Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 08.09.1977, Blaðsíða 5
Þú ferð að hafa áhyggjur af því hvað barnaskór kosta, þegar allt er um seinan. Population Reference Bureau (nokkurs konar menntasskrifstofa eð hagstofa þeirra i N.Y.) hefur reiknað út að miðað við verðlag yfirstandandi árs muni barn kosta foreldra sina frá 31.800 dollurum i 53.500dollara næstul8árinog erþá miðað við allan lágmarkskostnað og framhalds- nám ekki reiknað með. Þetta væru 6 tii 10 milljónir isl. króna. Könnunin nær nokkru lengra. Reiknaður e^óbeinn kostnaður við barnið og þar tekið inn i launatap móður vegna þess, að hún hafi orðið aö hætta að vinna. Kona með gagnfræöapróf sem undir venjulegum kringumstæðum mundi vinna hálfandaginn eða þar um biltapaði 33.000 dollurum með þvi að ganga meö og ala siðan upp barn til 15 ára aldurs, segir i skýrslunni. Ef hún hefði hins vegar sagt upp fullu starfi, tapaði hún 65 þúsundum dollurum (frá 6.5 milljónuih í um 12 milljónir isl. króna). Reiknað er með að 18.389 vinnustundir fari i að hugsa um þrjú börn frá fæðingu og þar til þau hafa lokið prófi frá gagn- fræðaskóla. Það er jafnlangur vinnutími og f er i fullt starf á niu árum segir I könn- uninni. Þegar lagður hefur verið saman beinn og óbeinn kostnaður er niðurstaöan milli 77 þúsund og 107 þúsund dollarar eða milli 15 og 21 milljón isl. kr. Það nægði til þess að festa kaup á listisnekkju. Ef þetta er rétt, hvers vegna er fólk þá að eignast börn? Tveir sálfræðingar frá Michigan-háskóla Lois og Martin Hoff- man segja að ein meginástæðan sé sú, að barn sé nokkurs konar staðfesting á þvi, aö foreldrarnir og þá sér i lagi móðirin séu orönir fullorðnir. Börn virka einnig hvetjandi á foreldra sinajþau eru eitthvað nýtt og óvenjulega að fást við, þau veita tilfinningalega fullnægingu og gefa fólki kost á að fórna sér fyrir framtiöina. Aörar athuganir sýna, aö fáir foreldrar gera sér grein fyrir hversu mikið börn þeirra eiga i raun og veru eftir aö kosta þá. Ljóster, að miðstéttafjölskyldur með tvö börn halda sig aðeins eyða 15% af tekjum sinum i börnin. t raun og veru nemur kostnaðurinn 40% af tekjunum. Sumt fólk virðist þó vera farið að vitk ast. Að minnsta kosti er það staðreynd að fjölskyldur eru minni nú en áður fyrr. Margir foreldrar segja, að það sé ekki vegna þess að þá langi til þess að eyða peningunum i sjálfa sig, heldur vegna þessaðþá langitilþessað geta eytt meira fé á hvert barn, en annars væri hægt. — Þess vegna held ég mig við eitt barn, sagði Diane Varner um leið og hún leitaði af fötum handa dóttur sinni i einni af stór- verzlunum New York borgar. — Annars væri ekkert vit i þessu. Maöur vill að þau liti vel út og séu sæt. Og svo tók hún fallegansumarklæðnaðsem húnsá dóttur sina greinilega fyrir sér iklædda á göngu- ferð á sólskinsdegi. En hún lagði fatið frá sér i flýti: — Þetta kostar hvorki meira né minna en 11 doll- ara (2200 krónúr). Það er allt of mikið. þ. fb.) Ef þú hefðir alið upp barn í New York f rá 1958 til 1976 hefðir þú eytf í það um það bil 27.578 dollurum ( milli 5 og 6 milljónum króna) samkvæmt könnun.sem Community Council of Greater New York hef ur gert.l þetta hefðu peningarnir farið: Matur.............................................. 9.387 Húsnæði — þ.e. hlutur barnsins í leigu, hita og öðru álíka.................................. 7.991 Fatnaður ........................................... 3.417 Gæzla................................................. 592 Læknishjálp........................................ 2.224 Strætisvagnar og álíka................................ 430 Flutningur iogúrskólaognesti.......................... 524 Líftrygging........................................... 213 Gjafir og ýmislegur kostnaður....................... 1.290 Alls $ 27.578 Hér er allur kostnaður reiknaður í lágmarki. Ekki er talinn með kostnaður eins og vegna sponga sem þyrfti að fá hjá tannlækni, né heldur kostnaður við tannviðgerðir almennt, og enginn auka- lækniskostnaður er tekinn hérmeð í dæmið. Ekki er reiknað með að barnið sé í tónlistarnámi, eða fái tilsögn í teikningu eða öðru þvílíku, sem greiða þurf i fyrir aukalega og síðasten ekki sízt há- skóli eða f ramhaldsmenntun er ekki reiknuð með í þessu dæmi. Ef þú ert nú að velta því fyrir þér, hvort þú ættir að eignast barn, þá máttu reikna með að á næstu árum muni kostnaðurinn þrefaldast. 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.