Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 14.04.1977, Blaðsíða 16
augnaráði og Chantal svaraði: — Kærar þakkir, við viljum endilega kom með. — Gott, þá sækjum við ykkur klukkan hálf sjö, svaraöi ég og vonaði að Alastair heföi ekkertiitá nýja nafnið mitt aö setja. Hann sat þungt hugsi á trébekknum i fjósinu. — Heyröu, Alastair, hvaö segirðu um að fara á hlöðuballið i kvöld meö tveimur laglegum frönskum stúlkum? Hann leit á mig stórum augum. — Hvaða della er þetta? — Alveg satt. bær búa i húsvagni á flötinni á bak við húsið. Chantal og Louise. Þú mátt hafa Louise! Ég sagði honum frá nýja nafninu minu, en árangurinn varð krampakenndur hlátur. Hann lofaði þó aö þegja yfir þvi. Það voru tvær indælar stúlkur, sem biðu okkar, þegar við komum að sækja þær. Báðar voru i slöum pilsum, Louise I svörtu og gulri, ermalausri blússu við, en Chantal var i himinbláu og ákaflega rómantiskri, hvitri blúndublússu. — Vá, sagði Alastair, þegar Louise heilsaði honum á bjagaöri ensku sinni. Viö Chantal gengum á eftir þeim niður I þorpið. Ég hlakkaði ákaflega til þessa Jónsmessukvölds. Auðvitað vöktu Chantal og Louise óskipta athygli þegar við komum á dans- leikinn og viö Alastair vorum stoltir eins og hanar yfir að vera félagar þeirra. En timinn leið bara alltof fljóttog áður en við vissum af var dansleiknum lokið. Við Chantal höföum dansað saman næstum hvern einasta dans og höfðum varla getað talað nokkuð saman. Það var gott að koma út undir bert loft, himinninn var heiðskirog þakinn stjörnum. Við gengum hönd í hönd niðuraö ánni, þar sem ég vissi um hvítmálað an bekk. — Heppilegt að Alastair skyldi vera viö höndina til aö sjá um Louise, sagði Chantal með mjúku röddinni sinni, þegar við vorum sezt á bekkinn. — Það er gott aö hún skemmtir sér almennilega. — Égvonaaðþaösamaeigiviðum þig, sagði ég og virti fyrir mér fagran vanga- svip hennar. Hún brosti sinu breiðasta til mln. Við sátum góöa stund á bekknum án þess að segja meira. Loksins áræddi ég að leggja handlegginn um axlir hennar og var að hugsa um hvort ég ætti að dirfast að kyssa hana. Þá rauf hún þögnina: — Sean, er það satt aö hérna i Spenlow sé tjörn, sem munnmælasaga er tengd við? Mig minnir að ég hafi einhvern tima lesiö um þaö. — Já, það er rétt. Sagan segir, að ef stúlka laugi andlit sitt i tjörninni viö sólarupprás, muni hún öðlast eilifa fegurð ogsé hún heppin.sér hún mynd tilvonandi eiginmanns slns speglast i tjöminni. Ef þú ert svoiitiö hjátrúarfull, geturöu reynt. — Hvenær er sólarupprás? spuröi hún áköf. — Um fimmleytiö, svaraði ég. Nú var klukkan oröin eitt og viö stóðum upp af bekknum og stefndum heim á leið. — Sean, ferðu ekki snemma á fætur til að mjólka kýrnar — viltu vekja mig, þvi við erum ekki með vekjaraklukku. Auövitað kom mér ekki dúr á auga um nóttína. I fyrsta lagi hlakkaöi ég til að sjá hana aftur og i öðru lagi var ég að hugsa um, hvaö þaö væri heimskulegt að verða ástfanginn af stúlku sem færi af landi burt daginn eftir og ég mundi áreiöanlega aldrei sjá framar. Þótt ég hefði aðeins þekkt hana I hálfan sólarhring, fannst mér hún alveg einstök stúlka. Eftir nokkurra klukkustunda heilabrot fór ég á fætur og fékk mér hressandi steypibað, áður en ég hljóp niöur aö flöt- inni tilChantal. Eins og ákveðið hafði ver- iö, barði ég fast að dyrum á vagninum og innan stundar birtist Chantal I litla glugganum á hurðinni. Hún var jafn falleg og fersk og ég minntist hennar og brátt var hún komin út, klædd slðbuxum og hvitri, loðinni peysu. Þaö varsvaltíveðriog þokumóða á yfir jörðinni, þegar viö gengum arm I arm niður aö tjörninni. Þögnin frá kvöldinu áður var nú rofin að fullu, þvi við töluðum stanzlaust alla leiðina. Þegar viö komum upp á seinasta hólinn, vissihún meira um mig en ég um hana... — Heyrðu, viö verðum að tala eitthvað um þig, segðu mér... — Ó, Sean en hvaö þetta er fallegt! Við horföum niöur að tjörninni. Þó ég heföi komið þarna ótal sinnum áður, kom mér á óvart, hvaö allt virtist leyndar- dómsfullt þarna niðri, þegar þokuslæðan lá yfir vatnsfletinum. Chantal sleppti handleggnum á mér og hljóp niður að tjörninni áður en ég náði að vara hana við þvi aö vatnið væri iskalt. Ég settist niður I döggvott grasiö og virti hana fyrir mér. Hún kraup varlega niður og laut áfram svo andlit hennar snerti næstum þvl vatnið. Meðan hún sat þarna — það var eins og eilifö — kom sólin hægt upp og brauzt gegn um þokuna. Eftir nokkrar mínútur var loftíð orðið hreint og vatnsflöturinn spegiltær. Þaðan sem ég sat gat ég meira að segja séð nákvæma spegilmynd Chantal I vatninu — rétt eins skýrt og hún mundi sjá mig, ef ég stæði við hlið hennar. 16

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.