Íslendingaþættir Tímans - 23.02.1983, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 23.02.1983, Blaðsíða 4
nýir siðir koma með nýju fólki og margt breytist í hraða nútímans. Glaðlyndi og gott skap var mjög ríkjandi í fari ömmu og aldrei heyrði maður hana barma sér í veikindum sínum þó margir aðrir hafi séð fulla ástæðu til. En kátínan og brosið var alltaf fremst á hennar vörum. Árið 1976 gekk amma undir mikinn uppskurð og var útlitið dökkt um tíma. En öll él birtir upp um síðir og eins var með þetta, amma hresstist og kom heim. Þó að hún þyrfti oft að dvelja langtímum á sjúkrahúsum birti alltaf uppp á milli og hún gat komið heim. Þær stundir sem hún gat verið heima voru henni mjög dýrmætar þó ekki væru þær alltaf mjög langar. Þegar við rifjum upp bernskuminningarnar kemur myndin af ömmu inn í þær allar. Við áttum því láni að fagna að alast upp við hlið ömmu og er það mikilvægt og gott fyrir okkur að 'hafa hennar góðu hugsun og ráðleggingar að leiðarljósi í framtíðinni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn nádarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. S. Egilsson Um leið og við kveðjum ömmu viljum við þakka henni fyrir allt sem hún var okkur og biðjum góðan guð að styrkja afa í framtíðinni. Blessuð sé minning hennar. Asta og Ella. + Laugardaginn 19. febr. s.l. var til moldar borin Ástbjört Oddleifsdóttir frá Haukholtum Hruna- mannahreppi f. 28.071913 d. 11.02 1983. Dugnað- ur, gæði, ósérhlífni og hjálpsemi voru einkenni þessarar góðu konu. Sá sem þessar línur ritar varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast hennrog hennar fjölskyldu á því sóma heimili sem Haukholt er. Ég sem 9 ára drengur átti að fá að dveijast þar fyrir kunnings- skap vina og foreldra um hálfsmánaðar skeið. Sá hálfi mánuður varð síðan að 6 sumra dvöl meira og minna ásamt tíðum heimsóknum í annan tíma, og ávallt síðan, því alltaf leitar hugurinn þangað sem manni hefur liðið vel, og það gerði mér vissulega undir hennar verndarvæng og hennar góðu fjölskyldu. Það er margs að minnast frá þessum árum sem ekki verður hér upptalið, en oft var gestkvæmt og glatt á hjalla í Haukholtum. Það skipti engu.ávalit sama góða og hlýja viðmótið að tinna hjá Ástu, þó hún gengi ekki ósjaldan síðust til hvílu og fyrst á fætur. Nú hin síðari ár er heilsu hennar fór að hraka heyrðist aldrei æðru orð eða kvartanir, það var ekki Ástu að skapi, heldur var alltaf bjart í nánd í hennar huga. Ég bið svo fyrir hönd foreldra minna og fjölskyldu góðan guð að styrkja þig, Steini minn og þína fjölskyldu í ykkar sorgum. Hörður Helgason. + Ég ætla með nokkrum orðum að minnast elskulegrar frænku minnar, sem andaðist þann 11. þ.m. Allt frá því ég man eftir mér, er Ásta frænka tákn um allt það góða, hún var ekki nein venjuleg frænka, heldur mikið meira. Nú á kveðjustund rifjast upp fyrir mér, ótal minningar, sem eru mér ákaflega dýrmætar. Ásta var mjög skemmtileg og jákvæð, gat ávallt, séð bjartari hliðar á öllu. Það var líka ákaflega gott að leita til hennar með sín vandamál, hún átti alltaf einhver góð ráð og nóg af hjartahlýju, svo það var sérstaklega gott að vera í návist hennar. Ég er ævinlega þakklát fyrir að hafa átt svo yndislega frœnku. Hún átti við erfið veikindi að stríða undanfarin ár, en í bví eins og öðru var hún sterk, gerði lítið úr þeim. Aldrei heyrðist hún kvarta, reyndi frekar að hughreysta þá sem í kringum hana voru, allt fram á síðasta dag. Elsku Steini, megi góður guð styrkja þig í sorg þinni. Öllum í Haukholtum sendi ég, ogfjölskylda mín, innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður guð hjálpa okkur öllum að sætta okkur við hið óumflýjanlega. Blessuð sé minning elskulegrar frænku minnar. Far þú t friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. V. Briem. Heiða. + Síminn hringir eins og svo oft áður, en nú veit ég með vissu að þessi hringing boðar eitthvað illt og óvægið. Þáð er Þorsteinn frændi minn, sem tilkynnir mér látið hennar Ástu, eins og hún var iðulega kölluð. Við fylgjum honum suður á Vífilsstaði, þangað sem hún háði sína síðustu baráttu eftir langvarandi og oft erfið veikindi. Ekki hafði maður heyrt hana kvarta yfir veikind- um sínum, henni leið jú misjafnlega vel, en alltaf sfóð þetta til bóta að hennar sögn. Nú er hún látin þessi góða og stillta kona og hjartað fyllist söknuði. Ásta var fædd í Langholtskoti í Hrunamanna- hreppi þann 28. júlí 1913. Foreldrar hennar voru Helga Skúladóttir og Oddleifur Jónsson. Þegar hún var barn að aldri missti hún móður sína, en bjó þó áfram hjá föður sínum og sex systkinum um nokkurra ára skeið, en er þá komið fyrir í Gröf í sömu sveit þegar faðir hennar bregður búi. Sautján ára gömul fer hún til Reykjavíkur og er búsett þar í fimm ár. Árið 1935 giftist hún Þorsteini Loftssyni frá Haukholtum og bjuggu þau þar öll sín búskaparár. Þau eignuðust tvo syni, þá Oddleif sem fæddur er árið 1936 og Loft sem fæddur er 1942, og búa þeir nú með fjölskyldum sínum myndárbúi á Haukholtajörð- inni. Barnabörn þeirra Ástu og Þorsteins eru nú fjögur. Sem barn kom ég oft með foreldrum mínum á heimili þeirra Ástu og Þorsteins föður- bróður míns. Og auðvitað var ég aðeins barn, þegar ég fékk að fara þangað sem snúningastrákur fyrst hluta úr sumri, en alls urðu sumrin mín sjö þar fyrir austan og veru minni lauk síðan með vetrardvöl. Að sjálfsögðu eru það mikil viðbrigði fyrir ungan dreng að ætla sér að vera fjarri foreldrum sínum yfir lengri eða skemmri tíma, jafnvel þó margt sé það til sveita sem veki áhuga og forvitni kaupstaðabarnsins. Þá skiptir ekki minnstu máli hvernig það fólk sem dvelja á hjá tekur manni. Tæplega hefði vera mín í Haukholt- um orðið svo Iöng sem raun ber vitni ef það hefðu einhverjir annmarkar verið á. Já, sannarlega leita á hugann margar góðar minningar frá þessum tíma. Oft minnist ég þess þegar unnið var fjarri heimilinu og sest var niður til að fá sér að drekka, að þá sóttist ég eftir því að setjast sem næst henni Ástu. Ég man hversu gott mér þótti það þegar hún strauk mér um handarbakið, hnéð eða vangann, hvernigþreytan, þegar hún var fyrir hendi leið í burtu og Ijúf værð færðist yfir barnssálina. Þá er mér ekki síður í fersku minni vetrarkvöldin, þegar hún sagði mér einhverja af þeim mörgu sögum sem hún kunni. Ásta var vel að sér í sögu lands og þjóðar. Ekki hafði hún þó ferðast mikið um ævina, en lesið þeim mun meira, og fest það í minni svo furðu sætti. Hún átti auðvelt með að endursegja það sem hún hafði móttekið og draga upp glögga mynd af mannlífi og staðháttum. Ég hygg að margur minnist þeirra stunda þegar Ásta sat á rúmstokknum sínum og sagði frá því sem hún hafði lesið, svo ógleymanlegar eru þær stundir. Ástu var annt um heimili sitt, bú sitt, sveitina sína og landið. Hún gekk að störfum sínum af miklum röskleika og vandvirkni. Allir sem kynnt- ust henni hlutu að meta hana og bera virðingu fyrir henni. Hún gaf meira af sjálfri sér en hún þáði af öðrum. Það var hverjum manni hctlt og mikil Guðsgæfa að fá að kynnast Ástu. Ég þakka Ástu minni samfylgdina og allt sem hún gaf mér. Hún var mér sem móðir á viðkvæmum aldri. Kæru vinir í Haukholtum, ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Raggi. Leiðrétting 1 minningargrein um Þóru Hjartar í 6. tbl. íslendingaþátta , eftir Sigrúnu Sturludóttur, var rangt farið með erindi úr kvæðinu Móðir, eftir Guðrúnu P. Helgadóttur. Rétt er erindið svona: „Móðirin leikur létt og blítt við lítið barn. Hún gefur því gull í lófa og gull í tá og verður að stœrri sjálf" 4 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.