Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 13
„Skipt um krabba og aftur á bak i sömu röð”, sagði flugskrimslið. „Siðan kastar maður —”, hélt skjaldböku- bróðir áfram. „Kröbbunum”, öskraði flugskrimslið og tók stökk upp i loftið. „Eins langt út á sjó og maður dregur”, kall- aði skjaldbökubróðir. „Og syndir svo eftir þeim”, æpti flug- skrimslið. „Síeypir sér kollhnis i sjónum”, hrópaði skjaldbökubróðir og æddi tryllingslega um. „Skiptir aftur um krabba”, öskraði flug- skrimslið, eins hátt og það gat. „í land aftur, — þetta var nú fyrsta umferð- in”, sagði skjaldbökubróðir og lækkaði skyndi- lega röddina. Dýrin höfðu hlaupið og skoppað um, eins og þau væru tryllt, en nú settust þau niður, alvarleg og róleg og horfðu á Lisu. „Þetta hlýtur að vera skemmtilegur dans”, sagði Lisa feimnislega. „Langar þig til að sjá hann?” spurði skjald- bökubróðir. „Já, fjarska mikið”, anzaði Lisa. ,, Jæja, við skulum þá taka fyrstu umferðina, við getum vel gert það án krabba”, sagði skjaldbökubróðir við flugskrimslið. „Þú syngur þá undir, ég er búinn að gleyma visun- um”, sagði flugskrimslið. Nú fóru bæði dýrin að dansa hátiðlega i kringum Lisu og öðru hvoru stigu þau ofan á tær hennar. Og skjaldbökubróðir söng hægt og alvarlega: Flýt þér snigill, selur sagði. Sérðu ei pöddu á augabragði? Sjáðu pöddurnar og kvikan krabbafans, kannske bjóða þeir okkur i dans. Viltu, máttu, viltu, máttu, við mig stiga dans? Viltu, máttu, viltu máttu, stiga litinn dans? Þú skilur vist hve indælt er, i æstri gleði að dansa um sjóinn? Snigill sagði: Nei, fjandinn fjarri mér, ég fer að sniglast út i móinn. Vil ei, má ei, vil ei, má ei, við þig stiga dans, vil ei, má ei, vil ei, má ei, stiga slikan dans. „Þakka ykkur kærlega fyrir: þetta var skemmtilegur dans”, sagði Lisa. „Segðu okkur nú frá einhverju, sem fyrir þig hefur komið”, sagði skjaldbökubróðir. „Ég segi þá frá deginum i dag: það þýðir

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.