Heimilistíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 3
ALvitur. > svaiarbrétum ....""" Sæll Alvitur Mig langar aö varpa fram eftirfar- andi spurningum: X. Hvað kostar að búa á húteii I Reykjavik I viku fyrir utan fæði? 2. Hvert á maöur aö snúa sér, ef maöur ætlar út i Grfmsey frá Noröurlandi? 3. Hvaöa merki eiga bezt viö sporö- drekastelpu? 4. Hvernig finnst þér skriftin og hvaö heldur þú aö ég sé gömul? Aö lokum óska ég Heimilis-Timan- um góös gengis og vertu blessaður. Góa Svörin viö fyrstu spurningu þinni yröu eins mörg og hótelin i Reykjavík, en ætli kostnaöurinn yröi ekki á bilinu frá 2.300 krónum til 5.000 á sólarhring eftir þvi, hvaö þú vilt hafa mikiö viö. Ég held aö þaö sé flogiö frá Akureyri út I Grlmsey og einnig mun flóabátur- inn Drangur halda uppi einhverjum feröum frá Akureyri og út I eyjuna. Sporödrekastelpan finnur sér þægi- lega vini I drekanum og meyjarmerk- inu. Skriftin þln er ekkert til aö hrópa húrra fyrir. Þú skalt vanda þig betur bæöi I réttritun og frágangi. Þú ert svona tólf ára eöa þar um bil. Kæri Alvitur Þakka ailt gott i blaöinu, nema hvaö skrýtlurnar mættu vera fleiri. Okk- ur langar tii aö fá svör viÖ spurningun- um, sem koma hér á eftir, og viö von- um aö þetta bréf lendi ekki I þinni frægu ruslakörfu. 1. Hvort er Alvitur karlkyns eöa kven- kyns? 2. Hvaö er Alvitur gamall? 3. Hver er happatala, happalitur og blóm hrútsins og vatnsberans. 4. Hvaö lestu úr skriftinni og hvaö heldur þú aö viö séum gamlar? Tvær blómarósir aö noröan. Á þessum timum jafnréttisins ætti kynferöiö ekki aö skipta neinu máli. Hitt er annaö aö ég felli mig ágætlega viö ávarpsoröin I bréfi ykkar, sem segja alltsem segja þarf. Um aldurinn er þaö aö segja, aö Alvitur er þegar komin til ára sinna I Heimilis-TIman- um. Happatala hrútsins er 7 og happa- tala vatnsberans 5. Litirnir eru rauöur og brúnn og rósir fara vel I báöa. Skriftin bendir til aö þiö séuö ákveönar og vandvirkar I ykkur. Og þiö eruö 15 ára. P.S. Ruslakarfan mln biöur aö heilsa og þakkar frægöina. Hún full- yröir þaö, aö hún fái engin bréf fyrr en ég er búin aö fara I gegn um þau. Kæri Alvitur Fyrst ætla ég að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Mig langar nú til aö eignast pennavini á ttaliu og Frakk- landi, en hvert get ég þá skrifaö? Meö kærri kveöju S.P. Franska sendiráöiö á íslandi er meö skrifstofur aö Túngötu 22 I Reykjavlk. Ræöismaöur Itala hér er Thor R. Thors Lambastaöahverfi, Seltjarnar- nesi. Þessir aöilar ættu aö geta komiö óskum þinum um pennavini áleiöis til réttra aöila Kæri Alvitur Mér datt i hug aö skrifa þér og leggja fyrir þig draum, sem mig dreymdi. Mér fannst ég vera stödd I litlum kaupstaö úti á landi meö stelpu, sem ég þekki mjög vel. Ég kalla hana H. Viö vorum þarna á gangi og hittum þá strák, sem viö báöar þekkjum. Ég kaila hann S. Þessi strákur haföi verið aö þvi kominn aö trúlofa 'sig, en allt sprakk á siöustu stundu. Nú réttir hann mér þarna i draumnum trúlof- unarhringinn sinn, sem var breiöur og fallegur. Ég skoöaöi hringinn vand- lega og mátaöi hann siðan og passaöi hann þá alveg. En þegar ég er komin meö hring á fingur, kemur pabbi allt i einu og vill fá aö vita, hvaö ég sé aö handfjatla. Ég vildi ekki sýna honum hringinn og hljóp af staö, en hann elti mig. Ég komst svo aftur til stráksins og gat skilað honum hringnum án þess aö pabbi sæi. Þetta var nú draumurinn og aö lok- um, Hvaö iest þú úr skriftinni? Ein, sem dreymir mikiö. Gull er jafnan fyrir góöu og ekki slzt, þegar hringurinn er heill og fagur svo sem I þinum draumi. Hins vegar finnst mér af lýsingunni aö eitthvaö sé aö búa um sig hjá þér, sem þú vilt leyna þlna nánustu. Haföu þaö I huga, aö bæöi i meölæti og mótlæti er gott aö eiga sitt fólk aö, þó ekki sé annaö. Skriftin bendir til skapfestu og ein- lægni. Kæri Alvitur Hvar er hægt aö láta uppstoppa fugla og dýr? Og hvaö kostar aö láta stoppa upp rjúpu og skógarþröst? Guömundur Stefánsson Dratthalastööum Hjaltastaöahreppi N-Múl. lslenzka dýrasafniö I Reykjavik er meö menn á slnum snærum til að stoppa upp dýr. Kristján Jósefsson hjá safninu sagöi þér frjálst aö hafa sam- band viö sig og gaf upp, aö veröiö á skógarþröst væri 5-6 þúsund krónur og sennilega um átta þúsund fyrir rjúp- una. -------- Meðal efnis í þessu blaði: Sögur og sagnir................... bls. 4 Föndurhornið...................... bls. 8 Kvikmyndagerðá Indlandi .......... bls. 10 Nýjasta dellan ....................bls. 12 Popp-kornið....................... bls. 13 Prjónauppskrift................... bls. 14 Furður náttúrunnar ............... bls. 16 Ný myndasaga...................... bls. 17 Eldhúskrókurinn................... bls. 18 Barnasagan........................ bls. 22 Veiðisaga ........................ bls. 26 Flug út í geiminn................. bls. 28 Nýjasta drottningarefnið.......... bls. 35 Kojak og Ashton .................. bls. 36

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.