Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 5
Hver hefur ekki heyrt um munkana uppi i ölpunum, sem koma mönnum til hjálpar, þegar vetrarstormar geisa. í fylgd með þessum munkum eru hundarnir þeirra sem ekki eru siður vel þekktir bæði úr kvikmynd- um og sögum. Já', þáð hljóta allir að nafa heyrt talað um St. Bernardshundinn, sem leitar uppi fólk, sem villzt hefur af leið, og flytr þvi lifgefandi ,,eau de vie”, sem hann hefur i tunnu um hálsinn. Nú sækja ferðamenn mjög á þessar slóöir aö sumarlagi. Þeir aka upp i St. Bernards-skarðið á bilum sinum, nema þar staðar og fara út til þess að taka myndir af hundum, munkum og veðurbörðu klaustrinu. Margir kaupa sér þarna eitthvað til minja, og sumir fara inn i veitingahúsið, sem þarna er og fá sér ofurlitið tár, en ekki er svo langt gengið enn, að hægt sé að kaupa sér áfylltar St. Bernards-tunnur, þótt eflaust verði það hægt i framtiðinni. Napoleon reið yfir Alpana með herjum sinum. Sú ferð var gerö ódauöleg með málverki hirðmálara hans, J.L. Davis. Það var ekki svo Iltiö fyrirtæki að komast yfir Alpana. Vetrarveðrin á þessum slóöum koma i veg fyrir, að þarna séu ferðamenn á flakki á þeim árstima. bá er skarðið lok- að, og klaustrið er einna likast virki, sem ekki er hægt að komast að frá nokkurri hlið. Stundum eru snjóskaflarnir i kring- um það allt með 20 metra háir. Munkarnir lifa nú rétt eins og þeir alltaf hafa gert. Ferðamannastraumurinn hefur engin á- hrif á lif þeirra eða lifnaðarhætti. Þeir eru ekki margir, sem gætu lifað I þessu harð- býla og kaldranalega landi þarna i efstu brúnum Alpafjallanna. St. Bernards- skarðiðliggur i 2468 metra hæð en til sam- anburðar má geta þess að öræfajökull er i 2119 m hæð. Hjartarúm og húsrými Eitt af þýðingarmestu verkefnum St. Bernard-munkanna er að hjálpa fólki við að komast yfir skarðið, og veita þvi næt- urgistingu. Klaustur St. Bernard-munk- anna var einhver þýðingarmesti staður- inn á leiðinni milli Norður- og Suður- Evrópu þar til fyrir 75 árum siðan, er göngin voru gerð i gegnum Alpana. Göng bessi gerðu mönnum kleift aö komast þessa leið jafnt að sumri sem vetri. 1 gestabókum má sjá, að áriö 1817 gistu 20 þúsund manns hjá munkunum. Hundr- að árum siðar var þessi gestatala komin niður i 500 og i dag eru það aðeins örfáir skíðamenn og göngugarpar, sem notfæra sér gestrisni íbúanna i klaustrinu. Aldrei hafa menn verið látnir greiða fyrir gist- inguna hjá munkunum, en gestirnir geta gefið gjafir, ef þeir óska þess, og finna hjá sér þörf fyrir að endurgjalda gestrisn- ina, sem þeim hefur verið sýnd. Þess vegna hafa klaustrinu borizt kveðjur jafnt frá fátækum sem rikum, lærðum sem leikum. 1 dag er ekki aðalverkefni munkanna fólgiö iaðannast gesti þá, er að garði ber. Eftir að ljós og rafmagn gerðu mönnum lifið auðveldara, og siminn kom i staðinn fyrir daglegar ferðir munkanna niður aö útsýnisstöðinni, hafa þeir getað farið að sinna öörum málefnum meira en áður var. Munkarnir hafa alltaf sinnt margvis- legum náttúrufræðilegum athugunum, en auk þess eru þeir nú farnir aö annast kennslustörf og trúboð. Þeir eru sérfræð- ingar á sinu sviði. Þeir eru fengnir til þorpanna í Alpafjöllunum, og þeir senda trúboða til Köreu. Svo hafa þeir komið upp klaustri i Tibet — i 3800 metra hæð yf- ir sjávarmáli. Þrátt fyrir St. Bernard-nafnið tilheyra þessir munkar Augustinusarreglunni og heyra beint undir páfann. Aöalbækistöð þeirra er i svissneska bænum Martigny, sem stendur við rætur Alpafjallanna. Allt frá þvi klaustrið var byggt árið 1438 hefur þar verið búið, en saga munkanna nær mun lengra aftur I aldir. Sagan hefst raunverulega með munkin- um og hundinum, sem gáfu þessu skarði i Alpafjöllunum nafn. Bernard hét hann og var prestur við dómkirkjuna i Aosta, niðri i dalskorningunum Italiu-megin við Alp- ana. Hann var uppi á dögum Ölafs Noregskonungs, á þeim tima er víking- arnir herjuðu strandlengjur landanna i Evrópu og alls kyns ræningjar geröu lifiö ótryggt fyrir þá, sem bjuggu niðri á slétt- lendinu. Ræningjar höfðu reyndar llka komiðsérfyrirmeöfram veginum, sem lá upp I gegn um skarðið, og fáir voru þeir, sem þoröu að fara þessa leiö. Bernard setti sér það takmark að ráða niðurlögum „fjallavikinganna”. Með hjálp trúbræðra sinna og reglubræöra tókst honum aö friða skarðÖ, og reisti þar tvo kofa, sem menn gátu hvilt sig I og leitað skjóls i vondum veðrum. Allt frá þessu hafa þaö einungis verið náttúruöflin, sem menn hafa þurft aö óttast á þessari leiö. 1 dag er stytta af St. Bernard á fjalls- tindi þarna skammt undan. Þangað er hægt að fara, og sé skyggni gott geta menn séð alla leiö aö Mont Blanc, Matter- horn og á tind Monte-Rosá og Grand Raradiso fjallgarðsins. Napoleon og her hans 1 annarri viku mai árið 1800 fór 40 þús- und manna her um skarðiö. Þetta var enginn venjulegur her. betta var hluti þess hers, sem stóö að baki veldis Napo- léons, þegar hann fjórum árum siðar krýndi sjálfan sig Frakka-keisara. Það hefur aldeilis verið sjón að sjá þennan her, 5000 hesta og 58 fallbyssur sniglast upp eftir mjóum klettastigunum i átt til klaustursins. Napoleon hafði þó haft vit á því að leggja ekki upp i þessa ferö fyrr en vetur konungur hafði sleppt tökum á þessu yfirráöasvæði sinu. 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.