Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 14
við þá? öllum maurunum i þúfunni likar við hvern annan, hvort sem við erum stórir eða litlir, haltir eða skakkir eða hvað það nú er — þvi að við erum þó allir saman maurar. 1 sama bili lyfti Maurius þreifi- öngunum.— Gættu þin, óvinur nálgast. — Ó, hvað? sagði maura- strákurinn. —r Þetta er bara stór björn og hann er langt I burtu. — Já, þakka þér fyrir, en hann er afskaplega hrifinn af mauraþúfum, sagði Mauríus. — Bara að við hefðum eitthvað til að gabba hann burtu með. — Hunang? stakk maura- strákurinn upp á. — Ég veit um holt grenitré með hunangi i. Kannski getum við gabbað hann þangað. Á næsta andartaki var Maurius kominn niður úr trénu og hafði fengið aðstoð þúsund litilla maura, sem sprautuðu ótal hunangsdrop- um úr hola trénu i átt að bangsanum. Hann fann lykt- ina og gekk á hana, en þá komu mörg hundruð bálreiðar býflugur út úr trénu og réðust á bangsa. Þær settust á trýnið á honum af þvi þpð var við- kvæmasti bletturinn á honum. Maurabænum var bjargað. — Nú gerum við þig að maurakonungi og þá færðu prinsessuna, sagði Maurius og safnaði saman öllum ibúum maurabæjarins til veizlu. Mauraprinsessan var gljáandi svört og strauk maurastrákn- um ástúðlega með mjúkam þreifiöngunum. En hvað það er gaman að þú skuiir verða kóngur i einn dag, sagði hún. — Á eftir skaltu fá að deyja, svo maurabörnin okkar þúsund geti lifað.; j j; , Maurastrákurinn hopaði lafhræddur á hæli. — Deyja? Áður en dagurinn var liðinn? 14 -í ! i Þá fann hann sviðann i aug- unum aftur og allt varð dimmt. Þegar hann vaknaði, lá hann með höfuðið I kjöltu dóttur körfugerðarmannsins. Hún þurrkaði honum um aug- un með vasaklútnum sínum. — Þú fékkst maurasýru i augun og það leið yfir þig, sagði hún. — Þetta eru verstu maurar. — Nei, nei, sagði hann — Maurius yar ágætis náungi. Þeir voru þllir hinir beztu. — Hverjir? spurði hún hissa. — Likar þér vel við maura? i • ! il: ; ! i í' : ; — Já, sagði hann. Þegar maður skilur þá, getur manni likað vel við þá. Það er víst það sama með fólk. Eigum við að koma i leik um hvað okkur likar? — Við getum það, svaraði hún brosandi. — En bara um það, sem okkur likar. Mér lik- ar vel við þig og þér likar við mig og okkur likar vel við alla aðra. Svo greip hún i hönd honum og þau hlupu glöð og ánægð heim.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.