Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1983, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1983, Blaðsíða 7
Arndís Benediktsdóftir Framhald af bls. 5 nálægð þeirra og umvafði þau kærleik og umhygg- ju. f>á bar hún alla tíð fyrir brjósti hag þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Aldrei féll henni verk úr hendi, lífið hafði kennt henni nýtni og iðjusemi og vandvirkni var henni í blóð borið Þekking hennar á saumaskap var fyrir okkur heimur fuliur af leyndardómum, ævintýri líkust. Ótrúlegt hvað hún gat töfrað fram fallega flík úr hinum minnstu bútum sem hún nýtti. Amma var sterk í trú sinni allt til hinstu stundar. Hún trúði að „bak við dauðans breiðu myrku höf þar bíður annað fagurt lífsins skeið“. Um leið og við ömmubörnin hennar og fjöl- skyldur okkar þökkum henni allt sem hún hefur veitt okkur á þeirri lífsleið sem hún fylgdi okkur.biðjum við henni Guðs blessunar. Barnabörnin. + 17. maí 1983 var vinkona mín, Arndís Ben- ediktsdóttir jarðsungin. Um ætt hennar og upp- runa veit ég lítið annað en hún er fædd og uppalin í Kollafirði, Strandasýslu. Dísu kynntist ég fyrst eftir að hún fluttist til Reykjavíkur frá Akureyri, þá liðlega fertug. Þótt aldursmunur okkar væri tæp þrjátíu ár, varð þess aldrei vart, því hún var þannig gerð að aldur skipti ekki máli, alltaf sami hlýleikinn og brosið. Oft hef ég dáðst að því nú seinni árin, hversu þolinmóð og umburðarlynd hún var við okkur unglingana, sem oft vorum ansi margir og vorum heimagangar hjá henni um árabil, því ekki var tillitsseminni fyrir að fara hjá okkur. Alltaf átti Dísa.kaffi og kökur, hvort sem var að degi eða nóttu, þegar komið var af böllum og aldrei æðruorð, bara spurt hressilega „var gaman" og sest og spjallað. Nú seinni árin hefur samband okkar verið mest í gegnum síma, eftir að Júlla dóttir hennar og vinkona mín flutti af landi brott. Allt var hægt að tala um við hana, bæði jákvætt og neikvætt og alltaf var maður betur hugsandi eftir þau samtöl. Svo hefur verið um fleiri en mig. Dætur hennar, dagur vor hnígur að kvöldi. Foreldrum hans og systkinum öllum frændum og vinum vottum við innilega samúð og biðjum algóðan Guð að vaka yfir velferð þeirra Um alla framtíð og að minningin um góðan vin, son og bróður og frænda, verði þeim lýsandi ljós, sem breiði yfir söknuð og trega í hjörtum þeirra. Far þú í friði, til fegurstu hásaia Guðsríkis,hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðmundur Jónsson Jórunn Helgadóttir Halldóra Anna Viðar Markússon Magnús Jónsson. Benedikta, Júlía og Freygerður, og fjölskyldur þeirra voru henni kærast, en allt mannlegt var henni viðkomandi, aldrei talaði ég svo við hana, að hún spyrði ekki um foreldra mína og börn. Kærleikur var hennar höfuðeinkenni. Nokkuð mörg síðustu ár hafa verið henni erfið vegna veikinda, þó einkum það síðasta, sjúkra- húslegur og skurðaðgerð sem var henni erfið andlega og líkamlega. Ég er þess fullviss að hún hefur orðið hvíldinni fegin, því það var ekki að hennar skapi og vera háð öðrum í einu og öllu. Hún viidi og var alltaf sjálfri sér nóg. Trú hennar var sterk og einlæg og það hefur hjálpað henni mikið í seinni tíð. Benna, Júlla og Freyja, við Ingólfur vottum ykkur og ykkar fólki einlæga samúð og með þessum fátæklegu línum kveð ég vinkonu mína, Dísu, með þökk. „Far þú í friði, friður Cuðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt". Villa Sigríður Sigurfinnsdóttir Framhald af bls. 8 aldrei gleyma þeirri elskusemi sem hún sýndi litlum sonarsyni, sem dæmdur er til ævilangrar andlegrar fötlunar, en þannig var allt hennar viðmót við menn og málleysingja. Ég bið guð að bera smyrsl á sárin og blessa okkur öllum minninguna um hana. Tengdadóttir t Hún amma innfrá er dáin. Alltaf er það svo að dauðinn kemur okkur í opna skjöldu, jafnvel þó vitað hafi verið um tíma að hverju dró. Okkur, barnabörnin hennar framfrá, langar til að flytja henni þakkir fyrir liðna daga. Það er ljúft að láta hugann reika til baka, því við eigum öll í fórum okkar svo mikið af góðum minningum um öntmu sem átti til óendanlega hjartagæsku og blíðu handa öllum barnabörnum sínum. Hún kenndi okkur margt sem við munum hafa að veganesi alla tíð. Eitt var það í fari hennar sem okkur er öllum minnisstætt og vert er til eftir- breytni, aldrei hallaði hún orði á nokkurn mann og tók ævinlega svari lítilmagnans. Hún var tilfinningarík og okkar gleði var hennar og okkar sorg var hennar. Hún amma átti afmæli 11. júlí og er það sá tími sem sumarið er hvað fallegast, næturriar bjartastar og blómin skarta sínu fegursta. Það var því snemma siöur barnanna í Birtingaholti að trítla niður að Hundalæk þennan dag og tína vatnasól- eyjavönd handa ömmu og færa henni. Alltaf voru hennar viðbrögð eins, hún hefði ekki orðið glaðari þó við hefðum fært henni allt gull heimsins. Kannski trítla einhverjir barnsfætur frá Birtingaholti II. júlí í ár og tína sóleyjar henda ömmu. Hún verður án eða jafn glöð og áður og fylgist vel með frá sínum nýju heimkynnum. Afa okkar sendum við hugheilar samúðar- kveðjur og biðjum algóðan guð að styrkja hann og hugga. Krakkarnir framfrá t»eir sem að skrif a minning;ar- eða afmælis- greinar í íslendingaþætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum „Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvœm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund". íslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.