Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 36
hátt, gátu haft mikið fé upp úr því. Margar þeirra, sem voru samtíða mér þarna, söfnuðu sér nægu fé til mikils heimanmundar, svo þær gætu gifzt góðum mönnum. Þær urðu virðingarverðar frúr og mæður margra barna. En sú leið höfðaði aldrei til mín. — Mér var kennt að tala rétt, standa rétt, sitja, hvernig ég ætti að nota hendurnar. Ég lærði allt um f öt, skartgripi og smekkur minn mótaðist þar. Rödd mín var þjálfuð og ég lærði að leika á mörg hljóð- færi. Á f jórtán ára af mælisdegi mínum var ég vígð framtiðarstarfi mínu. Þá hafði ég verið meira en sex ár í tehúsinu og stundað strangt nám. Ekkert var sparað og ég fékk mína eigin þjónustustúlku. — En.... hataðirðu ekki þetta líf? spurði Blanche lágt. — Að þjóna karlmönnum? Nei. Það var betra en að þræla og lifa á barmi hungursneyðar, að þurfa að erfiða hverja mínútu dagsins, fæða barn á hverju ári og hafa aldrei stund fyrir sjálfa sig, eng- ar skemmtanir og enga fallega hluti í kring um sig. Ég sagði, að viðskiptavinirnir hefðu verið úr æðstu stéttum og f lestir mjög ríkir. Ég var skyldug til að vera i tehúsinu í tvö ár og allt sem ég vann mér inn, rann til hússins sem greiðsla fyrir menntun mína. En þegar ég var sextán ára og fór að vinna mér svolítið inn sjálf, greiddi auðugur mandaríni háa upphæð fyrir mig og ég fór með honum. Hann fór með mig á landareign sina við Hankow og þar bjó ég með honum í hálft annað ár. Hann var gamall, en góður við mig og ég gerði mitt bezta til að sýna þakklæti mitt. Þegar hann lézt.... hann var myrt- ur.... komst ég að raun um, að hann hafði arfleitt migað miklum landareignum og nægum peningum til að ég gæti verið sjálfstæð til æviloka. En ég var enn ekki orðin átján ára og heimurinn var opinn fyrir fótum mér. Ég var laus við allar skyldur og gat gert það sem ég vildi. Ég fór til Shanghai og næstu árin átti ég marga elskhuga.... allt volduga menn. Ég skildi ekki við neinn þeirra án þess að fá góðar gjafir, gimsteina eða peninga. Stríðið snerti mig ekki, ekki einu sinni, þegar ég sneri aftur til Peking undir vernd háttsetts manns. En þegar greinilegt var, að þjóðernissinnar gátu ekki haldið Kína lengur, fékk ég áhyggjur. Vernd- ari minn neyddist til að yfirgefa mig og seinna frétti ég, að hann hefði fallið í gildru kommúnista. Ég skildi, að ég var líka í hættu, því þeir leituðu uppi alla, sem héldu tryggð við gömlu stjórnina. Þess vegna gerði ég mínar ráðstafanir... — Hvers konai; ráðstafanir? spurði Blanche. Ég tók mér einfaldlega einn af æðstu mönnum nýju stjórnarinnar sem elskhuga. Ég get ekki sagt, að mér haf i líkað það vel, en þegar sambandi okkar lauk, var hann mjög þakklátur. Þakklæti hans kom i Ijós eins og ég hafði vonað og ég gat farið að líta i kring um mig ef tir landareign, sem hafði ekki verið skipt upp og væri nægilega langt frá miðdepli at- burðanna, til að ég gæti fengið að vera í friði. Ég valdi þennan stað, keypti hann og f lutti hingað með tryggum þjónum mínum. Hér hef ég búið síðan. Þetta er einmanalegt líf og hentar mérallsekki, því á beztu árum mínum ferðaðist ég mikið og fór oft meðelskhugum mínum til Evrópu. Einn var sendi- 36 ráðsstarfsmaður, sem sendur var til Parísar og ég fór með honum. Þar lærði ég frönsku. —En hvernig kynntistu Nicholas Petrov? spurði Blanche fljótmælt. — Það var þegar ég bjó með síðasta elskhuga mínum. Petrov of ursti var kominn frá Rússlandi til að framkvæma verkefni fyrir stjórnina þar og hann dvaldi sem gestur okkar. Verndari minn bað mig oft að standa fyrir veizlum, þegar þeir voru af æðri stigum, ef til vill vegna þess að hann var ó- menntaður maður og óöruggur með sjálfan sig- Mér geðjaðist vel að Petrov frá upphaf i og við urð- um vinir. Ég sagði honum, að ef ég gæti nokkurn tíma hjálpað honum, mætti hann hagnýta sér vin- áttu mína. — Var....? Blanche þagnaði snögglega. Hún gat ekki spurt Ferskjublóm, hvort Nick hefði verið einn af elskhugum hennar. Það var liklegt, annars væri hann ekki svo náinn vinur hennar, að hann hefði meira að segja komið með hana, Blanche, hingað. ....Hvernig gat hann annars treyst þessari konu svona takmarkalaust? En löng reynsla Ferskjublóms hafði kennt henni að lesa hugsanir annarra og hún lagði höndina ró- andi á handlegg Blanche. — Það hefur aldrei verið neitt annað en vinátta milli okkar Petrovs ofursta, fullvissaði hún. " Hefði svo verið, hefði ég aldrei samþykkt að fela þig hérna. — Ég skil ekki, hvers vegna þú tekur slíka áhættu, mótmælti Blanche. — Ég skipti þig ekki nokkru máli. — Áhættan er ekki svo mikil og ég vorkenni konu, sem er í þessari aðstöðu, alsaklaus. Ég er búin að lofa Petrov, að þú iskulir vera örugg hér og ég skal standa við það loforð. Ef eitthvað kemur f yrir mig þess vegna, læt ég ekki taka mig lifandi. — Samt sem áður ætti ég ekki að vera hér og koma þér í vandræði og ef til vill hættu, sagði Blanche lágt. — Stundum er viss hætta bara örvandi, svaraði Ferskjublóm. — Hún hefur sömu áhrif og gott vín og er góð f yrir meltinguna, ef hún er ekki of mikil- Dagarnir snigluðust áfram og enn heyrðist ekki orð f rá Petrov. Blanche var hrædd og gat ekki sofn ið. Hún spurði Ferskjublóm, hvort nokkuð gæti hafa farið úr skorðum, en hin f ullvissaði hana um að all+ væri í lagi og bað hana að vera rólega. — Nicholas Petrov getur séð um sig sjálfur, það get ég f ullvissað þig um, sagði hún. — Þú skalt ekki óttast um hann. Hann er undir vernd yfirvaldanna og ég held að enginn háttsettur Kínverji sé svo heimskur, að lenda í útistöðum við hann. — Þá er ef til vill eitthvað að John... sagði Blanche áhyggjufull. — Ég er viss um, að það amar ekkert að mági þín- um heldur og að þú fréttir bráðlega af honum og systur þinni líka. En til að róa þig, get ég sagt þér, að ef einhverjar slæmar fréttir væru af þeim/ mundi Petrov ekki leyna þig þeim. Hann mundi segja þér...

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.