Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 04.07.1974, Blaðsíða 13
List — eðo hvað? ÞVÍ MIÐUR er þessi mynd ekki i litum, en þið megið trúa, að þessi skreyting er ákaflega skemmtileg, að minnsta kosti á meðan komm- óðan stendur kyrr á sinum rétta bletti. Bæði kommóðan og veggurinn er gult og rendurnar, sem málaðar eru á hvorn tveggja eru appel- sinugul, rauð og kaffibrún. Hlýlegt og frum- legt! Brúður í Jbjóð- búningum t Indlandi eru brúðurnar i sari úr silki, Íscm vafinn er um mitti þeirra. Annar endinn nær niður að jörðu, en hinum er sveipað um bringu hennar og höfuð. Glitr- andi máimþráður liggur i silkinu i sarinum, þvi Indverjum þykir mikið til um liti og fegurð. Brúðan hefur gimsteina i enni, nefi og eyrum hringa á fingrum og tám, armbönd á handleggjum og ökkium. Sumar eru með gullbaug um hálsinn, en hann kemur i stað giftingarhrings. Indverskar konur bera oliu i hár sér, Sskipta þvi i miðju og flétta það. Síðan er það hulið með slæðu. .... 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.