningu - líklega öllu meiri fyrir það, að sjálfir bjuggum við allir í kytrum - Gerðum við ráð fyrir því, að eigandinn hlyti að vera einn herjans „burgeis" en þetta milda og góðlátlega orð var mikið notað í kringum 1930 af vinstrisinnuðum mönnum um þá, er betur máttu sín í þjóðfélaginu. Sumir róttækir tóku þó dýpra í árinni og töluðu um „auðvaldspúka" og jafnvel verra. Þetta orðbragð átti nú kannski svolítinn rétt á sér þá og gat verið útrás fyrir heitan sefa ungra manna, sem blöskraði óréttlætið í heiminum og vildu frelsa hann - helst eins og skot! Ekki grunaði mig fyrir þessum mörgu áratugum, að eigandi og íbúandi þessa virðulega húss á fallega staðnum ætti eftir að verða góðkunningi minn og um stuttan tíma náinn samstarfsmaður - einhver sá hugljúfasti og elskulegasti, sem ég hefi kynnst um dagana, og óralangt fjarri því að búa yfir þeim eigindum, sem gjarna eru tileinkaður „vondum mönnum“ í pólitísku og öðru tilliti: Jón sá Ólafsson, sem hér verður minnst fáum orðum á takmörkuðu sviði. Það mun hafa verið haustið 1949, heldur en 1950, að Vilhjálmur Þór fól mér sem erindreka SÍS að halda nokkra kynningarfundi í öllum landsfjórðungum til frásagnar af yfirtöku og kaupum íslenskra samvinnumanna á starfsemi og tryggingastofni íslandsdeildar norska Lífsábyrgð- arfélagsins ANDVAKE, og ræða við fundarmenn meininguna með þessu, og hvetja landsmenn til aukinnar þátttöku í líftryggingum. Strax frá upphafi varð Jón Ólafsson áfram forstjóri Líftryggingafélagsins ANDVÖKU, en forstöðu norsku deildarinnar hafði hann haft á hendi um 20 ára skeið - tók við af þeim merka manni Helga Valtýssyni ungmennafélagsforkólfi og rithöfundi. Skyldi nú Jón sjálfur koma með a.m.k. á suma þessa fundi til trausts og halds, og þiggja far með mér í mínum bíl. Satt að segja hálfkveið ég fyrir samneytinu við þennan háa herra, sem ég hafði hvorki heyrt né séð og þekkti ekkert, síst sem samvinnufrömuð, en það fannst mér nú, að slíkur maður - forstjóri Andvöku hinnar nýju - þyrfti helst að vera! Ég man enn í dag, þegar við Jón lögðum upp í fyrstu ferðina okkar. Þetta var seint að hausti og „veður öll válynd" og vegir og brýr ekki svo góðar sem nú. Fyrsti fundurinn var ákveðinn norðanlands. Hrepptum við hið versta veður; hryssingsbyl, og glerhálka var og myrkur yfir alla Holtavörðuheiði, en ég glannaðist keðjulaus, eins og svo oft á þeim árum, og vitanlega á sléttslitnum sumardekkjum, því þá þekkti maður aðeins þá gömlu, góðu reglu: að nýta hlutina til hins ýtrasta. Man ég, að Jóni þótti meira en nóg um, sem vonlegt var, þegar bíllinn sikksakkaði milli vegarbrúnanna og engu mátti muna að illa færi. Athugasemdir hans um færið og aksturinn voru þó svo varfærnar og ljúfmannlegar, og fram- bornar á svo hæverskan hátt, að ég, sem annars var nú ekkert sérstaklega hneigður fyrir að geta tekið vel aðfinnslum annarra - kannski síst í akstri - gat ekki annað en virt og tekið nokkuð tillit til þess, sem Jón sagði. Já, mér er þessi fyrsta samvera okkar minnisstæð, og ég hygg ég megi segja, að Jón hafi haft varanlega 'áhrif á mig sem ökumann, því vitanlega hafði hann „lög“ að mæla. Og ekki nóg með það. Þessi fyrsta framkoma hans gagnvart mér, er mér minnisstætt tákn um raunar allan lífsferil þessa gjörhygla og grandvara manns, sem alla tíð bjó yfir mér liggur við að segja barnslegum hreinleik og sakleysi til orðs og æðis. Öll framkoma hans einkenndist af glaðværð og góðvild - eins og svo mörg hin síðari árin, þegar hann gekk hvergi nærri heill til skógar og þurfti að búa við þó nokkra einsemd. En heiðríkja hugans og fjölmörg áhugamál léttu honum lífið og húsinu sínu fallega ráðstafaði hann til Háskóla íslands - áreiðanlega í meintri almannaþágu. Þótt samstarf okkar Jóns Ólafssonar væri hvorki langvinnt né náið - hann var farinn frá Samvinnutryggingum sem framkvæmdastjóri, þegar ég kom þangað - er hann mér samt minnisstæðari og kærari en flestir þeir aðrir, er ég hafði meira saman við að sælda. Hann sýndi mér æ frá fyrstu kynnum óvenjulega elskusemi og tryggð, sem ég nú að leiðarlokum þakka honum af alhug. Vammlausari maður en Jón var, mun vandfundinn, og í engu brást hann, sem honum var til trúað. Þess vegna er minningin um hann óvenju heið, og virðingin grómlaus. Blessuð sé minning góðs manns. Baldvin Þ. Kristjánsson. Þeir sem að skrifa minningar- eða afmælisgreinar í r Islendingaþætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.