Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1983, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1983, Blaðsíða 3
Kristín Gunnlaugsdóttir, fyrrum húsfreyja í Gröf Fædd 15. júní 1892 Dáin 12. apríl 1983 Falls er von af fornu tré. Hinn 12. apríl s.l. andaðist á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík Kristín Gunnlaugsdóttir, fyrrum húsfreyja í Gröf í Hrunamannahreppi. Var hún orðin rúmlega níræð. Rúmliggjandi síðustu tvö æviárin og þrotin að kröftum. Mátti hún ekki mæla undir það síðasta. Þegar svo er komið er beðið eftir einni lausn. Kristín hafði skilað löngum vinnudegi áður en lauk. Voru störf hennar að mestu unnin innan veggja heimilisins og fór þess vegna litlum sögum af þeim. Hún var ein af hinum kyrrlátu í landinu og ekkert gefið um að sín væri getið á opinberum vettvangi. Það er nefnilega þannig, að þótt margir vilji gjarna láta á sér bera, sumum finnst þcir allt of margir, þá eru þeir langtum fleiri, sem best kunna við það að vera þekktir af tiltölulega fáum: skyldmennum, vinum og nágrönnum. Þannig var Kristín sál., sem ég geri hér tilraun til að minnast. Mér er líka ljúft og skylt að skrifa eftir hana við leiðarlokin, þar eð hún var tengdamóðir mín. Kristín fæddist í Steinsholti í Gnúpverjahreppi 15. júní 1892. Faðir hennar var Gunnlaugur Gunnarsson (1842-1914), þá ekkjumaður, áður bóndi í Dalbæ í Hrunamannahreppi, sonur Gunn- ars Einarssonar bónda í Dalbæ og konu hans, Guðlaugar Árnadóttur. Móðir hennar var Þor- björg Gísladóttir (1861-1906), þá vinnukona í Seinsholti, dóttir Gísla Gíslasonar bónda á Brjáns- stöðum á Skeiðum og konu hans, Ingveldar Þórðardóttur. Kristín ólst upp hjá móður sinni í Steinsholti til fimm ára aldurs, að þær mæðgur fluttu að Austurhlfð í sömu sveit. Tveimur árum síðar fluttu þær að Miðfelli í Hrunamannahreppi til Magnúsar Einarssonar bónda þar og Sigríðar Halldórsdóttur, konu hans. Magnús var faðir Einars fv. rektors Menntaskólans í Reykjavík, er allir kannast við. Ári síðar fluttu þær af Grafar- bakka til Hróbjarts Hannessonar. Þar voru þær uns Kristín var þrettán ára, að þær fóru að Bala í Gnúpverjahreppi til Sigurjóns Jónssonar. Árið eftir fóru þær að Ásum í sömu sveit, til Gísla Einarssonar. Þar missti Kristín móður sína, fjórtán ára gömul. Allt til fermingaraldurs hafði móðir hennar gefið alla vinnu sína með henni. Fimmtán ára gömul fer hún að Stóra-Núpi ásamt föður sínum til síra Ólafs Briem og konu hans, Katrínar Helgadóttur frá Birtingaholti. Hjá þeim hjónum var hún vinnukona í níu ár. Hún fékk 30 krónur 1 kaup á ári og lét hún helminginn af því með föður sínum. Var hann þá orðinn óvinnufær, þar til hann dó árið 1914. Hatði'Kristín mikið gagn af dvöl sinni á þessu myndarheimili. Stúlkur lærðu mikið á slíkum menningarsetrum, sem prestsetrin voru 'öngum og eru enn. Gætti Kristín þarna tveggja sona prestshjónanna meðal annars, þeirra Ólafs Islendingaþættir og Jóhanns, sem báðir eru löngu þjóðkunnir menn. Á heimilinu var faðir sr. Ólafs, Valdimar Briem vígslubiskup ogsálmaskáld. Minntist Krist- ín hans oft í mín eyru. Fannst henni hann ætíð minna sig á heilaga menn. Og mikið rétt. Þegar ég lít á mynd af þessum þjóðkunna kennimanni og sálmaskáldi, get ég ekki að því gert að verða þess sama var og tengdamóðir mín sáluga. Á Stóra-Núpi var Guðs orð að sjálfsögðu mjög í heiðri haft. Mun þessi guðrækni heimilisins hafa orkað sterkt á Kristínu. Hún var trúrækin kona allaævi. Árið 1916 fór Kristín aftur að Steinsholti. Var hún þar vinnukona í mörg ár, uns bróðir hennar, Gunnlaugur, hóf búskap í Mjósundi. Fór hún þá til hans og var hjá honum í tvö ár. Þá var hún einn vetur í vist í Reykjavík. Árið 1926 fór hún að Gröf í Hrunamannahreppi til Arnórs Gíslasonar, söðlasmiðs sem þá var orðinn ekkjumaður. Giftu þau sig 18. nóvember sama ár. Þau eignuðust tvö börn, og verður þeirra getið síðar. Kristín var elst fjögurra systkina. Hin voru: Gunnlaugur, f. 1893, Ingvar, f. 1898 og Óttar, f. 1906. Eru þau nú öll dáin. - Kristín átti auk þess þrjú hálfsystkini. Þau hétu: Guðlaug, f. 1881, Sigríður, f. 1883, og Gunnar, f. 1885. Þau eru látin. Eins og fyrr er að vikið, var Arnór söðlasmiður. Hann var þannig ekki sveitabóndi í eiginlegum skilningi, þótt hann ætti heima í sveit og ynni landbúnaðinum með iðn sinni. Þótti Arnór einkar velvirkur iðnaðarmaður eða handverksmaður. Og áreiðanlegur var hann fram f fingurgóma. Ég held að enginn hafi getað sagt neitt misjafnt um þann mann, svo vandaður var hann á alla grein. Hann lét aldrei neitt frá sér fara nema fyrsta flokks. Og sanngjarn var hann um verðlag á vinnu sinni. Kristín aðstoðaði Arnór jafnan við starf hans, og meira eftir því sem hann eltist ogslitnaði. Hann var fimmtán árum eldri en Kristín kona hans. Þess var getið fyrr í grein þessari, að trúræknin hafi verið ríkur þáttur í sálarlífi Kristínar í Gröf. Þar var eiginmaðurinn enginn eftirbátur. Hann var um áratugaskeið meðhjálpari í Hrunakirkju. Fyrst í prestskapartíð sr. Kjartans Helgasonar frá Birtingaholti, en síðast í tíð núverandi prests í Hruna, sr. Sveinbjörns Sveinbjörnssonar prófasts frá Ysta-Skála undir Eyjafjöllum. Þessi þjónusta fórst Arnóri vel úr hendi, og stóð eiginkonan þar vel við hlið hans alla tíð. Fylgdi hún honum jafnan á kirkjustaðinn, einnig börnin eftir að þau komust á legg. Kristín og Arnór voru samhent hjón. Mér er til efs, að ég hafi þekkt nokkur þeim fremri í því efni. Eins og greint var frá í upphafi þessarar minningargreinar, var Kristín tengdamóðir mín. Kynni okkar voru orðin 35 ár, er hún lést, því að árið 1948 trúlofaðist ég dóttur þeirra, Guðlaugu. Bæði tóku þau mér vel. Arnór með sinni einstöku' hægð og hlédrægni, en hún með sinni léttu lund og opna huga. Bæði lögðu þau sig fram um að gera mér dvölina í Gröf sem ánægjulegasta. Bærinn þeirra var með tveimur burstum og húsrými ekki mikið, en hjartarúm því meira. Að Gröf lá leið okkar hjóna oft, þótt við byggjum ekki í grennd á stundum. Arnór var eins og fyrr var sagt nokkru eldri en Kristin, og mátti því búast við, að kraftar hans þyrru fyrr en hennar. Sú varð cinnig raunin. Hann missti heilsuna, þegar hann var kominn hátt á áttræðisaldur. Var þá fluttur á Sólvang í Hafnarfirði og andaðist þar 6. desember 1957, rétt áttræður að aldri. Kristín fluttist nú með syni sínum til Reykjavíkur. Vann hún talsvert enn, einkum við ræstingar í kaffistofu ríkisins á Arnarhvoli. Hún fór á Hrafnistu skömmu fyrir áttrætt og dvaldist þar þangað til hún gaf upp öndina, södd lífdaga. Ékki var hún þar ein í herbergi, heldur þurfti hún að deila því með annarri konu. Hún fékk heimsóknir vina og vandamanna, sem skrifuðu í gestabókina hennar með tréspjöldunum útskornu, er hún fékk á áttræðisafmælinu. Mérfannst bærinn, sem skorinn var á spjaldið að framan, býsna ltkur gamla bænum hennar með burstunum tveimur. Kristín hlýddi á messurnar í útvarpinu, eftir að hún gat ekki sótt þær á heimilinu vegna erfiðleika með gang. Þótt þau Kristín og Arnór væru ekki búandi sem svo er kallað í sveit, hefðu engar skepnur og yrktu ei jörðina, voru þau á engan hátt minna metin en aðrir í sveitinni. Síður en svo. Þau voru vel gefið alþýðufólk. Lásu mikið, einnig upphátt hvort fyrir annað. Bókasafn var gott í Gröf, þótt það yrði aldrei stórt. Þar sáust aðeins góðar bækur. Annað hefði ekki hæft á þeim bæ. Hlustað var á útvarpið af næmri athygli. Þannig var þetta raunar víða meðal vel gefins og hugsandi fólks. fslensk alþýða er hámenntað fólk. Er vel, ef tekst 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.