Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 16.02.1983, Blaðsíða 2
Jóhanna Ögmundsdóttir á framhaldslífið og við eigum eflir að hitta hana aftur. Runni, við sendum þér og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Að lokum viljum við, fjölskyldur okkar og foreldrar, þakka frænku vorri allarsamverustund- irnar. Guð blessi minningu hennar. Elsa og Þórdís t Hún var fædd í Ólafsvík. Foreldrar hennar voru hjónin Hermanía Jónsdóttir frá Hrísum í Fróðár- hreppi og Ögmundur Jóhannsson sjómaður í Ólafsvík. Þau munu hafa stofnað heimili sitt að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni. Lífsbaráttan var hörð þar eins og sem víðast annars í landi voru í þá daga. Dýrtíð var mikil eftir styrjöldina og fór vaxandi á árunum eftir stríðslokin og hefir að sjálfsögðu verið þungbær fólki sem var að byrja búskap við lítil efni. Sú kynslóð, sem þá var í blóma lífsins var starfsöm og kjarkmikil og þekkti ekki annað en að duga í hverri raun og treysta á sjálfa sig og guð sinni í baráttu lífsins. Sjósókn var að sjálfsögðu megin atvinnuvegur fólksins þar, sem í öðrum sjávarþorpum. Fleyturnar voru smáar og sjóslys tíð. Þá munu árabátar eingöngu hafa verið notaðir. Að vísu var á tímabili gerð þar tilraun með útgerð vélbáta, sem fljótlega var hætt sökum hafnleysis. Vera kann, að sú útgerð hafi þó verið rekin að einhverju leyti. Þau hjón voru að eðlisfari léttlynd og lífsglöð og hafa eflaust verið, þrátt fyrir erfiðleikana, bjartsýn á framtíðina, sem ungt fólk er oftast sem betur fer» Reykjavík var þá í sárum eftir að spænska veikin hafði lagt hundruð bæjarbúa í gröfina 1918 og þar við bættist, að sá vetur var jafnframt mikill frostavetur. Eftir að hinni skæðu drepsótt var lokið í höfuðstað landsins, var hún lengi á eftir að stinga sér niður út um landsbyggð- ina. Þar á meðal barst hún til Ólafsvíkur. Árið 1921 tekur Hermanía þessa veiki. þá komin á leið með 3. barn þeirra hjóna. Hún og hennar ófædda barn urðu fórnarlömb þessarar skæðu veiki. Var þá mikill harmur kveðinn að Ögmundi, er hann hafði misst sína ungu og lífsglöðu konu og stóð nú einn uppi með tvö smábörn, Jóhönnu 2ja ára og Brand bróður hennar á 1. ári. Sem dæmi um hörku lífsbaráttunnar á þeim tíma, má þess geta að strax og jarðarför Hermaníu var lokið, varð Ögmundur að fara á sjóinn vegna þess að hann var skipstjóri á bátnum. sem beið brottfarar á skipalegunni. Oft var það svo, er þannig stóð á að slíkur harmleikur gerðist sem hjá þessum unga manni, að ættingjar reyndu að rétta hjálparhönd. Sólveig Einarsdóttir, ■ móðir Ögmundar, sem bjó í Stykkishólmi tók Brand litla í fóstur og hjá henni ólst hann upp og er nú sjómaður í Reykjavík. Jóhanna var tekin um stundarsakir af frændfólki hennar, Kristínu Sigurðardóttur og Stefáni Jóns- syni, sem var móðurbróðir Jóhönnu. Síðar var hún tekin í fóstur af foreldrum Kristínar, Kristjönu Helgadóttur og Sigurði Jónssyni sem bjuggu í Látravík í Eyrarsveit. Hjá þeim mætu hjónum ólst hún upp við gott atlæti, uns hún fór til föður síns í Ólafsvík, árið 1929, en þá hafði hann kvænst öðru sinni og var kona hans Þórdís Ágústsdóttir og hjá þeim átti hún heimili sín unglingsár. Jóhanna fór þá að sjálfsögðu í barnaskólann í Ólafsvík. Er Jóhanna hafði aldur til, fór hún til Reykjavíkur til starfa þar í bænum. Á þeim árum var algengt, að stúlkur utan af landsbyggðinni fóru þangað til að vinna á heimilum í bænum, „að vera í vist" eins og það var kallað. a.m.k. var mikið um slíkar vetrarvistir hjá stúlkum. Var það mörgum þeirra, sem unnu á myndarheimilum, gagnleg reynsla, er þær sjálfar stofnuðu heimili. Á fyrstu vctrum Jóhönnu, sem hún var í Reykjavík. þurfti faðir hennar að ganga undir uppskurð vegna gallsteina, sem hann hafði þjáðst af. Þá mun Jóhanna hafa verið 16-17 ára. Nú þætti þetta hvorki mikil né hættuleg aðgerð, enda orðin algeng þá, en þó fór svo, að hann andaðist stuttu eítir uppskurðinn. Ögmundur var þá á besta aldri og virtist heilsugóður að öðru leyti. Þetta var Jóhönnu sár hamnur og óvænt vonbrigði. þar sem aðgerðin virtist hafa heppnast vel. Þegar ég var barn. heyrði ég oft þær mæðgur. móður mína og móðurömmu. minnast Hermaníu, sem var systir móður minnar og ætíð minntust þær hennar með söknuði. Sérstaklega töluðu þær um það, hversu léttlynd hún hefði veriðoghláturmild. full af glaðværð og gáska. en jafnframt blíðlynd. Ótímabær dauði hinnar ungu rósar hafði orðið þeim það harmsefni, sem þær minntust æ síðan með Ijúfsárum trega. Ögmundur hafði einnig verið gleðimaður og söngvinn. Vafalaust hefur oft verið glatt á þeirra heimili í þeirra stutta hjónabandi, þó að eflaust hafi verið við erfiðleika að etja hjá þeim. sem öðrum þá. Þessa eiginleika foreldra sinna erfði Jóhanna, hún var glaðlvnd og blíð stúlka. sem ekkert aumt mátti sjá og þeir góðu eiginleikar fylgdu henni æfina á enda. Þann 6. september 1941 giftist Jóhanna Runólfi Kristjánssyni dugmiklum og glaðlyndum manni. Er mér í minni frá mínum unglingsárum. hversu hann var glaðlyndur og hláturmildur. Þau stofn- uðu heimili sitt þar í þorpinu og bjuggu fyrst í húsi. er hét Lækjarmót, en í þá tíð hétu húsin bæjarnófnum. en götunúmer voru ekki notuð. Var oft gaman að véra gestur þessara ungu og glaðlyndu hjóna. Þorpiö var þá í örum vexti og afkoma fólks góð. Þetta hús eyðilagðist í eldi, er hótel staðarins brann, en það stóð rétt hjá Lækjarmóti. Eftir það byggðu þau myndarlegt steinhús á sama stað og gamla húsið þeirra stóð á,ogárið 1961 byggðu þaunýtthúsaðSandholti9. Þar bjuggu þau. uns þau fluttu frá Ólafsvík til Reykjavíkur, að Karfavogi 35 í júní 1970. Hjónaband þeirra var einstaklega farsælt og þau voru ákaflega samhent og áttu indælt heimili hvar sem þau bjuggu. Þau eignuðust 4 drengi, sem allir eru nú búnir að stofna heimili og búa í Reykjavík og nágrenni og eru allir hinir mætustu menn. þeirra nöfn eru: Ögmundur Hermann, Kristján Lárus, Hörður og Sigurður Kristján. Þegar þau fluttu frá Ólafsvík var heilsa þeirra tekin að bila. í Reykjavík voru þau nærri góðri læknaþjónustu og svo voru drengirnir þeirra farnir þangað og trúlcga hefur það dregið þau mest þangað. Oft mun hugur þeirra hafa leitað til æskustöðvanna. heim í þorpið, þar sem vinir og vandamenn bjuggu, enda voru margar ferðirnar sem þau fóru þangað til þess að heimsækja sína gömlu vini. Sérstök var þeirra ræktarsemi við gamla vini og venslamenn, sem þau heimsóttu oft, bæði þar vestra og einnig hér syðra. Þau fluttu síðar að Kjarrhólma 26 í Kópavogi og á þeirra fallega heimili þar vorum við hjónin gestirásl. vori. Þarvoru staddir tveir synir þeirra, sem reyndust viðræðugóðir sem foreldrar þeirra. Greinilegt var, að þeir höföu fengið að erfðum hinna góðu eiginleika foreldranna. I návist þessarar góðu fjölskyldu var gott að vera.þar ríkti andi góðvildar og gestrisni. Um það leyti sem þau flytja frá Ólafsvík, eða skömmu síðar, kenndi Jóhanna þess sjúkleika, sem mun hafa dregið hana til dauða. Um það vildi hún lítið ræða og gerði jafnan lítið úr, ef um var rætt. Þrátt fyrir grun minn um að hún væri haldin hættulegum sjúkdónti. kom hið skyndilcga fráfall hennar mér mjög á óvart. Hún vaðveitti ávallt sína lífsgleði. þrátt fyrir veila heilsu og var jafnan hressileg í viðmóti. Margar eru minningarnar um Jóhönnu frænku mína. og þau hjónin. sem voru svo nátengd hvort öðru í hugum okkar. vina þeirra. Ætíð voru þau góðir gestir meðal vina og kunningja. því að hvar sem þau fóru fylgdi glcðin þeim. Nú hefir skjótt um skipast. er hin lífsglaða og kærleiksríka kona hefur kvatt lítið svo snögglega í byrjun þessa nýja árs. Við fráfall hennar kemur mér í hug hið fornkveðna: „Þar sem góðir rnenh fara eru guðs vegir," Slíkra er gott að minnast, þeirra er flytja með sér Ijós kærleika og mannúðar. Eg bið gjafara allra góðra hluta að veita Runólfi stvrk í sorg sinni cftir hið snögglega fráfall hans góðu konu. sem honum var svo nátengd í löngu og farsætu hjónabandi. Drengjunum þeirra ogöðrum vanda- mönnum sendi ég mínar samúöarkveðjur. Ó.B: 2 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.