Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1982, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 18.08.1982, Blaðsíða 6
Ævar Ragnarsson Fæddur 4. ágúsl 1946 Dáinn 25. mars 1982 Suðuriandið, sem var eitt af skipum Nesskips h.f. tórst um 30 mílur norður af Færeyjum þann 25. mars s.l. Komust 10 af II manna áhöfn í björgunarbát við illan leik og á síðustu stund og var bjargað af þyrlum og þcir fluttir til Færeyja. Þá hafði bátsmaðurinn Ævar Ragnarsson farist. Af fréttum má skilja að slysið hafi hent þegar þeir félagar voru að stríða við að losa björgunarbát frá skipinu. Sesselja Jónsdóttir Framhald af bls. 5 arkitekt og starfar hjá Bvggingastofnun iandbún- aðarins í Reykjavík. Gift finnskum manni. Geir sonur Sesselju og Jóns f. 1956. hefur búið með móður sinni. Geir er dugnaðar og hagleiks mannkosta maður og reyndist hann móður sinni góður sonur til hinstu stundar. Eins og áður er að vikiö missti Jón maður Sesselju heilsuna eftir 10 ára sambúð þeirra og lést eftir 14 ára hjónaband. Dalsmynni cr ekki stór jörð. en fremur hæg. Bústofninn var að jafnaði 3 til 6 kyr og 80-120 kindur. Með fjárfjölda varð að taka tillit til hvað kýrnar voru margar hverju sinni. Sesselja var sérstakur skepnuvinur. hún hafði vetrarmann fvrstu árin eftir lát manns síns. en síðar hirti hún sjálf skepnurnar frani á síðustu ár. Ekki þurfti nema að sjá féð hennar Sesselju á fjárhúsahlaðinu í Dalsmynni til að sjá hvað féð var vel fóðrað og hún umgekkst allar skepnur nteð hógværð og vinsemd. Eins og að líkum lætur var fjárhagur Sesselju erfiður fvrstu árin eftir fráfall manns hennar. En það kom henni að góðu liði að Jón bóndi hennar hafði keypt jörðina Hreinsstaði í Norðurárdal. Þá jörð seldi hún til að losa sig úr skuldum. En eftir að Geir sonur hennar var vaxinn til að sinna vinnu. þurftu þau mæðgin engu að kvíða um fjárhagsafkomu. svo samhent voru þau og Geir eftirsóttur til vinnu. Árið 1920. var símstöð opnuð í Dalsmynni og starfrækt þartil 1968. Þaðféll íhlut Sesselju lengst af að sjá um símstöðina og naut hún mikilla vinsældar vegna fyrirgreiðslu sinnar og lipurðar. enda landskunn sæmdar kona. Eitt af þeim störfum sem Sesselja innti af hendi. var að t'aka á móti fjölda langtaðkominna ferðamanna og sjá þeim fyrir fæði og gistingu. auk þess voru þá oft á ferð að vetrarlagi fólk með hesta. sem þurfti að hýsa og fóðra og mun það hafa reynst það erfiðasta. en allt var af hendi leyst með greiðasemi og vinscmd. Þessi fcrðamáti hélst langt fram eftir búskaparárum Sesselju. Nú þegar Sesselja í Dalsmynni hefur kvatt dalinn sinn fagra á nítugasta árinu fylgja henni þakkir og hlýjar kveðjur samferðamanna. Blessuð sé minning hennar. Halldór E. Sigurðsson. Laugardaginn þann 24. apríl fór fram í Akureyrarkirkju minningarathöfn er helguð var Ævari, en hann var fæddur Akureyringur og átti þar ávallt heima. Hinn nýkjörni prestur, Þórhallur Höskuldsson, annaðist athöfnina af hinni mestu prýði. Meðal kirkjugesta var mestur hluti áhafnarinnar af Suðurlandinu. Höfðu hinir vasklegu sægarpar flogið norður til að kveðja félaga sinn og kæran vin. er hafið greip frá þeim er þcir voru allir í bráðum lífsháska og hársbrcidd ein var á milli fjörs og feigðar. Sama dag og kirkjuathöfnin fór fram. birtist í Morgunblaðinu minningargrein um Ævar Ragn- arsson. eftir skipstjóra hans. Halldór Almarsson. Því til sönnunar. hverra vinsælda Ævar naut meðal félaga sinna á sjónum. levfiég méraðgrípa upp og birta örfá orð úr grein skipstjórans: ..Það fór ekki mikið fyrir Ævari. en samt tóku allir eftir honum er honum kynntust og sáu. Ljúfmcnni var hann og viðmótsþýður. Hann lagði ávallt áhverslu á að vera vandvirkur og nákvæmur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur og krafðist þess sama af þcim sem hann vann með. Þetta ásamt traustvekjandi persónuleika. leiddi til þess. að hann var vinsæll í starfi og lcik." Hvort mun ei slíkur vitnisburður ábyrgs manns láta vel í cvrum og létta sorg foreldra og svstkina þess er með svo snöggum hætti var burt kallaður. Ævar Ragnarsson var næstelstur tólf barna þeirra hjóna Sigrtðar Tryggvadóttur frá Gröf í Kaupangssveit og Ragnars Pálssonar. Hann er Skagfirðingur að uppruna. Sextán ára að aldri fór Ævar á sjóinn. Hann var nokkur ár á Sambandsskipunum Jökulfelli og Dísarfelli. Á þessum árum gerðist hann bátsmaður. en það skilst mér að sé fornt starfsheiti þess manns er annast verkstjórn á skipi. Áður hafði hann lokið gagnfræðaprófi. Haustið 1977 gerðist hann bátsmaður á Suðurlandinu og þar var hann uns yfir lauk. ..Þeir sern guðirnir elska deyja ungir." Oft er þessum orðum brugðið upp þegar æskufólk hnígur í valinn. Vissulega eru þau huggun harmi gegn og síst verð ég til að rengja sanngildi þeirra. Þvf koma mér þessi fögru og fleygu orð í hug nú. að enginn sem kynntist Ævari Ragnarssyni komst hjá því að fella til hans hlýjan hug og það er sannfæring mín. að guðir hafa elskað þennan mann. Oftast vill svo verða að þeir menn sem til þess veljast að flvtja útfararræður. svo og þeir er eftirmæli rita í blöð. koma sér hjá því að geta mistaka ýmissa og ávirðinga er hent hafa viðkomandi mann á grýttum og skreipum vegum mannlífsins. Þetta tel ég rétt gert og þarf hér engra útskýringa við. Hins vegar þarf engu bak við þil að lauma þá mim.st er hins unga manns er nú svo skyndilega frá okkur horfinn. Svo gjörsamlega grómlaus var æviferill hans og benti allt til þess að svo hefði orðið áfram. þótt æviþráðurinn hefði tognað fram til hárrar elli. Ævar átti þá lund er engin styrjöld fylgdi. Hógvær í umgengni. glaðlegur og ávallt vingjarnlegur gekk hann fram þá leið er manni virtist með einhverjum haetti að löngu væri mörkuð. Allir báru traust til þessa manns og engum brást hann. Ég er sannfærður um að sem bátsmaður hefur hann ávallt bcðið menn sína að koma með sér í verk, fremur en að skipa þeim til starfsins. Ekki verður annað ráðið af fréttum. en að hann hafi hlaupið fram fyrir skjöldu á örlagastundinni. þótt háskinn væri augljós. Slíkt er aðall Itins ábyrga manns. Nú á tímum gefast farmönnum frístundir sem öðrum. Á hverju ári hafði Ævar viðdvöl heima á Akurevri. svo nokkrum vikum nam. Framan af árum bjó hann þá hjá foreldrum sínum að Oddagötu 3b. en nú hin síðari árin í eigin íbúð í fjölbýlishúsinu nr. 8 við Hrísalund. Hljóðlátur og gjörhugull vann hann að því að prýða íbúð sína og koma þar fvrir málverkum. bókum og húsgögnum. svo og heimilistækjum margvísleg- um. Aldrei var hann glaðari en þá er gesti bar að garði og gekk hann þá um beina eins og þaulreyndur matargerðar- og framreiðslumaður. Slík var starfslipurð hans og fjölhæfni. Ávallt kom Ævar færandi hendi heim úr siglingum og stráði hann þá gjöfum á báðar hendur. Fóru þeir þá síst varhluta sem yngstir voru í frændliði hans. Á mínu heimili er þess sárt saknað að nú fáum við ekki framar að sjá Ævar Ragnarsson hjá okkur sem gest. Þótt hann væri málskrafsmaður aðeins í meðallagi. bjó hann vfir greind. glettni og orðheppni sem alltaf ön aði til glaðværðar. Og þó var öllu í hóf stillt. því að prúðméi.nskan var þessum manni sem inngróin. En það eru foreldrar Ævars sem mest hafa misst. svo og systkini hans. er ekki ganga öll heil til skógar. Ég þykist á engan halla. þótt ég fullyrði að nú brást hin styrkasta stoðin. ..Sorgin gieymir engum." segir Tómas Guð- mundsson skáld og rétt mun það vera. En hér bar hana að svo óvænt. Því varð höggið svo þungt. En ávallt birtir upp eftir hin dimmustu él og nú er snjórinn frá vetrinum sem óðast að hverfa fvrir ylgeislum hins nýja vors. Ég bið þess að eins megi fara í huga þeirra er næstir stóðu Ævari Ragnarssyni. En minningin um góðan dreng mun átram hta. svo og vissan um endurfundi þegar þar að kemur. á landinu bjarta fvrir handan tjaldið. Jón Bjarnason frá Garðsvík íslendingaþættir 6

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.