Heimilistíminn - 17.02.1977, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 17.02.1977, Blaðsíða 23
Einu sinni var falleg foss- andi á, sem skoppaði um tún og skóga og framhjá bónda- býlum og borgum unz hún rann í stórt stöðuvatn. Áin hætti aldrei að renna. Hún vhildist aðeins á veturna, þegar hún varð að is. Þó nokkrar brýr voru yfir ána. Ein þeirra var með fjór- um akreinum, og þar var nú aldeilis mikil umferð! Bifreið- ar og vörubilar, strætisvagnar og vinnuvélar voru sifellt á ferðinni. Jafnvel um hánótt þutu flutningabilar yfir brúna. Lengi vel var brúin hin hreyknasta. Hún taldi farar- tækin sem yfir hana fóru, og sagði viðána: „Veiztu að 2.400 ökutæki notuðu mig i dag?” Þegar brúin varð þreytt á að telja allt það sem yfir hana fór, tók hún til við að telja að- eins eina tegund. Stundum taldi hún aðeins strætisvagna, stundum taldi hún aðeins aftanikerrur, stundum taldi hún aðeins rauða bfla og stundum taldi hún aðeins út- lenda bila. Við þetta var hún önnum kafin og skemmti sér vel allt sumarið. En sumarið stendur ekki að eilífu. Brátt féll laufið af trjánum og grasið sölnaði. Farfuglarn- ir héldu til hlýrri landa. Brúnni fannst jafnvel áin hafa breytzt eitthvað. Vissulega! Þunnur is sem leit út eins og gler, var yfir vatninu. ísinn fór ekki burtu. Hann þykknaði og þykknaði unz hann var orð- inn svo þykkur, að brúin sá ekki einu sinni vatnið. Hún heyrði hvorki ána ólga né renna leiðar sinnar. Hún hélt, að allt vatnið væri horfið og i árfarveginum væri aðeins kaldur, þögull isinn, sem hvorki hreyfðist né talaði. Af einhverri ástæðu gerði þetta brúna mjög einmana. Þótt það væri hulin ráðgáta hvernig svo önnum kafin brú gat verið einmana. Eftir eina eða tvær vikur var brúin orðin svo einmana, að hún þoldi ekki lengur við. Snjórinn hlóðst ofan á isinn. Hann hlóðst ekki upp á brúnni af þvi að daglega kom stór snjóblásari og hreinsaði allan snjóinn burtu. Brúin vorkenndi sér svo mikið, að i hvert sinn, sem hún heyrði snjóblásara nálgast, var hún rétt komin að þvi að grenja. „ó.” sagði hún við sjálfa sig. „ó! Ó! Ó! Ég vildi að ég gæti farið til einhvers lands þar sem er hlýtt þangað til snjórinn er allur farinn.” Jafnskjótt og hún hafði sleppt orðinu fórhún að hugsa málið. Henni fannst hugmyndin góð. Þrestirnir, krákumar og lævirkjarnir farnir til hlýrri landa. Og glaðleg, ólg- andi áin var horfin Ef til vill hefði hún lika farið i hlýjuna. Hún sá hvorki reiðhjól né aft- anivagna lengur. Þau hlutu að vera farin eitthvert. Hvers- vegna gat hún ekki farið i vetrarorlof eins og allir aðrir? Þvi meira sem hún hugsaði um þetta, þvi betur féll henni við tilhugsunina. Henni leið miklu betur eftir að hún hafði ákveðið að taka sér fri. Vandinn var aðeins sá, hvernig kemst brú i burtu? Brýr hafa ekki vængi til að fljúga með. Þær hafa ekki fætur að ganga á. Þær hafa ekki hjól að renna á. Ef satt skal segja, geta brýr ekkert gert, nema vera um kyrrt á sama staðnum til ei- lifðar. Þegar brúin okkar sá fram á þetta, fór hún að gráta. „ó!” kveinaði hún. „Þetta er ósanngjarnt. Hvers vegna þurfti ég nú endilega að vera brú?” Hún hélt áfram að kveina: „Hvers vegna gat ég ekki orð- ið önd, froskur eða könguló? Hvað er gaman að þvi að vera brú? Og hvernig á brú að geta hvilt sig?” Hún grét svo hátt, að skyndilega kom sprunga i steinsteypuna i einum brúar- stöplinum, sem hún hvfldi á. Jafnskjótt fann hún sig renna svolitið til hliðar. En hún vor- kenndi sjálfri sér svo mikið, að henni var alveg sama. Jæja, kannski var brúnni sama hvort hún var orðin 'skökk eða ekki, en vegamála- stjóra var ekki sama. Hann sendi menn með vélar til að athuga hana. „Það fyrsta sem við þurfum að gera,” sagði einn þeirra, ,,er að loka brúnni fyrir um- ferð i nokkrar vikur.” Og það er einmitt það sem þeir gerðu. Þeir settu upp stórt skilti, sem á stóð. Snúið við, brúin er lokuð fyrir umferð. Nú þegar brúin var lokuð, fóru hvorki bilar, strætisvagn- ar, vörubilar né snjóblásarar yfir hana. Um hana var engin umferð. Mennirnir unnu að þvi að styrkja brúna. Þeir settu nýtt járn og steinsteypu I stöpulinn. Brúin þurfti ekkert að gera annað en sitja og hvfla sig. Kannski haldið þið, að það hafi nú átt við brúna. En svo var ekki. 1 fyrstu var hún að visu ánægð. 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.