Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 02.10.1975, Blaðsíða 24
reiður við mig, að ég fór að hlæja til að dylja það. — Já, hlæðu bara að mér, sagði Eiríkur sár. — Eg er skriðdýr, ekki satt? Þú skalt reyna að finna þér einhvem, sem er eins og þú vilt hafa menn. Ég er búinn að fá nóg. Þar með skellti hann tólinu á. Þannig var staðan sem sagt, þegar mamma, pabbi, Diddi og ég sátum i stof- unni og drukkum kaffi þennan föstudag. Var nokkuð skrftið þótt ég vildi ekki ræða vandamál min? Það sem mig langaði mest til, var að fela mig og.... — Pabbi, sagði ég allt i einu. Ég hafði fengið hugmynd, — Get ég fengið lánaðan sumarbústaðinn um helgina? Pabbi vafði vandlega saman dagblaðið og tók af sér gleraugun. — Hvað ætlar þú eiginlega að gera út i kolsvartan skóginn á þessum árstima, vina min? Það er litið gaman þar um miðjan nóvember. — Hugsa, svaraöi ég stuttlega. — Hvað þá? Þú að hugsa? Diddi leit á mig með augnaráði, sem bar þess greini- lega vott að hann taldi mig ekki gera slikt yfirleitt. — Uss, Diddi, sagði mamma. Siðan sneri hún sér að mér og brosti, eins og ég væri óþekkur krakki. — Þú hefur þó ekki hugsaö þér að fara ein? — Jú, svaraði ég rólega. — Ég er þó orðin 19 ára og auk þess er ég enginn kjáni. Diddi kæfði hláturgusu, en ekki nógu vel. Hann e r á ri yngri en ég og getur verið svolitið andstyggilegur öðru hverju. Eina ástæðan til þess að hann var heima þetta kvöld, var sú, að hann ætlaöi að horfa á glæpaþátt i sjónvarpinu. — Smástrákareins og þú láta sér nægja sjónvarpið, sagði ég illkvittnislega. — Hins vegar langar mig út i einmanaleik skógarins til að hugsa og berjast innri baráttu. — Asnaskapur, sagði mamma. — Tal- aðu ekki svona, Helga. Þú færð ekki að fara ein út i sumarbústað. — Mamma þó, sagði ég umburðarlynd. — Ég er orðin fullorðin. Hvað heldurpu svo sem að gæti komið fyrir mig? Það er mun hættulegra að ganga um göturnar. — Látum hana fara, sagði pabbi og kveikti sér i pi'pu. — Hún getur haft gott af þvi. í rauninni likist ég pabba. Er róleg, skilningsrik og raunsæ. — Fint, pabbi. Ég fer i fyrramálið. Þaö var slydda morguninn eftir. Ég kinkaði kolli, þar sem ég stóð og horfði út. — Fint, sagði ég upphátt. Eftir að ég hafði klætt mig vel eins og mamma sagði, fleygði ég einhverju æti- legu I bakpokann og stefndi að þvi að ná i vagninn klukkan rúmlega niu. A siðasta andartaki greipég með mér bók úr bóka- skápnum. „Tjörn hinna dauðu”. Þetta var ekki af tilviljun, ég ætlaði að sanna , fyrir sjálfri mér og Eiriki og öllum 24 heiminum, að ég tryði hvorki á afturgöng- ur eða nokkuð yfirnáttúrlegt. Það eina, sem ég var hrædd við, var eldur, jarðskjálfti og þess háttar. Ég ótt- aðist ekki einu sinni þessa skritnu tilfinn- ingu, sem ég fékk fyrir hjartaræturnar hvert sinn, sem ég hugsaði um Eirik. ósigur á vigstöðum ástarinnar var bara til að yfirvinna. Ef ég kæmi mér upp i bú- staðinn og kveikti upp i arninum, hugsaði ég með mér, þar sem ég hristist i vagnin- um, skyldi ég finna aftur rólegheitin og sálarfriðinn, sem venjulega einkenndu mig. Ég var eini farþeginn sem fór úr við Svartholið. Þarna úti var dálitið kaldara en inni i borginni og það var þunnt snjólag á jörðu. Það hafði aðeins rofað til og dauf sólin sendi öðru hverju máttlausa geisla niður á mig, þar sem ég skálmaði inn i skóginn. Eftir stundarfjórðungs röska göngu milli greni- og furutrjástofna, kom ég að bústaðnum. Hann var ósköp einmanaleg- ur I litlu rjóðri við tjörn eina. Það var ekkert drungalegt við þennan brúnbæs- aða timburkofa, að þvi ég gat bezt séð. Að vfsu var hábjargur dagur núna, en eigin- lega voru bæði kofinn og rjóðrið eins að næturlagi, sást bara ekki eins vel. Einmitt það að myrkrið breiddi yfir raunveru- leikann, gerði það að verkum, að hug- myndafikt fólk sá sýnir. Ég hleypti sjálfri mér inn og hófst þegar handa við að kveikja upp i ofninum. Ég var gamall skáti, svo það olli mér éngum vandkvæðum. Siðan kveikti ég upp i eld- húsofninum og hitaði mér kaffi. Ég fann mér til ánægju, að róin, góða róin var að siga yfir mig. Með ánægjuandvarpi datt ég n iöur í h ægindastól og fór að le sa Tj örn hinna dauðu. Við hlið mér, á litlu, kringlóttu borði var kaffikannan og disk- ur með smurðu brauði. Bókin var svo spennandi, að ég veitti þviekki athygli, að það tók að dimma um- hverfismig. Það varekki fyrr en ég fór að sjá stafina illa, að ég lokaði bókinni og teygði vandlega úr mér. Eldurinn var nær dauður i arninum og mr fannst hálf hrá- slagalegt inni. Það fór hrollur um mig, þegar ég gekk út f viðarskýlið eftir meira brenni. Ég hafði aldrei verið i bústaðnum á þessum árstima og þegar ég kom út, sá ég, hvað allt var öðruvisi en á sumrin. Snjórinn og tunglskinið gerði allt svo undarlegt og dyrnar að viðarskýlinu gáfu frá sér iskur, þegar ég opnaði. Ormjór tunglsgeisli féll inn um dyrnar og glamp- aöi á öxinni, þar sem hún stóð í brenni- kubbnum. Það sló mig, að kubburinn minnti á höfuðlausan mannsháls. Það var ekki fyrr en ég hafði með ofsa- hraða gripið eitthvað af brenni og var á leið út úr skýlinu, að ég uppgötvaöi að ég söng fullum hálsi gamalt göngulag. Hödd- in var svolitið hol, svona eins og ég væri með höfuðið niðri i tómri tunnu. Ég snarþagnaði og renndi augunum niður að tjörninni. Hún var eins og svart, órætt auga. Illt auga... Ég hrasaði að kofadyrunum og fálmaði eftir lokunni. Ég stirðnaði upp og þaö rann kalt vatn niður bakið á mér. Dyrnar voru læstar! Ég lét brennið detta niður á pallinn og greip um lokuna báðum höndum. Hún faukupp eins og óþekkt öfl hefðu aðstoðað mig. Ég hrökk aftur á bak og datt og sló höfðinu í frosna iörðina. svo dundi i. Þetta óbliða fall gaf mér kærkomið tækifæri tu s aö gráta svolitla gusu. Ég tindi saman viðinn með irafári og kom mér inn f kofann. Þar var dimmt og óheimilislegt og ég flýtti mér að kveikja á kerti. Ef ég gæti komið lifi i arininn, skyldi ég kveikja á öllum kertum og lömpum, sem ég gæti grafið upp. En ég ætlaði að byrja á því að setja hlerana fyrir gluggana. Það hafði að vísu i för með sér að égyrði að fara út aftur, en ég yrði bara að standast þá raun. Jafnvel þegar ég stóð úti f tunglsljósinu og baksaði með hlerana, vildi ég ekki viðurkenna, að ég værihrædd. Astæðan til að ég skálkaði gluggana svona, sagði ég mér að væri sú, að þá yrði hlýrra inm- Það var langt frá þvi að gluggarnir væru þéttir, það sást á flögrandi kertislogan- um. Ég skalf eins og laufblað, þegar ég loks komst inn aftur og auðvitað kenndi ég kuldanum og brasinu um það. Mér til gremju kom i ljós að báðir oliu lamparnir voru þurrir. Oliubrúsi var I viðarskýlinu, en þangað nennti ég ómögu- lega aftur. í staðinn kveikti ég á mörgum kertum,þrettán alls. Loks minnti þetta mig á miðilsstofu. Ég leit á klukkuna. Tiu minútur gengin i sjö. Hvers vegna ekki bara að fara i hátt- inn? En þá yrði égað slökkva á kertunum- Jæja.maður sá hvort sem er ekkert undir sænginni. Hvers vegna ekki að fá sér einn bjór, áður en ég háttaði? Ef það var þá nokkur bjór til hérna? Ég leitaði fyrst f skápnum yfir eldhúsbekknum og fann eina flösku- Þegar búið var úr henni, athugaöi ég hvort dyrnar væru tryggilega læstar, fyllti arininn og eldhúsofninn af brenni og slökkti á öllum kertunum nema einu. Með það I hendinni gekk ég inn i svefn- herbergið, blistraði sorgarmars eftir Cho- pin. Strax og ég var komin i rúmið, kom fyrsti skelkurinn. Rétt á eftir heyrði ég hálfkæfða stunu og ræskti mi^ skömmustuleg, þegar mér varð ljóst, að hún kom frá sjálfri mér. — Hresstu þif> upp,sagðiégglettnislega. — Það skellur > trjáviðnum. Það gerir það alltaf áöur en viðurinn er orðinn gegnheitur. Ég reyndi aö láta þessa skýringu nægja, velti mér á hliðina og klemmdi aftur augun. Ég æt1' aði að sofna. Poff! Nú var farið að skella i arninum líka. Og þessi kofi átti að heita Skógarró- Sér var nú hver róin. Gröm gróf ég höfuð-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.