Heimilistíminn - 09.12.1976, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 09.12.1976, Blaðsíða 28
 J ólaf öndur Gauti Hannesson Þegar liður að jólum, fara mörg börn að gæta að gamla jólaskrautinu frá siðustu jól- um, ef þvi hefur þá verið hald- ið til haga. Oft kemur þá i ljós, að margt af þvi dóti er orðið lélegt, t.d. jólapokarnir, og þarf þvi að búa til nýtt. Hér koma nokkrar teikning- ar af mismunandi jólapokum o.fí. Hringlaga pokar, er mjókka niður i odd, hafa oft verið nefndir „kramarhús” á slæmri islenzku. Hér sjáum við, hvernig þeir eru gerðir. Leggið venjulegan matar- disk ofan á sterkan, litaðan glanspappir og strikið hring- inn i kringum diskinn. Finnið miðpunktinn og dragið strik frá honum út að jöðrunum, þannig að hringurinn skiptist i 3 jafna hluta (sjá mynd). Klippið siðan eftir beinu strikunum, og eru þá komin efni i þrjú kramarhús. Þegar hliðar hafa verið limdar sam- an, er halda sett á að ofan. Mynd 1. Ef þið viljið heldur nota kramarhúsin sem borðskraut, ,má bara hvolfa þeim við og gera úr þeim jólasvein eða engla (sjá mynd). Höfuðið á engilinn má gera úr pappir, sem hnoðaður er i kúlu. Væng- imir eru klipptir út sér og limdir á. Mynd 2. Þá eru það fléttuðu jólapok- amir. í þá þarf tvö blöð af mislitum glanspappir, t.d. rautt og blátt eða gult og grænt o.s.frv. pappirsblöðin em brotin saman og klipptar tvær rifur, 8 cm langar inn i hvort þeirra (sjá mynd). Sið- an er fléttað þannig: Nr. 4 gegnum nr. 1, 2 gegnum 4, 4 gegnum 3, 1 gegnum 5, 5 gegn- um 2, 3 gegnum 5, 6 gegnum 1, 2 inn i 6, 6 inn i 3. Þá er fléttunni lokið og,'að- eins er þá eftir að klippa til að ofan, þannig að hjartalag komi á pokann, og svo að festa handfang eða höldu á með þvi að lima pappirsrenning, hæfi- lega langan, að innanverðu i pokann. Mynd 3 og 4. Að siðustu er svo hér karfa, sem mjög fljótlegt er að búa til. Strikið á karton, sem getur verið i hvaða lit sem er, hring t.d. eftir undirskál. Klippið hringinn nákvæmlega og brjótið saman i miðju. — ( sjá mynd A og B.) Limið saman og setjið handfang á, sem mætti gjarnan vera með öðr- um lit. Þá er komin karfa til- búin á jólatréð. Mynd 5. Gleðileg jól.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.