Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 27.01.1977, Blaðsíða 33
herragarði Kristoffers Myhrmans, hann dáist að umhverfinu og hugsar: — Camilla ætti að vera með mér! Sterklegur maður á sextugs aldri starir hugsandi á hann frá eldhúsálmunni. Það er tómstunda- skemmtun hans að greina sundur ferðamennina .... hvað þeir starfi, og hvaðan þeir séu? Maðurinn, sem hann hefur nú fyrir augum, lítur þannig út: mjög hávaxinn, svarthærður, beint nef, ákveðnir andlitsdrættir. Stendur eðlilega með aðra höndina i gráum buxnavasanum og hina um pípuna. Maður, sem hefur heilmargt að segja. Fram- kvæmdastjóri, yfirlæknir héraðssjúkrahúss eða skólastjóri? Nei, það síðastnefnda er hann ekki, til þess er hann of velklæddur, og hann er ekki heldur neinn skriffinnur, hann er vöðvastæltur og sól- brenndur, því leyna fötin ekki, og hörundsliturinn er ekki skyndifengur f rá Mallorca. Kannski er hann allsekki ferðamaður? Ferðamannatíminn er raun- ar nánast á enda. — Ef yður langar til að sjá herbergi Tegners, herra, get ég sýnt yður það. Frú Florin er í Amer- íku, og hin konan, sem er vön að vísa gestum til veg- ar, fór tii Lersjöfors að verzla, en ég er til þjónustu, ég er með lykla. Friðþjófur heiti ég. — Wijk. Þökk fyrir, ég hef nógan tíma. Friðþjóf ur hefur fyrir sitt leyti ekkert á móti því að spjalla. Já, það er Tegner að kenna, að hann var skírður Friðþjófur. En hann má þakka fyrir, að það varð ekki Angantýr eða Ríkharður konungur. Friðþjófur upplýsir að hann hafi fengizt við ýmis- iegt, m.a. verið malari. — Jú-u. Myllan var í rauða húsinu þarna. Hann bendir á aflangt hús, sem er bak við hægri álmu hússins. Hún var knúin meðstraumi frá af Istöðinni, félagið á sina eigin varaaf Istöð, þér ættuð að skoða hana. Það var malari hér á undan mér, sem hafði svo mikinn frítíma að hann fór að smíða líkkistur. Og á kvöldin, ef hann lenti í útistöðum við konuna, fór hann niður í mylluna og lagði sig í einhverja lík- kistuna til að hafa frið. Christer tekst að beina samtalinu að umræðuef ni, sem ávallt er vinsælt, fallegum konum. Eftir sam- talið við Bodil í gær hafði hann fengið stóra Ijós- mynd af Ingulill hjá Riwkin I jósmyndastof unni, og eftir nokkurn formála freistar hann þess nú að sýna Friðþjófi hana. Maðurinn smellir viðurkenn- andi í góm, þegar hann áer mjúklegan vöxtinn, Ijóst hárið og heillandi spékoppana, en fullvissar Wijk, að hann hafi aldrei haft þá ánægju að líta þessa þokkadís augum. Og þar sem málarinn fyrrver- andi virðist vera áreiðanlegur og athugull, getur lögregluforinginn aðeins komizt að þeirri' niður- stöðu, að fyrsta tilraun hans hafi mistekizt. Sífellt hækkandi bílhljóð bersttil þeirra neðan úr trjágöngunum í gegnum rokið, og Friðþjófur hróp- ar: — Nú kemur hún heim. Hún er alltaf á ferðinni í þessum franska bíl, það hlýtur hún að hafa lært í útlöndum. Sítrónugulur Renault þýtur framhjá, bílhurð er skellt við eldhúsdyrnar, og nokkrum mínútum síð- ar opnast aðalinngangurinn undir glæstum hvitum svölunum. Christer horfir í tvö dökk sígaunaaugu .... í mögru, stílhreinu andliti, og hann spyr fyrir siða sakir: — Frú Samzelius? — Já, ég geri ráð f yrir að vinur minn, Friðþjóf ur, hafi skýrt yður frá ferð Florins skógarvarðar til Kanada. Ég gæti hússins á meðan og reyni að koma i stað Maud Florin sem Tegnérsérf ræðingur. Gjörið svo vel, við getum farið þessa leið. Þar sem hún gerir ráð fyrir að Esaias Tegner sé tilefni komu hans. leiðir hún hann inn í rúmgóðan forsal með ferníseruðu trégólfi en fáum húsgögn- um og síðan áfram inn í tvær rúmgóðar sérlega fal- legar stofur. Hún er í laussniðnum, daufgrænum kjól í sama lit og jaðehálsmenið, sem nær henni í mittisstað. Mjaðmir hennar eru grannar, og hún gengur og hreyf ir sig liðlega, og jaf nvel meðan þau eru í svonefndu Tegnerherbergi beinist athygli hans frekar að henni, en sögulegum minjum um- hverf isins. Þetta er fremur lítið hornherbergi, lágt til lofts og andrúmsloft yfirstéttar menningar átjándu ald- ar er auðmerkjanlegt. Hann veitir athygli hvítum og gulum sófa, kristalsljósakrónu með kristöllum á stærð við perur, og þokkaf ullum borðaskreytingum á veggjunum, sem að öðru leyti eru sléttir. Það sem gefur herberginu að sjálfsögðu mestan svip er skáldið i eigin persónu — stytta — úti við gluggann, sem Byström gerði, rómantískur, Ijóshærður Tegnér, með Friðþjófssögu í hendinni og.... hefur nýlokið við að semja snilldarlegar setníngar eftir- málans. Hér er vald snilldarinnar yfir ættgöfgi og auði. Hinir mörgu og stoltu niðjar Myhrman ættar- innar verða að láta sér nægja að hverfa í skuggann í gullrömmum sínum..... fyrir þeirri frægð sem hann eitt sinn lýsti kaldhæðnislega sem „lostaf ullri frægð" sinni. — Já, hann kom hingað til Ramén 1797, segir Madeleine, sem veitekki með vissu hvað mikið þög- ull ferðamaðurinn veit um ævi Tegnérs. Þá var hann f jórtán ára og fylgdi eldri bróður sínum hing- að sem átti að verða kennari nokkurra af sonunum á heimilinu. Hann var föðurlaus og bláfátækur, og sagan um hvernig hann vann ástir önnu Myhrman og giftist inn í ættina, er skáldsaga út af fyrir sig. — Og svo? Já, því næst lifðu þau hamingjusöm til æviloka.... Hún gýtur til hans auga, til að sjá hvort hann sé að hæðast að henni, siðan hlær hún: — Nei, það gerðu þau auðvitað ekki, en það er önnur saga. — Já, viðurkennir hann, ef Anna Tegnér, hefur verið eins og Hagelberg lýsir henni á þessu olíumál- verki, og ef Martina von Schwerin hefur verið nokkuð lík málverki Breda af henni, skil ég sannar- lega vel að hinn nýútnefndi biskup í Vaxjö ætti sér enga ósk heitari en að vera konu sinni ótrúr... En hvað er að? Þér eruð svo vandræðalegar, frú Samzelius. Brýtur það í bága við siðferðiskennd yð- ar að biskup skuli vera ótrúr .... eða kannski hjú- skaparbrot yfirleitt? — Ég er vandræðaleg. Ef ég á að vera hreinskil- in, þá veit ég skammarlega lítið.... um tilfinningar 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.