Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1984, Blaðsíða 3
Aldarminning Arnarneshj ónanna: Gísli Þ. Gilsson Fæddur 13. febrúar 1884 — Dáinn 29. mars 1962 Sigrún Guðlaugsdóttir Fædd 4. febrúar 1881 — Dáin 27. mars 1960 Með fáum orðum vil ég minnast aldarafmælis Gísla Þ. Gilssonar fyrrum bónda á Arnarnesi við Dýrafjörð ogkonu hansSigrúnarGuðlaugsdóttur. Foreldrar Gísla voru Guðrún Gísladóttir, Torfa- sonar frá Hrauni í Keldudal fyrrum bónda á Arnarnesi. Hennar móðurætt er af Sólbakkaætt í Önundar- firði sem margt athafnamanna er kornið af. GilsÞórarinssonbóndi í Lambadal í Dvrafiröi. Bróðir Gils, Guðmundur Þórarinsson bjó lengi á Næfranesi í sömu sveit, faðir Björns kennara og skólastjóra í Núpsskóla. Þeir Gísli og Björn voru bræðrasynir. Á bernskuárum mínum urn 1911, sá ég foreldra Gísla og man hversu Guðrún var gjörfuleg kona, blíð og veitul við mig. Þá sá ég Gils natinn og athugulan við starf sitt að velja útsæðiskartöflur úr kartöfluflekk sem hann var að þurrka í hlaðvarpanum. Hann velti hverri kartöflu í lófa sér. uns hún fékk þann dóm að vera ágæt til útsæðis næsta vor, Fyrirmynd. Fræg eru athyglisorð hans. þau að Hjallur og Hærur hefðu hjálpað sér best við búskapinn. Hærur yfirbrciðslur yfir hey úti. Hjallur til að geyma það vel er aflað var. Systkini Gísla voru þrjú, Guðrún gift Jóni Kristjánssyni skipstjóra frá Alviðru, búsett á Sæbóli á Ingjaldssandi og síðar á Gerðhömrum. dó þar ung. Önnur Guðný gift Guðjóni Sigurðs- syni vélstjóra á vitaskipinu Hermóði er fórst fyrir Reykjanesi 1959. Þriðja systkiniö var Guðmundur Þórarinn. dó liðlega tvítugur, en hugur hans var allur við tónlist og tónsmíðar. Þessi systkin voru öll söngelsk og áberandi þátttakendur hvar sem þau voru nálægt. Guörún Gilsdóttir er mér minnisstæðust vegna hrífandi söngs hennar í Sæbólskirkju 1914 á fermingardaginn minn og Gísli bróðir hennar spilaði undir. Tilfinning mín fyrir athöfninni í kirkjunni. söngur þeirra og undirspil við sálminn: Skín á himni skír og fagur, o.s.frv. fyllir hug minn cr hevri ég söng í kirkju. Frá fvrri tíð var mikill kunningsskapur milli Arnarnes og Hrauns á Ingjaldssandi. Kom þar til. er Kristín Nikulásdóttir varð ekkja Eiríks Tómas- sonar í Hrauni. föður afa míns. drukknaði við Sæbólssjó 1849 frá 13 börnum. Tók þá Arnarnes- fólk son þcirra Jón Eiríksson í fóstur. Vinátta afa míns. Finns, við þetta fólk og einna mest við Gils föður Gísla. Þessari vináttu til eflingar gaf Finnur ati fermingargjöf. fermingar- ÍSLENDINGAÞÆTTIR drengnum á Arnarnesi, Gísla, fagurt merfolald er' varð skemmtileg reiðhryssa. Sá ég Gísla koma á henni að Hrauni og heyrði afa tala um gjöfina. Á fyrsta tug aldarinnar fóru nokkrir ungir menn úr okkar sveit að heiman til menntunar að Hvanneyri og víðar. Gísli vildi líka fara en eini sonurinn gat þá eigi farið frá forcldrum sínum, heilsa þeirra eigi nógu góð. Áður hafði hann þó lært smíðar hjá ágætum meistara á ísafirði. En á þessum árum kom námssólin upp í sveitinni okkar. Þrjú systkini fluttu norðan úr Eyjafirði í Mýrarhrepp. Kristinn kom 1890 en Sigtryggur 1905 kosinn sóknarprestur í Dýrafirði og Sigrún systir þeirra síðar húsfreyja á Arnarnesi. Foreldra sína höfðu þau systkini misst er Sigrún var aðeins á fimmta ári. dóu með stuttu millibili, Sigrún langyngst sinna systkina. Drengirnir þá komnir í skóla. en uppeldið á litlu systir önnuðuSt systkinin í sameiningu, Friðdóra sú elsta giftist litlu síðar og elur hana upp með sínum eigin börnum. Þessi aðfluttu systkini færðu okkur öllum er vildu svo undurmargt. Öllum var þeim söng- hneigðin sameiginleg og elska á söng og að hver samtíðarmaður gæti elfst í þeirri gleði er fagur söngur veitir. Þetta var þeim öllum gcfið í ríkum mæli. Þeir bræður gátu betur sýnt hæfni sína í gegnum skólastarf síra Sigtryggs og Kristinn sem styrkt- armaður bróður síns á margan hátt. Söngstjóri í Núpskirkju í tugi ára og einnig með söngkennslu á heimili sínu. og stjórnaði söngá mannamótum. Öll systkinin frá Arnarnesi luku námi úr skóla síra Sigtryggs. Áhrif þessara bræðra og Núpsskóla hér og víðar eru ómetanleg og hafa glatt huga og hæfni fjölda unglinga og fullorðinna til meiri lærdóms og fríðari búnaðarhátta. Gísli lærði ungur orgelleik og söngfræði hjá Kristni á Núpi. Hann varð síðan söngstjóri í Sæbólskirkju um árabil. Ég man Gísla frá Arnarnesi rúmlega tvítugan er hann kom á heimili mitt að Hrauni. Mig barnið. vakti þá strax að sjá þennan fríða glæsilega unga mann, með hlýlegt heilsunnar handtak og hin þýða rödd hans í öllu ávarpi og í umræðum jafnt við unga og aldna, þannig man ég hann, háttprúðan og skemmtilegan. Gísli eign- aðist strax sitt eigið orgel, sem mun hafa verið fyrsta orgelið sem keypt var í fjörðinn. Þeim systkinum óx ásmegin í söngog lagakunn- “5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.