Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 19.03.1978, Blaðsíða 32
Sagan um Tðta °g systkin hans nú að sjóða og ætlaði að veita gestgjöfum sin- um. Kaffi var enn mjög sjaldgæfur drykkur á þessum slóðum en prestsfrúin hafði til gamans gefið Boggu dálitinn poka með angandi nýmöl- uðum baunum sem nú kom sér vel og var skemmtileg tilbreyting við þetta tækifæri. öll- um fannst gaman að bragða þennan drykk ekki sizt með sykri og rjóma. ,,Já okkur liður vissulega vel,” sagði amma glöð i bragði. ,,Það er hreint ekki sem verst að búa hér i Stóradal.” ,,Þetta er fegursti dalurinn sem ég þekki,” sagði Bogga. ,,Mér hefur alltaf fundizt ein- kennilegt að fleira fólk skuli ekki sækjast eftir þvi að eiga hér heima.” Gamli Jón sem heyrt hafði samtalið gretti sig og tautaði: ,,Jú ýmisir karlmenn mundu nú gjarna vilja það en þær eru ekki margar konurnar sem þora að hætta á að búa hér á veturna. Þær eru of þreklitlar.” ,,Hvað ertu nú að bulla,” sögðu þrjár raddir næstum samtimis. Það voru þær mamma, amma og mamma Jóns litla... ,,Við eigum nú hér allar heima og kunnum ágætlega við okk- ur,” bætti amma við. ,,Og ég hefði gjarna kosið að fá að búa hér,” sagði Bogga. ,,Já, það er nú annað mál með þig,” muldraði gamli maðurinn og strauk skeggið. Svo sagði hann ekki meira en þau hin hlógu dátt. Gamli Jón var hinn mesti harðjaxl sem lét sér fátt eða ekkert fyrir brjósti brenna og var vel ánægður meðan þakið fauk ekki af hús- unum, En að konur hefðu karlmanns þrek og hugrekki mundi hann aldrei viðurkenna. Rétt i þessu kom fyri óvæntur viðburður. Tóta varð allt i einu litið upp og sá þá að ókunnur maður kom i áttina til þeirra eftir stignum. Hannbar barkartösku á baki og hafði staf i hendi. Maðurinn nam staðar um stund og virti bálið fyrir sér. Þvi næst gekk hann i áttina til þeirra. Tóti varð mjög undrandi svo sem vænta mátti og horfði rannsakandi til hans. ókunnir menn voru sjaldan á ferli á þessum slóðum, ekki sizt um miðjar nætur. Hann hafði heldur aldrei séð þennan mann fyrr. Þetta var hár og sterklegur náungi. Hár hans var ljóst og mikið og náði niður á herðar eins og tizka var hjá eldra fólki. Ekki var þó maður þessi gamall hann var augsýnilega yngri en pabbi. Liklega hafði hann þá ekki haft aðstöðu undanfarið til að láta klippa sig. Skegg hans var rautt og þegar hann kom nær bjarmanum frá bálinu, sá Tóti að augun voru blágræn. Tóta geðjaðist strax vel að svip þessa manns. Hitt fólkið hafði nú lika komið auga á ókunna manninn enda var hann næstum kominn að bálinu. Allir urðu skyndilega hljóðir. Þvi næst stóð afi á fætur. Það var venja á þessum slóðum að þegar ókunnan gest var að garði stóð elzti heimamaður upp, gekk til hans og bauð hann velkominn. Gesturinn heilsaði og nefndi nafn sitt. Hann hét Eirikur Hallvarðar- son. Afi bauð honum sæti og mamrna sótti handa honum mat og drykk. Siðan var hann látinn af- skipalaus á meðan hann neytti matar sins. Það var ekki heldur talin háttvisi að ræða mikið við gest, sem var nýkominn. Karlmennirnir töluðu þvi harla litið við hann i fyrstu aðeins nokkur orð um veður og heilsufar og konurnar virtu hann fyrir sér laumulega i hljóði. Maria litla og Þyri hjúfruðu sig upp að mömmu og Boggu. Litlar telpur voru alltaf dálitið smeykar við ókunnuga. En drengirnir iðuðu i skinninu af óþolin- mæði. Hvers konar maður var þetta eiginlega? Hvaðan kom hann? Hvað vildi hann? Tóti hafði strax veitt þvi athygli, að hann hafði ekki með sér vopn af neinu tagi. Hann var þvi ekki hér til þess að veiða. Það var ekki heldur neinn veiðitimi núna. Var þetta þá kannski einhver förumaður, sem ætlaði yfir fjöll og firnindi, — ef til vill alla leið vestur að úthafinu stóra? 32

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.