Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1982, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 11.08.1982, Blaðsíða 5
Sigurður Thoroddsen verkfræðingnr Áttræður ® Um tíuleytið á rúmhelgum dögum er ljósleitum Saabbíl gjarnan ekið fremur hægt í hlaðið við Ármúla 4. Út stlgur harðfullorðinn maður í meðallagi ^ár, þéttur nokkuð, alla jafna í yfirhöfn °8 alltaf með alpahúfu. Þarna fer S'gurður Thoroddsen verkfræðingur. Hann gengur seinlega upp að dyrunum °8 hyggur á leiðinni að gróðri eða öðru athyglisverðu. Honum liggur víst lítið á ' °8 þó. Nóg er að starfa. Ævitíminn eyöist, unnið skyldi langtum meir. Síst þeim lífið leiðist °-s.frv. orti Björn í Sauðlauksdal. hegar inn er komið heilsar hann á sinn Serstaka hátt með glaðlegu hó,hó. Alltaf e*ns, sér enda enda ekki tilgang í að reyta góðum venjuin. Hann kann betur v*ð að tekið sé undir kveðjuna. Þarna 8erir hann alla jafna stuttan stans, en á Pð yfirleitt nokkur orðaskipti við fólkið. eirn samræðum lýkur oftast með Setningunni: Þa er neddla þa, sem hefur feint ótrúlega merkingarvídd en þó uaf að umræðum um viðkomandi mál íí1^1 gjarnan vera lokið. Úr neðsta 8gur leiðin um hæð í efra. hn leiðin er ekk> greið. Stigarnir geta svo sem verið nógu Se‘nfarnir - 20 þrep upp á fyrsta pall og anaað eins þar fyrir ofan - Oft þarf að °Ppa og ræða við menn, þó tekur e'ninn úr þegar lögð er eldhúslykkja á 'ðina. Par er nefnilega um þetta leyti staddur góðvinur Sigurðar og Ú'parhella Ási Gvuð þúsundþjala- ls|endingaþættir smiður með meira og sérlegur ráðgjafi um flest er daglegu amstri lýtur. Fleiri koma í kaffi. Umræðurnar snúast um menn sem eru eða voru og málefni gömul og ný. Létt er yfir og sögur sagðar. Sigurður hefur á hraðbergi sögu að hverju atviki rétt eins og góði dátinn Sveik og eins og Sveik oftast eitthvað spaugilegt. E-n ekki má tefja of lengi, í mesta lagi tvær meðalpípur. Hann fer 1 yfirhöfnina og setur alpahúfuna upp, háfi þá unnist tími til að taka hana ofan. Eftir viðkomu í nokkrum herbergjum á hæðinni er síðari hluti stigans tekinn léttilega. Sigurður hefur skrifstofu þarna uppi þar sem hann afgreiðir nauðsynleg mál eftir einkunnarorðunum: Það sem er búið það er gert og þá er það ekki eftir. Úr skrifstofunni liggur leiðin oftast imi um virkjanadeiidina því enn hefur hann mikinn áhuga á orkumálunum. Hann heilsar á flest öll borð og kannar að hverju fólkið starfar. Tekur af sér, sest, fær meira kaffi og reykir aftur eina' til tvær pípur. Enn eru málin rædd á gamansaman hátt en oft frá nokkuð öðru horni. Meira heyrist frá yngri árum hans í starfi og leik og þeim fjölda fólks sem hann hefur kynnst. Oft kemur_ setningin: Þa er nebbla þa, sem þá getur allt eins merkt: það þýðir ekkert að fást um það eða: enginn fær gert við því eða ef frásögn gengur seint: æ blessaður farðu nú að koma þessu út úr þér. Þarna koma iðulega vísur sem tengjast atburð- um þeim sem um ræðir eða Sigurður klikkir út með latneskri setningu. Svo stendur hann snöggt upp nefnir að þetta gangi ekki, kveður alla og kallar sína eða jafnvel elskuna sína og fer, kannski minnugur Hávamála um að ljúfur verður leiður ef lengi situr annars fletjum á. Sú mynd sem hér hefur verið dregin upp af Sigurði Thoroddsen er ljósiega aðeins brot úr daglegu lífi manns sem hefur dregið sig í hlé af vettvangi dagsins og tekið til við aðra iðju. Sigurður Thoroddsen hóf rckstur sjálfstæðrar verkfræðistofu 1932. Frá þeim tíma og allt fram til 1975 tók stofa þessi mestallan tíma hans, en starfsvett- vangurinn var allt Island. Hann ferðað- ist því mikið og kynntist vel landsins högum, enda allt í senn athugull, forvitinn og minnugur f meiralagi. Hann hafði því vítt sjónarsvið sem oft veitti honum þá sýn er kynjagler ein gátu i ævintýrunum. Samferðamaður Sigurðar sagði hann hlaupa í verkfræðilegan hnút er hann kæmi á hugsanlegan virkjunar-; stað. Þá var Sigurður líklega að skyggnast í glerið. Eins og að líkum lætur sjást verk Sigurðar Thoroddsen víða um land. Á ferli hans, sem vegna vinnusemi verður enn þá lengri en ætla mætti af árum, gekk að sjálfsögðu á ýmsu. Gangur fyrirtækis endurspoglar í mörgu ástand í landi á hverjum tíma og víst er að ekki var alltaf auðvelt að halda fyrirtækinu gangandi. Sigurður hefur alltaf verið skjótur að sjá möguleika og nýta þá. Kom sá eiginleiki verkfræði- stofunni oft að góðu gagni við öflun verkefna og úrlausn þeirra. Sigurður hlýtur að hafa verið ágætur í fræðunum Framhald á bls. 6

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.